Sæstrengur frá Noregi til Bretlands - lengsti strengur í heimi

h_51794677-1.jpg
Auglýsing

Sæstrengur verður lagður frá Kvill­dal í Nor­egi, sem er í Roga­landi, og til Blyth í Bret­landi. National Grid í Bret­landi, sem er opin­bert fyr­ir­tæki um orku­mann­virki, og Statnett í Nor­egi, sam­bæri­legt fyr­ir­tæki þar í landi, hafa samið um sæstreng­inn sem verður 730 kíló­metra lang­ur. Samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir í breska sendi­ráð­inu í Osló í gær.

Fyr­ir­tækin tvö hafa svipað verk­efni og Lands­net hefur hér á landi.

Sæstreng­ur­inn mun geta afka­stað 1.400 mega­vött af raf­magni og er stefnt að því að hann muni útvega 750 þús­und heim­ilum í Bret­landi vist­væna orku þegar hann er til­bú­inn. Heild­ar­kostn­aður er um tveir millj­arðar evra, eða um 300 millj­arðar króna, að því er fram kemur í The Guar­dian. Til sam­an­burðar þá er Kára­hnjúka­virkjun 690 mega­vött.

Auglýsing

Streng­ur­inn verður lengsti neð­an­sjáv­ar­sæ­strengur í heim­in­um, sem flytja mun raf­orku, og er ætlað að vinna að vist­vænu orku­kerfi fyrir Bret­land til fram­tíðar lit­ið.

Norð­menn hafa þegar hrint í fram­kvæmd metn­að­ar­fullum áformum um lagn­ingu sæstrengja til Evr­ópu, ekki síst vegna góðrar reynslu af strengnum sem lagður var milli Nor­egs og Hollands.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hefur sett fram til­mæli til aðild­ar­ríkja sam­bands­ins þess efnis að þau efli sam­teng­inar flutn­ings­kerfa raf­orku, m.a. með auk­inni upp­bygg­ingu sæstrengja. Árið 2020 er hverju aðild­ar­ríki ætlað að búa að flutn­ings­getu til ann­arra ríkja á sem svarar a.m.k. tíu pró­sent allrar raf­orku sem fram­leidd er í land­inu. Þess­ari stefnu er m.a. ætlað að efla orku­ör­yggi og bæta nýt­ingu raf­orku­kerfa, og minnka þar með þörf­ina á að auka vinnslu­getu raf­orku með virkj­unum eða öðrum raf­orku­ver­um.

Hér má sjá hvernig strengurinn mun liggja milli Noregs og Bretlands. Mynd: Guardian. Hér má sjá hvernig streng­ur­inn mun liggja milli Nor­egs og Bret­lands. Mynd: Guar­di­an.

Tólf núver­andi aðild­ar­ríkja ESB upp­fylla ekki þessar kröfur í dag, m.a. Bret­land og Írland. Ætla má að þessar kröf­ur, auk kröf­unnar um auk­inn hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa og aukið orku­ör­yggi, skýri þann áhuga sem bresk stjórn­völd hafa sýnt á teng­ingu um sæstreng við önnur ríki, þar á meðal Noreg og Ísland.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca kærir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur kært Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None