SÁÁ sagðist vanta 450 milljónir til að þjónusta verði ekki skert 2023 en fær 120 milljónir

Í fjárlagafrumvarpinu átti að skerða framlög til SÁÁ um 98 milljónir króna. Í umsögn samtakanna kom fram að það myndi fela í sér að 270 færri gætu lagst inn á Vog og minnst 160 sjúk­lingar myndu ekki fá lyfja­með­ferð á göngu­deild við ópíóðafíkn.

Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, skrifaði undir umsögn samtakanna í haust.
Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ, skrifaði undir umsögn samtakanna í haust.
Auglýsing

Í breyt­ing­ar­til­lögum meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar, sem sam­anstendur af nefnd­ar­mönnum stjórn­ar­flokk­anna, er lagt til að SÁÁ fái 120 milljón króna tíma­bundið við­bótar fram­lag til almenns rekst­urs á árinu 2023. 

Það dugar ekki til að við­halda þeim rekstri sem stund­aður er á með­ferð­ar­sviði SÁÁ miðað við umsögn sam­tak­anna um fjár­laga­frum­varpið sem lögð var fram í haust. Þar kom fram að halla­rekstur á rekstr­inum verði 450 millj­­ónir króna á næsta ári, 100 millj­­ónum meiri en áætlað er í ár, miðað við þá áætluð fram­lög frá hinu opin­bera. Þær 120 millj­ónir króna sem bæta á við skilja enn eftir 330 millj­óna króna halla­rekstur hjá SÁÁ á næsta ári miðað við þessar for­send­ur. 

Í fjár­laga­frum­varp­inu kom fram að fjár­­fram­lög til SÁÁ, sem sinna stærstum hluta fíkni­með­ferða á Íslandi, áttu að lækka um 98 millj­ónir króna milli ára og verða 1.331 millj­ónir króna á árinu 2023. Sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun á jafn há upp­hæð að renna til sam­tak­anna úr rík­is­sjóði á árunum 2024 og 2025. 

Með­­­ferð­­ar­­svið SÁÁ hefur áður óskað eftir leið­rétt­ingu á rekstr­­ar­grunni samn­ingu um heil­brigð­is­­þjón­­ustu sem með­­­ferð­­ar­­svið SÁÁ sinn­­ir. Í umsögn SÁÁ um fjár­­laga­frum­varpið í haust sagði að rekstr­­ar­grunn­­ur­inn væri nú þegar van­fjár­­­magn­aður um 300 millj­­ónir króna. Hall­inn stefndi í að verða 350 millj­­ónir króna fyrir árið í ár og 450 millj­­ónir króna á næsta ári.

Auglýsing
Í umsögn­inni, sem Anna Hildur Guð­munds­dóttir for­maður SÁÁ, skrif­aði und­ir, sagði að ef ekk­ert myndi breyt­ast gæti „slíkur halli ekki annað en leitt til umfangs­­mik­illar skerð­ingar á þjón­ust­u.“

160 sjúk­lingar myndu ekki fá með­ferð við ópíópafíkn

Skerð­ingar á þjón­­ustu myndi, miðað við þá fjár­muni sem áttu að renna til SÁÁ sam­kvæmt upp­haf­legu fjár­laga­frum­varpi, meðal ann­ars fel­ast í 270 færri inn­­lögnum á Sjúkra­­húsið Vog og minnst 160 sjúk­l­ingar myndu ekki fá lyfja­­með­­­ferð á göng­u­­deild við ópíóða­fíkn. Núgild­andi samn­ingur um lyfja­­með­­­ferð við ópíóíða­fíkn er tak­­mark­aður við 90 ein­stak­l­inga og í umsögn­inni sagði SÁÁ nauð­­syn­­legt að bregð­­ast við með­­­ferð­­ar­þörf­inni sem telur um 250 ein­stak­l­inga.

Yfir 200 manns voru í haust í gagn­­reyndri lyfja­­með­­­ferð við ópíóða­fíkn, með­­­ferð sem dregur úr fíkn og frá­hvörfum og er lífs­­bjarg­andi fyrir alvar­­legri ópíóða­fíkn, að því er fram kom í við­tali við Val­­gerði Rún­­­ar­s­dótt­­ur, for­­stjóra Vogs og fram­­kvæmda­­stjóra lækn­inga, í Lækna­­blað­inu í októ­ber.

Sum­ar­lok­anir mögu­legar

Í umsögn SÁÁ í haust sagði að skerð­ingin myndi einnig leiða til sum­ar­lokanna að nýju. Síð­­ast­liðið sumar voru 2.800 komur á göng­u­­deild í 14 mis­­mun­andi með­­­ferð­­ar­úr­ræði auk 752 við­tala. Auk þess fengu 193 inniliggj­andi sál­­fé­lags­­lega með­­­ferð á Vík en sér­­stak­­lega var safnað fyrir því að geta haldið með­­­ferð­­ar­­stöð­inni í Vík opinni í sumar til að tryggja með­­­ferð­­ar­­sam­­fellu út árið.

Heils­árs opnun göng­u­­deildar í ár byggir einnig á sér­­stakri fjár­­öflun þar sem núgild­andi samn­ingar duga ekki til þess. Göng­u­­deildin er fyrsti við­komu­­staður í með­­­ferð við fíkn­i­­sjúk­­dómum og þar er boðið upp á sam­­bæri­­lega með­­­ferð og fram fer á Vogi fyrir þá sem hent­­ar.

Efl­ing göng­u­­deild­­ar­­þjón­­ustu er hluti af aðgerðum sem SÁÁ hefur gripið til í þeim til­­­gangi að vernda núver­andi þjón­­ustu og mæta sívax­andi þjón­ust­u­þörf með fíkn­i­­sjúk­­dóm. Í umsögn SÁÁ sagði að þróa þurfi úrræði sem miða að því að mæta betur þörfum ein­stak­l­inga eftir fyrsta mánuð í með­­­ferð. Einnig er mik­il­vægt að hægt sé að sinna fjöl­breytt­­ari þjón­­ustu í göng­u­­deild sem stuðlar að betri geð­heilsu og heild­rænum bakslags­vörnum með fjöl­breyttu teymi heil­brigð­is­­starfs­­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent