Saksóknari segir það alveg skýrt að verið sé að ræða Ólaf Ólafsson í símtali í Al Thani-málinu

bjorn.jpg
Auglýsing

Björn Þor­valds­son, sem sótti Al Than­i-­málið fyrir hönd emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara, segir það mis­skiln­ing hjá Ingi­björgu Krist­jáns­dótt­ur, eig­in­konu Ólafs Ólafs­son­ar, að eig­in­maður hennar hafi verið dæmdur í fang­elsi á grund­velli mis­skiln­ings.

Það sé alveg skýrt að í því sím­tali þar sem rætt hafi verið um „Óla“ sem Hæsti­réttur fjallar um sé verið að ræða Ólaf Ólafs­son, ekki lög­fræð­ing með sama for­nafni sem sé sér­fræð­ingur í kaup­hall­ar­við­skipt­um, líkt og Ingi­björg heldur fram í grein í Frétta­blað­inu í dag.   „Ég held að þetta sé mis­skiln­ingur hjá henni. Hún vitnar þarna í sím­tal sem á sér stað og getið er í dómn­um. Bæði í ljósi þess sem fram kemur í sím­tal­inu og sam­heng­is­ins þá er í fyrsta lagi alveg klárt mál að það er verið að tala um Ólaf Ólafs­son í þessu sím­tali. Í öðru lagi, sem kemur í ljós fyrir öllum sem lesa dóminn, þá eru fullt af öðrum gögn­um, tölvu­póstar og fram­burðir og ann­að, sem benda til aðkomu Ólafs. Þannig að ef þessu sím­tali yrði kippt út yrði hann sak­felldur eftir sem áður.“

Ingi­björg full­yrti í grein sinni að bæði ákæru­valdið og hér­aðs­dómur hafi áttað sig á því að umrætt sím­tal var ekki um Ólaf, eig­in­mann henn­ar. hún telur þennan mis­skiln­ing vera grafal­var­legan þar sem Hæsti­réttur dragi, að hennar mati, mjög víð­tækar álykt­anir af sam­tal­inu strax í upp­hafi dóms síns. Ljóst er að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara er á öðru máli

Auglýsing

Hér að neðan má lesa umfjöllun Hæsta­réttar um við­kom­andi sím­tal:



„Í mál­inu liggur fyrir end­ur­rit af hljóð­upp­töku af sím­tali milli EH og BÓ, sem eftir upp­hafs­orðum þess fór greini­lega fram á sama tíma og EH sendi tölvu­bréfið með skipu­rit­inu, en hann tók einnig fram að hann hafi reynt að ná í BÓ dag­inn áður. Fljót­lega í sam­tal­inu kvaðst EH ótt­ast að lán, sem hann nefndi „profit part­icipat­ing lán“ og fæli í sér að láns­kjörin tækju mið af þróun á verð­mæti hluta í Kaup­þingi banka hf., kynni að mati skatt­yf­ir­valda að fela í sér duldar arð­greiðsl­ur. Hann hafi leitað álits hjá tveimur nafn­greindum Íslend­ing­um, sér­fróðum á sviði skatta­rétt­ar, sem hafi lýst þeirri skoðun að hjá þessu mætti kom­ast með því að hafa lánið í formi skulda­bréfs og kjörin í formi vaxta. Hann lýsti því að ef „við lendum í ein­hverju ves­eni með þetta, að skatta­yf­ir­völd verða nú að þráskall­ast við eins og oft kemur upp sko ... þá er næsta í raun­inni girð­ing ... hvar getum við sett þá upp félag ... ég vilj­andi ... setti það hvergi upp ... sagði bara að þeir myndu sko setja þetta inn sem equity inn í félagið en það er útfærslu­at­riði að þessar 300 millj­ónir sem þeir koma með sam­an, 150 og 150, að það geti verið í formi sko eigin fjár og ... hérna hlut­haf­a­láns ... til þess að fá vaxta­gjöld ... og við tékk­uðum á því með Kýpur að það gengur alveg … að koma inn með bara stórt hlut­haf­a­lán, að það yrði frá­drátt­ar­bært frá öllum vaxta­tekj­u­m.“ EH vís­aði síðan til upp­lýs­inga í tölvu­bréfi frá end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu á Kýpur og sagð­ist þá um leið senda það áfram til BÓ. Sagði þá BÓ að hann væri „að­eins búinn að nefna það við Óla sko að það yrði Kýpur félag fyrir ofan, þannig að ... hann veit af slíkum mögu­leik­um“. Hann bætti því svo við að það væri „annað sem að þyrfti að tékka sig af líka sko í þessu sko, ég var nú að ræða við … Óla sko um að ... mér sýnd­ist vera í lagi ... en það var sko, hvort að það væri sko flöggun á hon­um“. Sagði þá EH að þetta væri „næsta atriði af því hann er nátt­úru­lega þarna inni í Eglu og allt það ... þá kom einmitt þetta sko, í mínum huga ókei, nátt­úru­lega upp­leggið frá Magga var að segja eitt­hvað ... hann má ekki flagga, við viljum bara að Qat­ar­inn flaggi og eng­inn ann­ar, hann er bara einn í þessu sko.“ Þessu játti BÓ og sagði þá EH að þess vegna yrði þetta að verða í formi láns. Hann bætti því svo við að hann vildi ræða þetta við BÓ „áður en við klárum þetta, því að þeir eru búnir að sam­þykkja þetta Ólafur og, og [MAT] og þetta er bara go“. Lýsti EH eftir þetta að MAT ætti „Q Iceland­ic“ að fullu og hann væri búinn að taka þar stóra fjár­fest­ingu í Alfesca hf., en ef hann tæki „síðan stöðu í bank­anum ... og á síðan félagið ... 50% á móti Ólafi ... er eitt­hvað hætta á að við getum sagt að það eru bein eigna­tengsl þarna á milli, af því þetta er afkomu­teng­t“. Sagði þá BÓ að „það er hætta á því sko ... ég þarf að þræða mig aðeins í gegnum það ... ég sagði bara við Óla að mér sýnd­ist að þetta þarna ... sko hann var þá ekki búinn að ræða, við vorum þá ekki búnir að ræða sko arð­gef­andi lánið ... að það yrði beint, beint arð­gef­andi sko, ef það væri alveg skil­yrði að það væri arð­gef­andi sko“. Skaut þá EH inn orð­unum „já, sem það og er sko, af því að mér skilst að Ólafur nátt­úru­lega á að fá sinn part í kök­unni sko“. Játti BÓ því og sagði „hann, hann þarf að fá sinn part af, af upside-inu sko.“ Í fram­haldi af þessu ræddu þeir um ýmis atriði varð­andi útfærslu á við­skipt­unum í tengslum við félög á Kýpur og Bresku Jóm­frú­areyj­un­um, en um það sagði svo BÓ að þetta væri „út­færslu­at­riði en grund­vall­ar­spurn­ingin er náttúrulega bara fyrst og fremst ... er flöggun þarna eða ekki, sko.“ Hann bætti því síðar við að þá væri „spurn­ing sko hvernig strúkt­úr­inn hjá honum per­sónu­lega er fyrir ofan en það er auð­vitað hans mál sko ... ég var ekk­ert búinn að ræða sko, hann var að spyrja um það hann Óli sko“. Eftir þetta tóku við nokkuð langar sam­ræður um skatta­leg atriði, en undir lok sam­tals­ins sagð­ist BÓ „tékka á, á þessu út frá kaup­hall­ar­mál­um“ og aðeins síðar sagði EH að það væru þá „þrjú atriði, það er eign­ar­hald­ið, flögg­un­in, síðan númer tvö er, er arðs­tekjur ... og þrjú er, er skattur á vext­i.“

[...]

 

Sím­tal, sem EH og BÓ áttu 17. sept­em­ber 2008, hefur áður verið rakið í nokkru máli, en af fyr­ir­ligj­andi gögnum verður séð að EH hafði rétt fyrir það sent BÓ tölvu­bréf, sem fyrr­greint skipu­rit fylgdi. Af upp­hafi sam­tals­ins verður ekki annað ráðið en að þeir hafi á fyrri stigum átt orða­skipti um efn­ið, sem skipu­ritið varð­aði, þótt gögn liggi ekki að öðru leyti fyrir um það í mál­inu. Ítrekað kom fram í þessu sím­tali að BÓ hafi rætt við „Óla“, sem hann kaus að nefna svo og ber­sýni­lega var ákærði Ólaf­ur, um ýmis atriði í tengslum við við­skipti með hluta­bréf­in. Án til­lits til þess hvort BÓ hafi þar tjáð sig sem umboðs­maður ákærða Ólafs, sem ummæli hans benda þó ein­dregið til, eða aðeins sem við­mæl­andi ákærða Ólafs í þágu Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg S.A. getur engin skyn­sam­leg ástæða verið til að efast um að orð BÓ í sím­tal­inu hafi verið reist á sam­ræðum hans við ákærða Ólaf. Í sím­tal­inu kom marg­sinnis fram að álita­efni hafi verið uppi um hvort þátt­taka ákærða Ólafs í fjár­mögnun Q Iceland Hold­ing ehf. til kaupa á hluta­bréfum í Kaup­þingi banka hf. gæti valdið því að flögg­un­ar­skylda eftir ákvæðum IX. kafla laga nr. 108/2007 myndi kvikna og kvaðst BÓ hafa rætt við ákærða Ólaf um það. EH sagði jafn­framt að það væri „nátt­úru­lega upp­leggið frá Magga“, sem ætla verður að hafi verið ákærði Magn­ús, að „hann má ekki flagga, við viljum bara að Qat­ar­inn flaggi og eng­inn ann­ar“. Ekki getur leikið vafi á því að orða­skipti EH og BÓ í sím­tal­inu um til­högun og kjör á láni frá sér­stöku fjár­fest­ing­ar­fé­lagi í jafnri eigu ákærða Ólafs og MAT til Q Iceland Hold­ing ehf. hafi tekið mið af því að „grund­vall­ar­spurn­ingin er nátt­úru­lega ... er flöggun þarna eða ekki“, svo sem BÓ tók til orða, og hafi við­fangs­efni þeirra því snú­ist um að leita leiða til að gera ákærða Ólaf og MAT eins setta og hefðu þeir sjálfir veitt félagi í sam­eign sinni lán til kaupa á hluta­bréf­unum og notið þannig án milli­liða hugs­an­legs arðs af kaup­un­um. Umræður um kjör á láni sér­staka fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins til Q Iceland Hold­ing ehf. beindust af þessum sökum að því að finna leið til að láta arð af þessum kaupum renna allt að einu að end­ingu til þeirra beggja, ákærða Ólafs og MAT, þótt sá arður þyrfti áður að fara um nokkurn veg. Leið­in, sem EH og BÓ ræddu um í þessu sím­tali og var jafn­framt til­efni þess að Kaupt­hing Bank Lux­em­bo­urg S.A. leit­aði 16. sept­em­ber 2008 eftir álits­gerð frá end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Ernst & Young Cyprus Ltd., sem lokið var 19. sama mán­að­ar, kann í ein­stökum atriðum að hafa verið ókunn mörgum öðrum, sem hér komu við sögu, en mark­mið hennar var þó sýni­lega allt að einu á ann­arra vit­orði, svo sem séð verður meðal ann­ars af fyrr­nefndu tölvu­bréfi HBL 19. sept­em­ber 2008 til GÞG og SÖS, þar sem hann kastaði fram spurn­ingu um „hvernig samn­ing ÓÓ gerir við Sjeik­inn til að tryggja sér sinn hlut af hagn­að­inum af Kaup­þings bréf­unum sem þeir eru að kaupa.“ Er á þessum grunni hafið yfir skyn­sam­legan vafa að frá önd­verðu hafi verið gengið út frá því að í við­skipt­unum um hluta­bréfin yrði mynduð leið til að láta ákærða Ólaf njóta til jafns við MAT hugs­an­legs arðs af hlut­un­um, sem félag í einka­eign þess síð­ar­nefnda myndi kaupa í Kaup­þingi banka hf. með lánsfé sem að upp­runa staf­aði frá þeim báð­um. Þótt útfærsla á þeirri leið verði ekki sann­an­lega rakin til ákærða Hreið­ars, gagn­stætt því sem á við um önnur atriði í fyrr­nefndu skipu­riti frá 15. sept­em­ber 2008, getur það engu breytt við úrlausn máls­ins.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None