Sæstrengur frá Noregi til Bretlands - lengsti strengur í heimi

h_51794677-1.jpg
Auglýsing

Sæstrengur verður lagður frá Kvill­dal í Nor­egi, sem er í Roga­landi, og til Blyth í Bret­landi. National Grid í Bret­landi, sem er opin­bert fyr­ir­tæki um orku­mann­virki, og Statnett í Nor­egi, sam­bæri­legt fyr­ir­tæki þar í landi, hafa samið um sæstreng­inn sem verður 730 kíló­metra lang­ur. Samn­ing­arnir voru und­ir­rit­aðir í breska sendi­ráð­inu í Osló í gær.

Fyr­ir­tækin tvö hafa svipað verk­efni og Lands­net hefur hér á landi.

Sæstreng­ur­inn mun geta afka­stað 1.400 mega­vött af raf­magni og er stefnt að því að hann muni útvega 750 þús­und heim­ilum í Bret­landi vist­væna orku þegar hann er til­bú­inn. Heild­ar­kostn­aður er um tveir millj­arðar evra, eða um 300 millj­arðar króna, að því er fram kemur í The Guar­dian. Til sam­an­burðar þá er Kára­hnjúka­virkjun 690 mega­vött.

Auglýsing

Streng­ur­inn verður lengsti neð­an­sjáv­ar­sæ­strengur í heim­in­um, sem flytja mun raf­orku, og er ætlað að vinna að vist­vænu orku­kerfi fyrir Bret­land til fram­tíðar lit­ið.

Norð­menn hafa þegar hrint í fram­kvæmd metn­að­ar­fullum áformum um lagn­ingu sæstrengja til Evr­ópu, ekki síst vegna góðrar reynslu af strengnum sem lagður var milli Nor­egs og Hollands.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) hefur sett fram til­mæli til aðild­ar­ríkja sam­bands­ins þess efnis að þau efli sam­teng­inar flutn­ings­kerfa raf­orku, m.a. með auk­inni upp­bygg­ingu sæstrengja. Árið 2020 er hverju aðild­ar­ríki ætlað að búa að flutn­ings­getu til ann­arra ríkja á sem svarar a.m.k. tíu pró­sent allrar raf­orku sem fram­leidd er í land­inu. Þess­ari stefnu er m.a. ætlað að efla orku­ör­yggi og bæta nýt­ingu raf­orku­kerfa, og minnka þar með þörf­ina á að auka vinnslu­getu raf­orku með virkj­unum eða öðrum raf­orku­ver­um.

Hér má sjá hvernig strengurinn mun liggja milli Noregs og Bretlands. Mynd: Guardian. Hér má sjá hvernig streng­ur­inn mun liggja milli Nor­egs og Bret­lands. Mynd: Guar­di­an.

Tólf núver­andi aðild­ar­ríkja ESB upp­fylla ekki þessar kröfur í dag, m.a. Bret­land og Írland. Ætla má að þessar kröf­ur, auk kröf­unnar um auk­inn hlut end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa og aukið orku­ör­yggi, skýri þann áhuga sem bresk stjórn­völd hafa sýnt á teng­ingu um sæstreng við önnur ríki, þar á meðal Noreg og Ísland.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None