Sakar stjórnvöld um áhugaleysi á félagslegu húsnæði fyrir tekjulága

gylfiarnbjorns.jpg
Auglýsing

Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, telur líkur á því að til átaka komi á vinnu­mark­aði í vor hafa auk­ist eftir að fjár­lög árs­ins 2015 voru sam­þykkt á Alþingi seint í gær­kvöldi. Morg­un­blaðið greinir frá mál­inu á for­síðu blaðs­ins í dag.

Gylfi segir að í fjár­lög­unum birt­ist vilja­leysi stjórn­valda til að styðja upp­bygg­ingu félags­legs hús­næðis fyrir þá efna­minnstu.

Til að afstýra verk­föllum í vor telur for­seti ASÍ að tvennt þurfi að koma til. Að lægstu laun hækki mikið eða stjórn­völd styðji við upp­bygg­ingu félags­legs hús­næðis fyrir þá tekju­lægstu.

Auglýsing

Ný könnun Efl­ing­ar, sem sýnir hátt hlut­fall lág­tekju­fólks á leigu­mark­aði, er vitn­is­burður um að margir í þeim hópi geti ekki látið enda ná sam­an, að mati Gylfa. Það sama gildi um nýjar tölur frá umboðs­manni skuld­ara, þar sem fram kemur að lág­tekju­fólk er í yfir­gnæf­andi meiri­hluta þeirra sem sótt hafa um greiðslu­að­lögun á árinu vegna ann­arra skulda en fast­eigna­skulda.

For­seti ASÍ gagn­rýnir rík­is­stjórn­ina, í sam­tali við Morg­un­blað­ið, fyrir að hafna þeirri leið að nið­ur­greiða vexti til að byggja upp félags­legt hús­næði. „Það þarf sem sagt annað hvort að hækka grunn­kaupið mjög mikið hjá þeim sem lægst hafa launin eða fara fram með sam­eig­in­lega kröfu um að aðild­ar­fé­lög ASÍ stofni hús­næð­is­stofn­un.“ Þá úti­lokar Gylfi ekki að aðild­ar­fé­lög ASÍ muni beina þeirri kröfu til atvinnu­rek­enda að vand­inn verði leystur með sam­eig­in­legu átaki.

„Það er auð­vitað alveg ný nálgun að það verði gerð krafa á atvinnu­lífið um að leggja fé í hús­næð­is­sjóð á vegum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar,“ segir Gylfi Arn­björns­son í sam­tali við Morg­un­blað­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None