Eftir verstu markaðsviku í Bandaríkjunum í meira en þrjú ár, þar sem rauðar tölur lækkunar sáust dag eftir dag, varð skörp hækkun á hlutabréfum í dag. Þannig hækkaði vísitala Nasdaq um 2,4 prósent sem telst mikil hækkun á einum degi. Þetta er mesta dagshækkun á hlutabréfum í Bandaríkjunum síðan í janúar 2013, samkvæmt fréttum Wall Street Journal.
Hækkunina má rekja til góðra viðtaka fjárfesta á nýjungum frá Apple, og síðan yfirlýsinga Seðlabanka Evrópu um að hugsanlega muni bankinn fara að kaupa fyrirtækjaskuldabréf í Evrópu, til að aðstoða fyrirtæki. Hagtölur í Evrópu hafa valdið miklum áhyggjum hjá fjárfestum upp á síðkastið, ekki síst þar sem hagvöxtur mælist lítill sem enginn í augnablikinu, og útflutningsgeirinn hefur ekki verið að ná sér eins og vonir stóðu til um.