Sakar Jón Gunnarsson um óeðlileg afskipti af skuldamáli bakhjarls

Screen-Shot-2014-12-05-at-15.25.51.png
Auglýsing

Þór Jóns­son, upp­lýs­inga­full­trúi fjár­mögn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Lýs­ing­ar, gagn­rýnir Jón Gunn­ars­son, þing­mann Sjálf­stæð­is­flokks og for­mann atvinnu­vega­nefndar Alþing­is, harð­lega fyrir afskipti af skulda­máli verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Fjarð­ar­grjóts í aðsendri grein á Press­unni í dag.

Eins og Kjarn­inn greindi fyrstur frá á föstu­dag, hafði Jón Gunn­ars­son ítrekuð afskipti af skulda­máli Fjarð­ar­grjóts gagn­vart Lýs­ingu, að því er fram kom í ræðu þing­manns­ins á fimmtu­dag­inn. Verk­taka­fyr­ir­tækið styrkti fram­boð þing­manns­ins í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Suð­vest­ur­kjör­dæmi í fyrra um fimm­tíu þús­und krón­ur.

Í júlí stað­festi Hæsti­réttur Íslands úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­ness, þar sem Lýs­ingu var heim­ilað að fá ell­efu vinnu­vélar og einn fólks­bíl, auk ann­arra tækja, tekin með beinni aðfar­ar­að­gerð úr vörslu Fjarð­ar­grjóts. Fyr­ir­tækin gerðu með sér kaup­leigu­samn­inga, með ólög­mætri geng­is­trygg­ingu, vegna tækj­anna, sem verk­taka­fyr­ir­tækið efndi ekki sökum deilna um end­ur­út­reikn­inga á samn­ing­un­um. Lýs­ing rifti samn­ing­unum í byrjun októ­ber 2012, en þá námu van­skil Fjarð­ar­grjóts gagn­vart Lýs­ingu tæpum 65 millj­ónum króna.

Auglýsing

Segir Lýs­ingu hafa unnið sam­kvæmt samn­ings­bundnu mati



Í ræðu sinni gerði þing­mað­ur­inn Jón Gunn­ars­son athuga­semd við mat Lýs­ingar á verð­mæti tækj­anna. Lýs­ing hefði metið tækin á 46 millj­ónir króna, sem svo hafi verið seld fyrir 73 millj­ónir á nauð­ung­ar­upp­boði. Jón sagði mark­aðs­verð­mæti þeirra um 120 millj­ónir króna sam­kvæmt mati „lög­giltra sala slíkra tækja.“ Þá sagði Jón í ræðu sinn­i: „Þetta er auð­vitað mjög slá­andi dæmi. […] Ég gerði ítrek­aðar til­raunir í síð­ustu viku og síð­ustu tíu daga, til þess að ná sam­bandi við for­ystu­menn Lýs­ing­ar, til þess að fá á þessu skýr­ing­ar, og satt best að segja fékk ég engin svör við því, þrátt fyrir að hafa talað þar við fleiri en einn starfs­mann og lagt inn skila­boð og sent tölvu­pósta til þess að ítreka mál mitt.“

Í áður­nefndri grein skrifar upp­lýs­inga­full­trúi Lýs­ing­ar: „Fram hefur komið í fréttum að jarð­vinnslu­fyr­ir­tækið gerð­ist fjár­hags­legur bak­hjarl þing­manns­ins á sama tíma og það lét undir höfuð leggj­ast að greiða af samn­ingum sínum við Lýs­ingu. Hefur hann ásamt SI (Sam­tökum iðn­að­ar­ins) dregið í efa heim­ildir Lýs­ingar til að tak­marka tjón sitt og hamla frek­ari skerð­ingu á stjórn­ar­skrár­vörðum eign­ar­rétti félags­ins með því að meta tækin í sam­ræmi við umsamda upp­gjörs­skil­mála. Er gefið í skyn að Lýs­ingu hafi borið skylda til að lækka skuldir van­skila­fyr­ir­tæk­is­ins meira en nam mats­verð­inu og vísað í eitt­hvert óskil­greint álit „lög­giltra sala“ því til sönn­un­ar.“

Þór Jóns­son skrifar að á meðal þess sem Lýs­ing semji um við fyr­ir­tæki á borð við Fjarð­ar­grjót, komi til hugs­an­legrar rift­unar samn­inga, sé að félag­inu sé heim­ilt að láta umboðs­að­ila eða aðra til þess bæra mats­menn meta leigumuni til upp­í­t­öku­verðs að teknu til­liti til 15 pró­senta við­bót­araf­falla auk við­gerð­ar­kostn­aðar og sölu­launa upp á 3 pró­sent. Lýs­ing hafi neyðst til að höfða mál til að tryggja eignir sín­ar.

„Jarð­vinnslu­fyr­ir­tækið mót­mælti mati Lýs­ingar og fór fram á upp­boð á eign­un­um. Við því var orð­ið, með athuga­semdum um ástand eign­anna þegar við átti, og fær jarð­vinnslu­fyr­ir­tækið að njóta sölu­verðs­ins á upp­boð­inu að frá­dregnum útlögðum kostn­aði, enda er það hærra en mats­verð­ið. Upp­boðið var óvenju­lega vel sótt og árang­urs­ríkt, en fyr­ir­tækið hafði sjálft aug­lýst það upp. Upp­boðs­verðið var samt sem áður fjarri því mati sem þing­mað­ur­inn og SI leggja til grund­vallar og sýnir best í hve litlum tengslum við raun­veru­leik­ann það er,“ skrifar upp­lýs­inga­full­trúi Lýs­ing­ar.

Sakar þing­mann­inn um óeðli­leg afskipti



Þá gagn­rýnir upp­lýs­inga­full­trúi Lýs­ingar fram­göngu Jóns Gunn­ars­sonar í mál­inu, að hann hafi notað ræðu­stól Alþingis til að vekja athygli á mál­inu, og að hann sem full­trúi lög­gjafa­valds­ins hafi í hyggju að þrýsta á sjálf­stæða eft­ir­lits­stofnun fram­kvæmda­valds­ins til að beita sér í mál­inu. Í þessu sam­bandi er Þór Jóns­son að vísa til ummæla Jóns Gunn­ars­sonar í áður­nefndri ræðu þar sem hann sagð­ist ætla að vísa mál­inu til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Skjáskot tekið af Facebook síðu Jóns Gunnarssonar. Skjá­skot tekið af Face­book síðu Jóns Gunn­ars­son­ar.

„Í ræðu sinni á Alþingi kvart­aði þing­mað­ur­inn m.a. undan því að hafa ekki fengið upp­lýs­ingar hjá Lýs­ingu um mál­ið. Hlýtur hann þó að skilja að fjár­mála­fyr­ir­tæki getur ekki gefið þing­mönnum upp­lýs­ingar um ein­staka við­skipta­vini, þótt þeir séu póli­tískir stuðn­ings­menn þeirra, eða rætt við þá umboðs­laust um með­ferð máls­ins. Auk þess er ekki rétt hjá þing­mann­inum að Lýs­ing hafi ekki svarað boðum hans. Fram­kvæmda­stjóri hjá Lýs­ingu reyndi að ná í hann í síma og sendi honum tölvu­póst eftir að skrif­stofa Alþingis hringdi og bað um að haft yrði sam­band við hann. Starfs­maður þings­ins skil­aði því þá að þing­mað­ur­inn vildi ekki tala við neinn nema for­stjór­ann,“ skrifar Þór Jóns­son í áður­nefndri grein á Press­unni.

„Nú mætti ætla að umboðs­menn almenn­ings og hags­muna­fé­lög á svið­inu brygð­ust ókvæða við skekktri sam­keppn­is­stöðu vegna van­skila af þessu tagi, sem jafn­framt grafa undan mögu­leikum fjöld­ans á hag­stæðri fjár­mögn­un. En það er öðru nær. Heild­ar­hags­munir eru látnir víkja fyrir skamm­tíma sér­hags­mun­um.“

Þá gagn­rýnir upp­lýs­inga­full­trúi Lýs­ingar sömu­leiðis Sam­tök iðn­að­ar­ins fyrir yfir­lýs­ingu sam­tak­anna sem birt­ist á heima­síðu þeirra á fimmtu­dag­inn, þar sem fram kemur gagn­rýni á vinnu­brögð Lýs­ing­ar.

„SI (Sam­tök iðn­að­ar­ins) gáfu Lýs­ingu heldur ekki langan frest til að svara óform­legri fyr­ir­spurn frá lög­fræð­ingi sam­tak­anna um afstöðu til for­dæm­is­gildis nýlegs Hæsta­rétt­ar­dóms áður en gefin var út frétta­til­kynn­ing með ásök­unum á hendur félag­inu. Er þó full ástæða til að vanda svör til þess­ara sam­taka, sem höfðu mótað sér skoðun á dóm­inum og gefið hana út opin­ber­lega sama dag og hann var kveð­inn upp, þrátt fyrir að hafa hlaupið illi­lega á sig áður, þegar mál­efni Lýs­ingar voru til umræðu, og til­kynnt félags­mönnum sínum um for­dæmi dóms, sem Hæsti­réttur stað­festi síðar að væri rang­ur. Sam­tökin hafa ekki séð ástæðu til að skýra frá því á heima­síðu sinni að þau höfðu á röngu að standa, hvatn­ingin til félags­manna þeirra um að hætta að greiða af lög­mætum samn­ingum hafi ekki verið á rökum reist og aðeins valdið hlut­að­eig­andi auknum kostn­að­i.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None