Sælgætisát og gosdrykkja yfir íslenska landsliðinu

handbolti.jpg
Auglýsing

Það reynir á nýlega strengd ára­móta­heit margra í vik­unni, þegar íslenska karla­lands­liðið í hand­bolta hefur leik á Heims­meist­ara­mót­inu í Kat­ar. Leikir liðs­ins eru með allra vin­sælasta sjón­varps­efni og mæld­ist áhorf á leiki liðs­ins á Evr­ópu­mót­inu í jan­úar 2014 á bil­inu 38 til 48 pró­sent, sam­kvæmt fjöl­miðla­rann­sókn Capacent. Ein­göngu Eurovision söngvakeppnin og ára­mótaskaupið draga fleiri að skjánum en leiki hand­boltalands­liðs­ins. Fyrsti leikur liðs­ins á HM er gegn Svíum í dag, föstu­dag.

Vin­sæl­asti stað­ur­inn á heim­il­inu til þess að japla á sæl­gæti og drekka sykraða drykkir er fyrir framan sjón­varp­ið, og því hætt við því að neyslan auk­ist þegar vin­sælt efni er á dag­skrá. Slíkt er vel þekkt, meðal ann­ars í Banda­ríkj­unum þar sem neysla hefur ávallt auk­ist í kringum einn stærsta sjón­varps­við­burð þar í landi, Super Bowl úrslita­leik­inn í amer­ískum fót­bolta. En hversu miklu eyða íslensk heim­ili í inn­kaup á sæl­gæti og gos­drykkj­um?

Auglýsing

Neyslu­út­gjöld heim­il­anna til kaupa á sæl­gæti og gos­drykkjum |Create infograp­hicsNýj­ustu tölur Hag­stof­unnar eru fyrir árin 2010 til 2012. Gögnin eru hluti af rann­sókn Hag­stof­unnar á útgjöldum heim­il­anna en hún hefur verið gerð frá árinu 2000 og birt á þriggja ára fresti. Árlega fer sam­tals 2,7% neysl­út­gjalda heim­il­anna í syk­ur, súkkulaði, sæl­gæti, godrykki, safa og vatn. Í töfl­unni má sjá hver útgjöldin eru að með­al­tali á mán­uði, færð á verð­lag árs­ins 2014, eftir heim­ils­gerð. Það má spyrja sig hvort neyslan verði meiri þennan jan­ú­ar­mánuð en aðra mán­uði árs­ins, þegar leikir lands­liðs­ins eru á dag­skrá.

Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Fyrsti þátt­ur­inn var á dag­skrá fimmtu­dag­inn 15. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None