Deutsche Bank orðinn þriðji stærsti kröfuhafi þrotabús Glitnis

000-DV1621009.jpg
Auglýsing

Þýski bankaris­inn Deutsche Bank er skráður eig­andi að kröfum í þrotabú Glitnis upp á 157,1 millj­arð króna að nafn­virði. Það gerir hann að þriðja stærsta kröfu­hafa bank­ans á eftir Burlington Loan Mana­gement, írsku skúffu­fyr­ir­tæki í eigu vog­un­ar­sjóðs­ins Dav­id­son Kempner.

Deutshe Bank hefur bætt við sig miklu magni krafna á síð­ustu tveimur árum. Alls hefur hann keypt kröfur upp á 90,9 millj­arða króna að nafn­virði frá byrjun árs 2013. Þar af hefur hann keypt kröfur upp á 77 millj­arða króna á síð­ustu fimmtán mán­uð­um.

Þetta kemur fram í nýrri kröfu­hafa­skrá Glitnis sem birt var á kröfu­hafa­fundi 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn. Kjarn­inn hefur kröfu­hafa­skránna undir hönd­um.

AuglýsingBurlington enn langstærsti kröfu­haf­innSem fyrr er Burlington Loan Mana­gement stærsti kröfu­hafi Glitn­is. Sjóð­ur­inn er stærsti ein­staki kröfu­hafi fall­inna íslenskra banka og á auk þess hlut í fullt af öðrum íslenskum fyr­ir­tækj­um. Sá sem stýrir málum Burlington og Dav­id­son Kempner, sem er 18. stærsti vog­un­ar­sjóður heims, hér­lendis heitir Jer­emy Clem­ent Lowe. Innan „kröfu­hafa­iðn­að­ar­ins“ eru allir sam­mála um að Lowe sé lang­virkastur allra kröfu­hafa hér­lend­is. Hann dreifi hins vegar verk­efnum á milli inn­lendra aðila, not­ast við þjón­ustu að minnsta kosti þriggja fjár­mála­fyr­ir­tækja og nokk­urra mis­mun­andi lög­mann­stofna.

Þessi taktík gerir það að verkum að eng­inn hefur heild­ar­mynd af því sem Lowe og Burlington eru að gera á Íslandi nema hann sjálfur og þeir sem með honum starfa.

Þó er hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um umfang stærstu eigna Burlington á Íslandi. Til við­bótar við að vera stærsti ein­staki kröfu­hafi Glitnis er sjóð­ur­inn á meðal stærstu kröfu­hafa Kaup­þings, á umtals­verðar kröfur í bú Lands­bank­ans, er á meðal eig­anda ALMC sem seldi 67 pró­sent hlut sinn í Straumi fjár­fest­inga­banka í júlí síð­ast­liðn­um, á beint 13,4 pró­sent hlut í Klakka (sem á 23 pró­sent í VÍS og allt hlutafé í Lýs­ingu) og keypti 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar skömmu fyrir síð­ustu ára­mót. Auk þess hefur sjóð­ur­inn verið að kaupa hluti í Bakka­vör í Bret­landi af miklum móð, en þær eignir eru skráðar sem breskar þótt aðrir stórir eig­endur séu að mestu íslenskir og rætur fyr­ir­tæk­is­ins liggi hér­lend­is.

­Kröfur á Glitni hafa verið að selj­ast á um 30 pró­sent af nafn­virði og því má ætla að mark­aðsvirði krafna Burlington sé um 73,5 millj­arðar króna.

Staða Burlington í Glitni er mjög svipuð og hún var vorið 2013. Sjóð­ur­inn á kröfur upp á 245 millj­arða króna í Glitn­i. ­Kröfur á Glitni hafa verið að selj­ast á um 30 pró­sent af nafn­virði og því má ætla að mark­aðsvirði krafna Burlington sé um 73,5 millj­arðar króna.

Kjarn­inn greindi frá því í ágúst að eignir Burlington á Íslandi hefðu auk­ist um 70 pró­sent á árinu 2013, sam­kvæmt árs­reikn­ingi sjóðs­ins sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um. Kaup­verð þeirra eigna sem Burlington hafði keypt hér­lendis um síð­ustu ára­mót var um 87 millj­arðar króna. Ljóst er að mark­aðsvirði þeirra er miklu hærra en sú upp­hæð.

Burlington í miklum sam­skiptum við Deutsche BankBurlington, sem er skráður til heim­ilis á Írlandi, var stofn­aður 24. apríl 2009. Hann er í raun skráð í eigu þriggja góð­gerð­ar­sam­taka.  Í árs­reikn­ingi Burlington kemur his vegar líka fram að stjórn­andi sjóðs­ins ( e. cor­porate administrator and company secret­ary) sé dótt­ur­fé­lag þýska bankaris­ans Deutsche Bank, Deutsche International Cor­porate Services Limited á Írlandi.

Sam­kurl Burlington við Deutsche Bank, sem nú er orð­inn þriðji stærsti eig­andi krafna í bú Glitn­is, hefur því verið nokkuð mik­ið. Dótt­ur­fyr­ir­tæki þýska bankarisans, Deutsche Bank AG í Amster­dam, heldur til að mynda á 99 pró­sent af hlut­deild­ars­kirteinum í ALMC. Heim­ildir Kjarn­ans herma að Burlington eða sjóðir Dav­id­son Kempner séu end­an­legir eig­endur hluta þeirra skirteina. Þá keypti Burlington 26 millj­arða króna skuldir Lýs­ingar af Deutsche Bank skömmu fyrir síð­ustu ára­mót.

Við­mæl­endur Kjarn­ans telja að Deutsche Bank sé að halda á þeim kröfum sem bank­inn er skráður fyrir á Glitni fyrir ein­hverja aðra. Bank­inn sé milli­lið­ur, ekki end­an­legur eig­andi þeirra.

Áhrif Deutsche Bank á Íslandi mikilÁhrif á Deutsche Bank á Íslandi eru mik­il, og raunar meiri en flestir átta sig á. Deutsche Bank var einn stærsti, ef ekki stærsti, lán­veit­andi íslensks efna­hags­lífs fyrir hrun. Það vakti athygli þegar hol­lenski seðla­bank­inn til­kynnti í águst að hann hefði selt Deutsche Bank það sem eftir stóð af Ices­a­ve-­kröfum bank­ans, alls um 700 millj­ónir evra.

Kjarn­inn greindi frá því 29. ágúst síð­ast­lið­inn að bank­inn hefði keypt kröf­urnar fyrir aðra, og væri búinn að selja þær áfram.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans voru kaup­end­urnir fleiri en tveir og á meðal þeirra voru þekktir vog­un­ar­sjóðir sem eiga aðra hags­muni á Íslandi. Til­gang­ur­inn er að styrkja stöðu þeirra sem eiga mest undir þegar kemur að upp­gjöri þrota­búa föllnu bank­anna. Þar á eng­inn meira undir en Burlington Loan Mana­gement.

Sala hol­lenska seðla­bank­ans á Ices­a­ve-­kröfum kom í kjöl­farið af því að bresk sveit­ar­fé­lög, sem áttu einnig slíkar kröf­ur, seldu þær í febr­úar síð­ast­liðn­um. Þegar til­kynnt var um þá sölu kom ekki fram hverjir kaup­endur krafn­anna væru.

Í lok síð­ustu viku var til­kynnt að slitabú gamla Lands­bank­ans fengi und­an­þágu til að greiða for­gangs­kröfum sínum um 400 millj­arða króna.

Ofan­greindar kröfur sem seldar voru á þessu ári eru að lang mestu leyti for­gangs­kröf­ur.

Wall Street situr um ÍslandAðrir í hópi stærstu kröfu­hafa Glitnis eru stórir alþjóð­legir vog­un­ar­sjóðir og sjóðir á vegum nokk­urra af stærstu fjár­fest­inga­bönkum ver­aldr­ar. Þar er um að ræða sjóð á vegum Citigroup, Barclays, Credit Suisse og The Royal Bank of Scotland og Merrill Lynch.

Næst stærsti kröfu­hafi Glitnis er vog­un­ar­sjóð­ur­inn Sil­ver Point. Hann var á sínum tíma stofn­aður af tveimur fyrrum starfs­mönnum fjár­fest­inga­bank­ans Gold­man Sachs og er í dag í 79. sæti yfir stærstu vog­un­ar­sjóði heims. Sjóð­ur­inn hefur bætt við sig kröfum upp á 25,2 millj­arða króna að nafn­virði und­an­farið eitt og hálft ár og á kröfur upp á 157,1 millj­arð króna.

Sjóður í eigu John Paulson, eins ríkasta manns, heims, seldi í ágúst allar kröfur sínar á Glitni. Sjóður í eigu John Paul­son, eins rík­asta manns, heims, seldi í ágúst allar kröfur sínar á Glitn­i.

Nokkrir sjóðir hafa minnkað tölu­vert við stöðu sína í Glitni frá því í mars í fyrra. Perry Luxco hefur til að mynda selt um helm­ing krafna sinna, ACMO S.a.r.l. líka og Owl Creek-­sjóð­ur­inn hefur minnkað stöðu sína um 2/3. Þá hefur sjóður John Paul­son, eins rík­asta manns heims, selt allar kröfur sínar á slitabú Glitnis. Hann var í hópi stærstu kröfu­hafa Glitnis og átti kröfur upp á 53 millj­arða króna vorið 2014.

Sá aðili sem hefur bætt mest af kröfum við sig á und­an­förnum miss­erum er írski sjóð­ur­inn PAC Credit Fund. Sjóð­ur­inn keypti sig upp­haf­lega inn í kröfu­hafa­hóp Glitnis í febr­úar þegar hann eign­að­ist kröfur upp á 20 millj­arða króna að nafn­virði. Hann bætti svo við sig 63 millj­örðum í kröfum þann 28. ágúst síð­ast­lið­inn.  Annar hlut­hafi PAC er starfs­stöð banda­ríska fjár­fest­inga­bank­ans J.P. Morgan í Írlandi.

Dregur til tíð­inda í störu­keppniBú­ist er við því að það dragi til tíð­inda varð­andi upp­gjör slita­búa föllnu bank­anna þriggja í þess­ari viku.

 

Búist er við því að íslensk stjórnvöld sýni á spilin varðandi áætlun sína um losun fjármagnshafta í þessari viku. Búist er við því að íslensk stjórn­völd sýni á spilin varð­andi áætlun sína um losun fjár­magns­hafta í þess­ari viku.

Slita­stjórnir Glitn­is, Kaup­þings og Lands­bank­ans hafa verið boð­aðar á fund ráð­gjaf­ar­nefndar um losun fjár­magns­hafta á morgun  klukkan 14. Fund­ur­inn mun fara fram á Grand hótel í Reykja­vík og á honum eiga slita­stjórn­irnar að kynna afstöðu sinna til þeirra skil­yrða sem stjórn­völd setja fyrir veit­ingu und­an­þága frá fjár­magns­höft­um, sem er for­senda þess að hægt verði að klára nauða­samn­inga búanna og slíta þeim. Allir full­trúar slita­stjórn­anna eiga að funda með ráð­gjafa­hópnum í einu.

Bloomberg hafði sagt frá því að til stæð­i að kynna áætlun ráð­gjafa­nefnd­ar­innar um losun fjár­magns­hafta fyrir efna­hags- og við­skipta­nefnd á fundi hennar sem hófst klukkan 8:30 í morg­un. af því varð ekki.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttir
None