Al­þingi Íslend­inga eigi að treysta kjós­endum

Tveir þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar gerðu svar forsætisráðherra varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við ESB frá því í gær að umtalsefni á þinginu í dag og gagnrýndu hana fyrir svörin. „Hvað er að óttast?“ spurði önnur þeirra.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir þing­maður Pírata og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar telja að Íslend­ingar eigi að fá að kjósa sjálfir í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um það hvort halda eigi áfram með aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið (ESB) eins og þings­á­lyktun Pírata, Sam­fylk­ingar og Við­reisnar segir til um.

Þær fjöll­uðu báðar um málið undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag, sem og svar Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Loga Ein­ars­sonar for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma í gær.

Þór­hildur Sunna sagði í sinni ræðu að það hefði verið áhuga­vert að heyra svar for­sæt­is­ráð­herr­ans. „Spurð að því hvort hún styddi að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður við Evr­ópu­sam­bandið yrði haldin á þessu ári sagði hún sjálf­sagt að efna til slíkrar atkvæða­greiðslu en bara ef fyrir lægi aug­ljós meiri hluti meðal þing­manna fyrir aðild að sam­band­in­u.“

Auglýsing

Upp­suða af „aumri afsök­un“ Bjarna

Þing­mað­ur­inn sagði að þetta svar væri upp­suða af aumri afsökun fjár­mála­ráð­herr­ans, Bjarna Bene­dikts­son­ar, fyrir því að „hafa svikið lof­orð“ sem hann gaf kjós­endum sínum um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um sama mál fyrir kosn­ingar 2013, þar sem hann tal­aði um póli­tískan ómögu­leika.

„Sá ómögu­leiki fólst í því að hann og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins voru á móti ESB-að­ild og þar af leið­andi var ómögu­legt að standa við gefin lof­orð og leyfa ein­hverju jafn ómerki­legu og þjóð­ar­vilja að ráða för í þessu risa­vaxna hags­muna­máli allrar þjóð­ar­inn­ar,“ sagði hún.

Þarf að efna til opinn­ar, fræð­andi og mál­efna­legrar umræðu

Þá telur Þór­hildur Sunna að svar for­sæt­is­ráð­herr­ans frá því í gær sé sér­stak­lega áhuga­vert vegna þess að í fyrsta sinn í meira en ára­tug segj­ast fleiri fylgj­andi aðild að Evr­ópu­sam­band­inu en þeir sem eru and­víg­ir.

„Leið­togar rík­is­stjórn­ar­innar eru því þeirrar skoð­unar að þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur séu ein­ungis not­hæfar og fram­kvæm­an­legar ef meiri­hluti þjóð­ar­innar hefur sömu afstöðu og þau til þess sem spurt er um. Raunar hefur fjár­mála­ráð­herra gengið svo langt að kalla alla umræðu um þessa stóru við­horfs­breyt­ingu gagn­vart aðild að ESB ósmekk­lega vegna stríðs­á­stands í Evr­ópu og gerir þannig lítið úr auknum vilja kjós­enda til að styrkja sam­starf Íslands við önnur frið­elsk­andi ríki í álf­unn­i.“

Sam­kvæmt Þór­hildi Sunnu líta Píratar svo á að þjóðin eigi rétt á að láta vilja sinn í ljós og þess vegna hefðu þau, í sam­vinnu við Sam­fylk­ingu og Við­reisn, lagt fram til­lögu um að efnt skuli til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um áfram­hald­andi aðild­ar­við­ræður við ESB fyrir lok árs. „Auð­vitað þarf að efna til opinn­ar, fræð­andi og mál­efna­legrar umræðu. Leiði sú afstaða í ljós að farið skuli af stað í aðild­ar­við­ræður skal það gert alger­lega óháð því hvað ein­stökum þing­mönnum eða flokkum finnst um þá afstöð­u.“

Mis­tök að bera ákvörð­unin ekki undir þjóð­ina á sínum tíma

Þór­unn hóf sína ræðu á því að nefna fyrr­nefnda til­lögu Pírata, Sam­fylk­ing­ar­innar og Við­reisn­ar. „Eins og allir hér vita sam­þykkti Alþingi árið 2009 að hefja aðild­ar­við­ræður við ESB. Þá var sú ákvörðun ekki borin undir þjóð­ina og ég ætla að fá að segja það hér að ég er sam­mála hæst­virtum for­sæt­is­ráð­herra sem sagði úr þessum ræðu­stóli í gær að það hefðu verið mis­tök að gera það ekki þá.“

Hún sagð­ist þó ekki draga sömu álykt­anir aðrar af stöð­unni eins og for­sæt­is­ráð­herra. „Al­þingi Íslend­inga á að treysta kjós­endum fyrir þess­ari ákvörðun og bera undir þá í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu hvort taka eigi upp þráð­inn í aðild­ar­við­ræð­unum við Evr­ópu­sam­band­ið. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla myndi rjúfa kyrr­stöð­una sem ríkt hefur í Evr­ópu­málum í tæp­lega ára­tug hér á land­i.“

Hvað er að óttast?

Benti Þór­unn á að Alþingi hefði aldrei sam­þykkt til­lögu um að draga aðild­ar­um­sókn­ina til baka og að fram­kvæmda­stjórn ESB liti svo á að við­ræð­unum hefði aldrei verið slitið þrátt fyrir bréfa­skrif þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra Gunn­ars Braga Sveins­son­ar.

„Það er því hægur vandi að taka upp þráð­inn í við­ræð­un­um. Hvers vegna skyldu rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir ótt­ast það svo mjög að spyrja þjóð­ina hvort við eigum að halda áfram og taka upp þráð­inn í aðild­ar­við­ræð­un­um? Hvað er að óttast? Hvers vegna eru stjórn­ar­flokk­arnir fastir í for­tíð og kyrr­stöðu í Evr­ópu­mál­unum þegar fram­tíðin blasir við og allar þjóðir í Evr­ópu eru að end­ur­skoða í grund­vall­ar­at­riðum örygg­is­hags­munir sína og þjóð­ar­hags­munir sína, og nægir að nefna Þýska­land, Sví­þjóð og Finn­land í því efn­i?“­spyr hún.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent