RÚV og Kjarninn njóta mest trausts á meðal háskólafólks

Kjarninn.logo_.png
Auglýsing

Kjarn­inn er sá fjöl­mið­ill í einka­eigu sem nýtur mest trausts á meðal háskóla­manna. Ein­ungis Rík­is­út­varpið (RÚV) nýtur meira trausts innan þess hóps en Kjarn­inn. Traust til ann­arra miðla reynd­ist langtum minna en sjá má í sams konar könn­unum sem MMR hefur gert meðal almenn­ings. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðu­stöðum nýrrar könn­unar Björns Gísla­sonar um við­horf háskóla­fólks til þátt­töku í opin­berri umræðu á vett­vangi fjöl­miðla. Ítar­legra er greint frá nið­ur­stöð­unum í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Könn­unin var send á um 750 manns sem starfa innan háskól­anna á Íslandi og var svar­hlut­fall um 40 pró­sent.

 

konnun

Auglýsing

Af þeim sem svör­uðu sögð­ust 91,96 pró­sent bera mikið traust til hljóð­varps Rík­is­út­varps­ins og 78,62 pró­sent treystu sjón­varps­hluta Rík­is­út­varps­ins vel. Af einka­miðl­unum ríkir mest traust á meðal háskóla­manna til Kjarn­ans, en 34,4 pró­sent treysta honum mik­ið. Það er umtals­vert hærra hlut­fall en sem treystir rót­grónum dag­blöðum á borð við Morg­un­blað­ið, Frétta­blaðið og Við­skipta­blað­ið. Fáir háskóla­menn treysta DV, miðlum Vef­press­un­ar, ÍNN óg útvarpi Sögu.

Í könn­un­inni var einnig spurt um van­traust til fjöl­miðla. Sá mið­ill sem minnst van­traust er gagn­vart er hljóð­varp Rík­is­út­varps­ins, en ein­ungis 1,05 pró­sent van­treysta því. Í öðru sæti yfir minnst van­traust er Kjarn­inn, ein­ungis 3,9 pró­sent háskóla­manna van­treysta hon­um. Það er miklu lægra hlut­fall en hjá dag- og viku­blöðum lands­ins. Mest van­traust var gagn­vart Útvarpi Sögu og DV. Yfir 60 pró­sent svar­enda van­treysti þessum miðl­um.

Rit­stjórn Kjarn­ans fagnar því trausti sem henni er sýnt og nið­ur­stöður könn­un­ar­innar hvetja hana áfram til góðra verka.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None