Tók nokkra klukkutíma að selja 20 prósent hlut í Íslandsbanka sem er 49 milljarða virði

„Hæfir fjárfestar“ hafa þegar skráð sig fyrir þeirri lágmarksstærð sem var boðin til sölu í Íslandsbanka fyrr í dag. Tilkynnt verður um niðurstöðu söluferlis fyrir opnun markað á morgun. Þá kemur í ljós hvað Bjarni Benediktsson ákvað að selja stóran hlut.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kom fram að hún ætlaði sér að selja eignarhluti í bönkum á kjörtímabilinu.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur kom fram að hún ætlaði sér að selja eignarhluti í bönkum á kjörtímabilinu.
Auglýsing

Íslands­banki birti til­kynn­ingu í Kaup­höll Íslands sem er tíma­sett 19:35 í kvöld þar sem greint er frá því að umsjón­ar­að­ilar sölu­ferlis á að minnsta kosti 20 pró­sent hlut í bank­anum hafi þegar mót­tekið áskriftir fyrir þeirri lág­marks­stærð. Miðað við dagsloka­gengi þá var virði þess hlutar að minnsta kosti 48,8 millj­arðar króna. Til­kynnt var um að sölu­ferlið væri hafið klukkan 16:11 í dag og því tók rúma þrjár klukku­tíma að finna kaup­endur að hlutn­um.

Almennum fjár­festum stendur ekki til boða að taka þátt í við­skipt­unum held­ur  var ákveðið að sölu­­fyr­ir­komu­lagið yrði með til­­­boðs­­ferli til inn­­­lendra og erlendra hæfra fag­fjár­­­festa. Það þýðir að almenn­ingi býðst ekki að kaupa hlut. 

Ákvörðun um útboðs­­gengi og end­an­­legan hlut sem seldur verður mun á end­­anum verða í höndum Bjarna Bene­dikts­­son­­ar, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra en til­kynnt verður um hana fyrir opnun mark­aða í fyrra­mál­ið. 

Ætla að selja eft­ir­stand­andi hlut fyrir lok næsta árs

Mark­aðsvirði Íslands­­­banka við lokun mark­aða í dag var 244 millj­­arðar króna. Rík­­is­­sjóður seldi 35 pró­­sent hlut fyrir aðeins hærri upp­­hæð, 55,3 millj­­arða króna, í fyrra­sum­­­ar. Mark­aðsvirði þess hlutar nú er um 85,4 millj­­arðar króna og hann því hækkað um rúm­­lega 30 millj­­arða króna frá því að rík­­is­­sjóður seldi.

Auglýsing
Rík­is­stjórnin ákvað, eftir að hún fékk end­ur­nýjað umboð í kosn­ingum í fyrra­haust, að selja eft­ir­stand­andi 65 pró­­sent eign­­ar­hlut sinn í Íslands­­­banka á næstu tveimur árum. Greint var frá því í fjár­laga­frum­varpi hennar í lok nóv­em­ber í fyrra að til stæði að selja um helm­ing útistand­andi hlutar rík­­is­ins sum­­­arið 2022 og að ríkið reikni með að fá um 75 millj­­arða króna fyrir hann. Það sem eftir stæði yrði svo selt 2023 ef mark­aðs­að­­stæður yrðu ákjós­­an­­leg­­ar. 

Hlutur rík­­is­­sjóðs mun fara niður í að minnsta kosti 45 pró­­sent eftir sölu­­ferlið sem sett var á stað í dag.

Til­­kynnt var um það síð­­degis á föst­u­dag að Bjarni hefði ákveðið að hefja fram­hald sölu­­­með­­­­­ferðar á hlutum í Íslands­­­­­banka í sam­ræmi við til­­­lögu Banka­­­sýslu rík­­­is­ins frá 20. jan­úar síð­­­ast­liðn­­­­­um. Ráð­herr­ann sendi Banka­­­sýsl­unni bréf um ákvörð­un­ina þann dag.

Mik­ill hagn­aður í fyrra og stefnt á tug­millj­arða útgreiðslur

Íslands­­­­­­­banki hagn­að­ist um 23,7 millj­­­­arðar króna á árinu 2021. Arð­­­­semi eigin fjár var 14,2 pró­­­­sent og sem var vel yfir tíu pró­­­­sent mark­miði bank­ans. Kostn­að­­­­ar­hlut­­­­fall bank­ans lækk­­­­aði úr 54,3 pró­­­­sent í 46,2 pró­­­­sent milli ára.

Eigið fé Íslands­­­­­­­banka var 203,7 millj­­­­arðar króna um síð­­­­­­­ustu ára­­­­mót og eig­in­fjár­­­­hlut­­­­fall bank­ans 25,3 pró­­­­sent. Útlán til við­­­­skipta­vina Íslands­­­­­­­banka juk­ust um 7,9 pró­­­­sent á síð­­­­asta ári. Þá aukn­ingu má að mestu rekja til auk­inna umsvifa á hús­næð­is­­­­mark­aði. Vaxta­munur bank­ans var 2,4 pró­­­­sent. Hreinar vaxta­­­­tekjur voru 34 millj­­­­arðar króna og hækk­­­­uðu um tvö pró­­­­sent milli ára. Þókn­ana­­­­tekjur hækk­­­­uðu hins vegar um 22,1 pró­­­­sent og voru sam­tals 12,9 millj­­­­arðar króna.

Á grund­velli þess­­­­arar afkomu var ákveðið að greiða hlut­höfum sínum 11,9 millj­­­­arða króna í arð. Þar af fóru 65 pró­­­­sent til stærsta ein­staka eig­and­ans, íslenska rík­­­­is­ins, eða rúm­­­­lega 7,7 millj­­­­arðar króna. Þeir sem eiga 35 pró­­­­sent hlut í bank­­­­anum fengu svo sam­an­lagt tæpa 4,2 millj­­­­arða króna í arð­greiðslu. Auk þess stefnir stjórn bank­ans að því að greiða út 40 millj­­­­arða króna í umfram eigið fé á næstu 12-24 mán­uð­­­­um. Sú veg­­­­ferð hófst með því að aðal­­­fundur bank­ans sam­­­þykkti að hefja end­­­­ur­­­­kaup á bréfum fyrir 15 millj­­­­arða króna á næstu mán­uð­­­­um.

Almenn­ingur á móti sölu

​​Skoð­ana­kann­anir hafa ítrekað sýnt að ekki sé meiri­hluta­vilji hjá almenn­ingi fyrir því að selja eign­ar­hluti rík­is­ins í bönk­um. Í hvít­bók um fjár­mála­kerfið sem birt var í lok árs 2018 var ein helsta nið­­ur­­staðan að traust þyrfti til svo fjár­mála­kerfið myndi virka sem skyldi. Í könnun sem gerð var við gerð Hvít­­bók­­ar­innar kom fram að 61,2 pró­­­sent lands­­­manna væri jákvæður gagn­vart því að íslenska ríkið sé eig­andi við­­­skipta­­­banka. Ein­ungis 13,5 pró­­­sent þeirra voru nei­­­kvæðir gagn­vart því og 25,2 pró­­­sent höfðu ekki sér­­­staka skoðun á því.

Í könnun sem Gallup gerði snemma á síð­asta ári  fyrir ASÍ kom fram að kjós­­endur eins flokks, Sjálf­­stæð­is­­flokks, væru fylgj­andi sölu Íslands­­­banka. Kjós­­endur allra ann­­arra flokka voru að meiri­hluta á móti henni. Um 56 pró­­sent lands­­manna voru á móti henni og 23 pró­­sent þeirra fylgj­and­i. 

Í könnun sem Gallup gerði um traust til helstu stofn­ana sam­fé­lags­ins og birt var í byrjun mán­aðar kom fram að banka­kerfið nýtur næst minnst trausts af þeim sem spurt var um, en 23 pró­sent lands­manna sögð­ust bera traust til þess. Traustið dróst saman milli ára.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent