Þótt það átti sig ekki allir á hvaða hljómsveit Chumbawamba var þá hafa líkast til flestir sem voru með aldur til að komast inn á skemmtistaði undir lok síðustu aldar dansað og sungið með ofursmellinum Tubthumping mun oftar þeir kæra sig um að muna eftir. Eða heyrt hann þegar þeir spiluðu FIFA World Cup ´98 tölvuleikinn af áfergju, þar sem lagið lék stórt hlutverk.
https://www.youtube.com/watch?v=RTjC6rxHz8g
Það sem fæstir vita er að á bakvið þetta eins smells undur er stórmerkileg saga um anarkista, aðgerðarsinna og hústökufólk sem höfðu verið að í tæpa tvo áratugi áður en þeir slógu allt í einu í gegn með þessu óvænta, og að mati margra óþolandi, popplagi.
Nú ætlar Dunstan Bruce, fyrrum forsprakki sveitarinnar, að gera heimildarmynd um hina ósögðu sögu Chumbawamba. Myndin heitir auðvitað „I Get Knocked Down“ eftir frægustu línunni úr Tubthumping. Og hann er þegar búinn að safna fyrir henni á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.
Gáfu mest alla peninganna sína
Í kynningarmyndbandi vegna söfnunarinnar segir Bruce frá því að þótt flestir muni einungis eftir honum sem söngvaranum með aflitaða hárið, maskarann og eyrnahringina sem sem söng „I get knocked down/But I get up again/You're never going to keep me down“. Hann segir þó að velgengni þess lags hafi einungis verið toppurinn á mjög stórum ísjaka sem sé stórkostlega fyndin saga Chumbawamba sem hófst upp úr 1980 og lauk ekki fyrr en árið 2012.
https://d2pq0u4uni88oo.cloudfront.net/projects/1844056/video-555482-h264_high.mp4
Bruce lofar stórskemmtilegri niðurstöðu nái hann að gera myndina. Það er nefnilega að mörgu að taka hjá Chumbawamba sem fólk hefur almennt enga hugmynd um. Til dæmis sagan á bakvið það þegar hljómsveitarmeðlimir helltu vatni yfir ráðherra Verkamannaflokksins á Brit-verðlaunahátíðinni 1998, háfu nánast alla peninganna sem þeir græddu þegar frægðarsól þeirra steig hæst til að fjármagna allskyns andóf og höfnuðu 1,5 milljón dala tilboði frá Nike, sem vildi nota lagið fræga í auglýsingu, 30 sekúndum eftir að það var sett fram.
Meðlimir Chumbawamba helltu vatni yfir John Prescott á Brit-verðlaunahátíðinni árið 1998.
Bruce er þegar búin að ná því markmiði sínu að safna 40 þúsund pundum í gegnum Kickstarter. Alls hafa, þegar þetta er skrifað, tæplega 1.200 manns samþykkt að láta fé renna til verkefnisins. Og enn er tími til að bæta við þar sem söfnunin klárast ekki fyrr en á morgun.