Sala á spjaldtölvum dróst saman um sjö prósent milli ára, samkvæmt sölutölum á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Markaðshlutdeild Apple og Samung, sem eru langtsamlega stærstu framleiðendur á markaði með spjaldtölvu, dróst saman um fjögur prósenstustig og er nú 41 prósent samanlagt. Mesti vöxtur hefur við í sölu á spjaldtölvum frá Lenovo, LG og Huawei, samkvæmt upplýsingum sem Quartz tók saman, og hefur markaðshlutdeild þessara framleiðenda styrkst á kostna risanna Apple og Samsung.
Samtals seldust um 44,7 milljónir eintaka af spjaldtölvum á öðrum ársfjórðungi þessa árs á heimsvísu, og dróst salan saman um 3,9 prósent frá fyrsta ársfjórðungi.