Starfshópur sem hefur skoðað hvort ástæða sé til að taka upp svokölluð „Amnesty“ ákvæði í íslenskum skattalögum og hvort lagaheimildir skattayfirvalda til öflunar upplýsinga í baráttunni gegn skattsvikum mun skila skýrslu í síðasta lagi næstkomandi sunnudag, 15. febrúar. Þetta staðfestir fjármála- og efnahagsmálaráðuneytið í svari við fyrirspurn Kjarnans.
Í svokölluðu „Amnesty“ ákvæði felst að þeim sem svíkja undan skatti verði veitt einskonar sakaruppgjöf gegn því að skila því sem þeir skutu undan skatti. Slíkt ákvæði er í lögum í mörgum nágrannalöndum Íslands.
Hópurinn skipaður í byrjun desember
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra tók ákvörðun um að skipa starfshópinn í byrjun desember 2014. Í hópnum eru Ása Ögmundsdóttir, lögfræðingur, Guðrún Jenný Jónsdóttir lögfræðingur tilnefnd af Skattrannsóknarstjóra, Lísa K. Yoder lögfræðingur tilnefnd af Skattrannsóknarstjóra, og Guðni Ólafsson viðskiptafræðingur.
Samkvæmt tilkynningu sem send var út vegna skipunar hópsins átti hann að skilaniðurstöðum eigi síðar en 15. febrúar. Í svari við fyrirspurn Kjarnans um málið segir að skýrsluna verði skilað á tilskildum tíma.