Sænskt fyrirtæki ætlar að bjarga fjölmiðlunum með því að leysa greiðsluvanda þeirra

klarna.jpg
Auglýsing

Sænska greiðslu­fyr­ir­tækið Klarna telur sig hafa fundið upp tól sem hjálpi fjöl­miðl­um, sem háð hafa mikla varn­ar­bar­áttu fyrir til­veru sinni á und­an­förnum árum vegna lægri tekna og sífellt minnk­andi notk­unar á hefð­bundum fjöl­miðlum á borð við dag­blöð, að færa sig yfir á hið staf­ræna form án þess að tapa sölu- eða áskrift­ar­tekj­um. Frá þessu er greint á vef Business Insider.

Helsta vara Klarna er greiðslu­hnappur sem hver sem er getur sett á síð­una sína. Kaup­endur þurfa ein­ungis að ýta á hnapp­inn, setja inn tölvu­póst­fang og póst­núm­er, og þá geta þeir keypt vör­una sem þeir vilja eign­ast með einu klikki. Kaup­and­inn fær síðar tölvu­póst frá Klarna þar sem hann er beð­inn um greiðslu­upp­lýs­ing­ar.

Klarna man síðan eftir tölv­unni þinni, snjall­sím­anum eða töfl­unni sem þýðir að ein­ungis þarf að fylla út upp­lýs­ing­arnar einu sinni. Í næsta skipti sem keypt er vara þá nægir að ýta einu sinni á hnapp­inn til að ljúka kaup­un­um.

Auglýsing

Vakið mikla athygli fjár­festaÞessi hug­mynd Klarna, fyr­ir­tækis sem var stofnað 2005, hefur þegar vakið mikla athygli fjár­festa. Fyr­ir­tæk­inu hefur tek­ist að safna um millj­arði dala, um 132 millj­örðum króna, í hluta­fé. Á meðal fjár­festa er hinn frægi fjár­fest­inga­sjóður Seqoia Capital, sem fjár­magn­aði meðal ann­ars PayPal á tíunda ára­tugnum og á  hlut í hinu íslenska Plain Vanilla.

Í dag fer um 30 pró­sent af öllum net­greiðslum innan Sví­þjóðar í gegnum Klarna. Í fyrra voru um níu millj­arðar dal­ir, um 1.200 millj­arðar króna, greiddir í gegnum þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.

Þótt Klarna hafi fyrst og síð­ast þjón­u­stað verslun á net­inu fram til þessa telja stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins að þjón­ustan þeirra geti líka gagn­ast fjöl­miðla­geir­anum til að end­ur­heimta mögu­leikan á því að rukka fyrir efni.

Klarna og Bonnier AB, stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki Norð­ur­landa, hafa hafið sam­starf með það fyrir augum að bjóða les­endum net­miðla upp á auð­veld­ari og ein­fald­ari leiðir til að nálg­ast grein­ar.

Niklas Adal­berth, annar stofn­enda Klarna, sagði við Business Insider að í dag séu allir í fjöl­miðla­geir­anum að reyna að neyða les­endur inn í flókin áskrift­ar­kerfi. Það sé ekki það sem fólk vill.

Hjálpa til við að bjarga fjöl­miðla­geir­anumSem stend­ur ­geta les­endur sem fara inn á valdar net­síður á vegum Bonnier AB borgað eina evru, 148 krón­ur, fyrir svo­kall­aðan „dag­passa“ sem veitir þeim aðgang að öllum grein­um. Bráð­lega verður einnig hægt að kaupa stakar greinar fyrir lágar upp­hæð­ir.

Klarna og Bonnier eru ekki fyrstu fyr­ir­tækin sem fara í sam­starf við að reyna að leysa greiðslu­vanda­mál fjöl­miðla­geirans. The New York Times, Wall Street Journal og The Was­hington Post hafa öll farið í sam­starf með hol­lensku fyr­ir­tæki sem heitir Blendle um að bjóða upp á örgreiðslur fyrir aðgang að grein­um.

Adel­breth telur hins vegar að tækni Klarna sé betri. Ástæðan sé sú að les­endur þurfa hvorki að ná sér í app né skrá sig áður en það fær aðgang að grein­un­um.

Til stendur að lausnin verði sett í loftið á öllum síðum á vegum Bonnier AB sem vilji er fyrir að rukka um aðgang að í júní. Í fram­hald­inu ætlar Klarna að kynna tækni sína fyrir öðrum fjöl­miðla­fyr­ir­tækjum víðs­vegar um heim­inn.

Adel­breth telur að lausn Klarna sé frá­bær. „Allir sem við kynnum hana fyrir segja, „Vá, þið eruð að hjálpa til við að bjarga fjöl­miðla­geir­an­um“.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None