Sæstrengur frá Noregi til Bretlands - lengsti strengur í heimi

h_51794677-1.jpg
Auglýsing

Sæstrengur verður lagður frá Kvill­dal í Nor­egi, sem er í Roga­landi, og til Blyth í Bret­landi. National Grid í Bret­landi, sem er opin­bert fyr­ir­tæki um orku­mann­virki, og Statnett í Nor­egi, sam­bæri­legt fyr­ir­tæki þar í landi, hafa samið um sæstreng­inn sem verður 730 kíló­metra lang­ur. Samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir í breska sendi­ráð­inu í Osló í gær.

Fyr­ir­tækin tvö hafa svipað verk­efni og Lands­net hefur hér á landi.

Sæstreng­ur­inn mun geta afka­stað 1.400 mega­vött af raf­magni og er stefnt að því að hann muni útvega 750 þús­und heim­ilum í Bret­landi vist­væna orku þegar hann er til­bú­inn. Heild­ar­kostn­aður er um tveir millj­arðar evra, eða um 300 millj­arðar króna, að því er fram kemur í The Guar­dian. Til sam­an­burðar þá er Kára­hnjúka­virkjun 690 mega­vött.

Auglýsing

Streng­ur­inn verður lengsti neð­an­sjáv­ar­sæ­strengur í heim­in­um, sem flytja mun raf­orku, og er ætlað að vinna að vist­vænu orku­kerfi fyrir Bret­land til fram­tíðar lit­ið.

Norð­menn hafa þegar hrint í fram­kvæmd metn­að­ar­fullum áformum um lagn­ingu sæstrengja til Evr­ópu, ekki síst vegna góðrar reynslu af strengnum sem lagður var milli Nor­egs og Hollands.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hefur sett fram til­mæli til aðild­ar­ríkja sam­bands­ins þess efnis að þau efli sam­teng­inar flutn­ings­kerfa raf­orku, m.a. með auk­inni upp­bygg­ingu sæstrengja. Árið 2020 er hverju aðild­ar­ríki ætlað að búa að flutn­ings­getu til ann­arra ríkja á sem svarar a.m.k. tíu pró­sent allrar raf­orku sem fram­leidd er í land­inu. Þess­ari stefnu er m.a. ætlað að efla orku­ör­yggi og bæta nýt­ingu raf­orku­kerfa, og minnka þar með þörf­ina á að auka vinnslu­getu raf­orku með virkj­unum eða öðrum raf­orku­ver­um.

Hér má sjá hvernig strengurinn mun liggja milli Noregs og Bretlands. Mynd: Guardian. Hér má sjá hvernig streng­ur­inn mun liggja milli Nor­egs og Bret­lands. Mynd: Guar­di­an.

Tólf núver­andi aðild­ar­ríkja ESB upp­fylla ekki þessar kröfur í dag, m.a. Bret­land og Írland. Ætla má að þessar kröf­ur, auk kröf­unnar um auk­inn hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa og aukið orku­ör­yggi, skýri þann áhuga sem bresk stjórn­völd hafa sýnt á teng­ingu um sæstreng við önnur ríki, þar á meðal Noreg og Ísland.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None