Hollywood-leikarinn Russell Crowe, sem er með 1,6 milljónir fylgjenda á Twitter, kveikti væntinganeista hjá stuðningsmönnum enska knattspyrnufélagsins Leeds United þegar hann gaf í skyn á Twitter að hann hefði áhuga á því að koma að kaupum á félaginu. Þetta fornfræga félag hefur átt í miklum fjárhagserfiðleikum undanfarin ár og hefur ekki tekist að byggja upp sterkt lið. Það er nú í 14. sæti Championship deildarinnar, það er næst efstu deildar.
Andrew Umbers, stjórnarformaður Leeds, segir félagið ekki vera til sölu en stuðningsmenn Leeds, í þúsundatali, hafa hvatt Crowe til þess að koma félaginu til bjargar.
Svo virðist sem litlar líkur séu á því að Crowe muni kaupa félagið, en ljóst er þó að hann er undir miklum þrýstingi um að gera slíkt. Í það minnsta á internetinu.
“@Samwild90: @russellcrowe please buy leeds. In need of help!!” Anybody else think this is a good idea?
— Russell Crowe (@russellcrowe) February 25, 2015