Færri treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir innflytjendamálum

h_50808676.jpg
Auglýsing

Færri telja Sjálf­stæð­is­flokk­inn bestan til þess fall­inn að leiða inn­flytj­enda­mál á Íslandi en í fyrra og fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í könnun MMR á því hvaða stjórn­mála­flokka fólk telur best til þess fallna að leiða ákveðna mála­flokka.

Flestir treysta flokknum þó enn fyrir mála­flokkn­um, en 25,6 pró­sent svar­enda töldu Sjálf­stæð­is­flokknum best treystandi fyrir inn­flytj­enda­mál­um. Þegar MMR spurði sömu spurn­ingar í jan­úar í fyrra sögðu 32 pró­sent að flokknum væri best treystandi. Í jan­úar 2012 töldu 41,4 pró­sent Sjálf­stæð­is­flokk­inn bestan til að leiða inn­flytj­enda­mál.

20,3 pró­sent svar­enda treystu Sam­fylk­ing­unni best fyrir inn­flytj­enda­mál­um, 14,9 pró­sent Bjartri fram­tíð, 13,8 pró­sent Fram­sókn­ar­flokknum og 13,5 pró­sent Píröt­um. 11,9 pró­sent svar­enda töldu Vinstri græn best til þess fallin að leiða inn­flytj­enda­mál.

Auglýsing

Treysta Pírötum fyrir rann­sókn á til­drögum banka­hrunsFjórð­ungur þeirra sem svör­uðu sögð­ust telja Pírata best til þess fallna að leiða rann­sókn á til­drögum banka­hruns­ins. Næst­flestir treysta Sjálf­stæð­is­mönnum og Vinstri grænum fyrir því, 19,1 og 19 pró­sent. Þá treysta 14,3 pró­sent Bjartri fram­tíð fyrir verk­efn­inu og 13,9 pró­sent Sam­fylk­ing­unni. Fæstir treysta Fram­sókn­ar­flokknum helst fyrir rann­sókn á til­drögum banka­hruns­ins, eða 8,8 pró­sent.

Þá segj­ast flestir telja Sam­fylk­ing­unni best treystandi til að leiða samn­inga um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, eða 39 pró­sent. 24,2 pró­sent treysta Sjálf­stæð­is­flokknum best fyrir Evr­ópu­sam­bands­mál­um, og 12,4 pró­sent Fram­sókn­ar­flokkn­um. 11,5 pró­sent telja Bjarta fram­tíð besta til að leiða samn­inga um aðild að ESB, 7,4 pró­sent VG og 5,6 pró­sent treysta Pírötum best fyrir verk­efn­inu.

Þá seg­ist fjórð­ungur treysta Sjálf­stæð­is­flokknum best fyrir end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni en 19,5 pró­sent Píröt­um. 17,5 pró­sent treysta Sam­fylk­ing­unni og 15,7 pró­sent Bjartri fram­tíð. 12,4 pró­sent treysta Vinstri grænum best fyrir end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar en fæstir treysta Fram­sókn fyrir henni, eða 9,4 pró­sent.

MMR spurði 933 ein­stak­linga í könn­un­inni 9. til 14. jan­ú­ar, en hafa verður í huga að vik­mörk í könnun þar sem um það bil 1000 manns eru spurðir geta verið allt að 3,1 pró­sent.

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None