Samkeppniseftirlitið vísar á bug "órökstuddri umfjöllun í Morgunblaðinu"

pall-gunnar.jpg
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur birt til­kynn­ingu á heima­síðu sinni vegna umfjöll­unar Morg­un­blaðs­ins um leka á trún­að­ar­upp­lýs­ingum um rann­sókn þess á skipa­fé­lög­unum Eim­skip og Sam­skip. Þar vísað eft­ir­litið á bug "órök­studdri umfjöllun í Morg­un­blað­inu um að meint miðlun trún­að­ar­upp­lýs­inga vegna fram­an­greindrar rann­sóknar teng­ist dómi Hæsta­réttar frá í haust vegna ákvörð­unar Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins frá árinu 2011 um mis­notkun Víf­il­fells á mark­aðs­ráð­andi stöðu. Í frétta­skýr­ingu Morg­un­blaðs­ins kemur jafn­framt fram að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi í fram­haldi af dómi Hæsta­réttar í haust ráð­ist aftur í hús­leit hjá Víf­il­felli til að ná sínu fram þrátt fyrir dóm­inn. Hið rétta er að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur aldrei fram­kvæmt hús­leit hjá Víf­il­felli vegna umræddrar rann­sókn­ar."

Í frétt Morg­un­blaðs­ins var m.a. greint frá því að starfs­maður Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hafi rétt­ar­stöðu grun­aðs manns í rann­sókn á leka gagna um rann­sókn eft­ir­lits­ins á Eim­skip og Sam­skip til Kast­ljóss síð­ast­liðið haust. Þar sagði enn­frem­ur: "Svo gerð­ist það í fyrra­haust, rúmri viku eftir að Sam­keppn­is­eft­ir­litið tap­aði í Hæsta­rétti máli sem það hafði rekið gegn Víf­il­felli í sjö ár vegna ásak­ana um mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu, að SKE réðst aftur inn í hús­leit hjá Víf­il­felli til þess að ná sínu fram þrátt fyrir úrskurð hæsta­rétt­ar.Ýmsir við­mæl­endur Morg­un­blaðs­ins sögðu í fyrra­haust, að þessi rann­sókn og síðar leki, væri í beinu fram­haldi af því að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra hefði greint frá því að stefnt yrði að sam­ein­ingu ákveð­inna rík­is­stofn­ana til þess að ná fram sparn­aði og hag­ræð­ingu í opin­berum rekstri, sem meðal ann­ars hefði getað þýtt breytt hlut­verk Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins og breytt stjórn­skipu­lag"

Segja lek­ann ekk­ert tengj­ast hugs­an­legri sam­ein­inguÞetta segir Sam­keppn­is­eft­ir­litið að sé rangt og að óhjá­kvæmi­legt sé að vísa umfjöllun um að lek­inn teng­ist dómi Hæsta­réttar í máli Víf­il­fells á bug. Auk þess seg­ir: "Í frétta­skýr­ingu Morg­un­blaðs­ins kemur jafn­framt fram að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafi í fram­haldi af dómi Hæsta­réttar í haust ráð­ist aftur í hús­leit hjá Víf­il­felli til að ná sínu fram þrátt fyrir dóm­inn. Hið rétta er að Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur aldrei fram­kvæmt hús­leit hjá Víf­il­felli vegna umræddrar rann­sókn­ar.

Í frétta­skýr­ing­unni er einnig að finna órök­studda umfjöllun um að rann­sókn á skipa­fé­lög­unum og meint miðlun trún­að­ar­upp­lýs­inga vegna þeirrar rann­sóknar teng­ist umræðu um hugs­an­legar sam­ein­ingar eft­ir­lits­stofn­ana. Sú umfjöllun á ekki við rök að styðj­ast.

Auglýsing

Vegna umfjöll­unar Morg­un­blaðs­ins um rann­sókn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á skipa­fé­lög­unum er rétt að árétta það sem fram kom í frétt eft­ir­lits­ins frá 15. októ­ber sl. að rann­sókn máls­ins, sem hófst með hús­leit í sept­em­ber 2013, er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um nið­ur­stöður henn­ar. Öll umfjöllun um hugs­an­lega sekt fyr­ir­tækj­anna eða starfs­manna þeirra er því ótíma­bær."

Hægt er að lesa til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins í heild sinni hér.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None