RÚV og Kjarninn njóta mest trausts á meðal háskólafólks

Kjarninn.logo_.png
Auglýsing

Kjarn­inn er sá fjöl­mið­ill í einka­eigu sem nýtur mest trausts á meðal háskóla­manna. Ein­ungis Rík­is­út­varpið (RÚV) nýtur meira trausts innan þess hóps en Kjarn­inn. Traust til ann­arra miðla reynd­ist langtum minna en sjá má í sams konar könn­unum sem MMR hefur gert meðal almenn­ings. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðu­stöðum nýrrar könn­unar Björns Gísla­sonar um við­horf háskóla­fólks til þátt­töku í opin­berri umræðu á vett­vangi fjöl­miðla. Ítar­legra er greint frá nið­ur­stöð­unum í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Könn­unin var send á um 750 manns sem starfa innan háskól­anna á Íslandi og var svar­hlut­fall um 40 pró­sent.

 

konnun

Auglýsing

Af þeim sem svör­uðu sögð­ust 91,96 pró­sent bera mikið traust til hljóð­varps Rík­is­út­varps­ins og 78,62 pró­sent treystu sjón­varps­hluta Rík­is­út­varps­ins vel. Af einka­miðl­unum ríkir mest traust á meðal háskóla­manna til Kjarn­ans, en 34,4 pró­sent treysta honum mik­ið. Það er umtals­vert hærra hlut­fall en sem treystir rót­grónum dag­blöðum á borð við Morg­un­blað­ið, Frétta­blaðið og Við­skipta­blað­ið. Fáir háskóla­menn treysta DV, miðlum Vef­press­un­ar, ÍNN óg útvarpi Sögu.

Í könn­un­inni var einnig spurt um van­traust til fjöl­miðla. Sá mið­ill sem minnst van­traust er gagn­vart er hljóð­varp Rík­is­út­varps­ins, en ein­ungis 1,05 pró­sent van­treysta því. Í öðru sæti yfir minnst van­traust er Kjarn­inn, ein­ungis 3,9 pró­sent háskóla­manna van­treysta hon­um. Það er miklu lægra hlut­fall en hjá dag- og viku­blöðum lands­ins. Mest van­traust var gagn­vart Útvarpi Sögu og DV. Yfir 60 pró­sent svar­enda van­treysti þessum miðl­um.

Rit­stjórn Kjarn­ans fagnar því trausti sem henni er sýnt og nið­ur­stöður könn­un­ar­innar hvetja hana áfram til góðra verka.

Meira úr sama flokkiInnlent
None