Færri treysta Sjálfstæðisflokknum fyrir innflytjendamálum

h_50808676.jpg
Auglýsing

Færri telja Sjálf­stæð­is­flokk­inn bestan til þess fall­inn að leiða inn­flytj­enda­mál á Íslandi en í fyrra og fyrir þremur árum. Þetta kemur fram í könnun MMR á því hvaða stjórn­mála­flokka fólk telur best til þess fallna að leiða ákveðna mála­flokka.

Flestir treysta flokknum þó enn fyrir mála­flokkn­um, en 25,6 pró­sent svar­enda töldu Sjálf­stæð­is­flokknum best treystandi fyrir inn­flytj­enda­mál­um. Þegar MMR spurði sömu spurn­ingar í jan­úar í fyrra sögðu 32 pró­sent að flokknum væri best treystandi. Í jan­úar 2012 töldu 41,4 pró­sent Sjálf­stæð­is­flokk­inn bestan til að leiða inn­flytj­enda­mál.

20,3 pró­sent svar­enda treystu Sam­fylk­ing­unni best fyrir inn­flytj­enda­mál­um, 14,9 pró­sent Bjartri fram­tíð, 13,8 pró­sent Fram­sókn­ar­flokknum og 13,5 pró­sent Píröt­um. 11,9 pró­sent svar­enda töldu Vinstri græn best til þess fallin að leiða inn­flytj­enda­mál.

Auglýsing

Treysta Pírötum fyrir rann­sókn á til­drögum banka­hrunsFjórð­ungur þeirra sem svör­uðu sögð­ust telja Pírata best til þess fallna að leiða rann­sókn á til­drögum banka­hruns­ins. Næst­flestir treysta Sjálf­stæð­is­mönnum og Vinstri grænum fyrir því, 19,1 og 19 pró­sent. Þá treysta 14,3 pró­sent Bjartri fram­tíð fyrir verk­efn­inu og 13,9 pró­sent Sam­fylk­ing­unni. Fæstir treysta Fram­sókn­ar­flokknum helst fyrir rann­sókn á til­drögum banka­hruns­ins, eða 8,8 pró­sent.

Þá segj­ast flestir telja Sam­fylk­ing­unni best treystandi til að leiða samn­inga um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, eða 39 pró­sent. 24,2 pró­sent treysta Sjálf­stæð­is­flokknum best fyrir Evr­ópu­sam­bands­mál­um, og 12,4 pró­sent Fram­sókn­ar­flokkn­um. 11,5 pró­sent telja Bjarta fram­tíð besta til að leiða samn­inga um aðild að ESB, 7,4 pró­sent VG og 5,6 pró­sent treysta Pírötum best fyrir verk­efn­inu.

Þá seg­ist fjórð­ungur treysta Sjálf­stæð­is­flokknum best fyrir end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni en 19,5 pró­sent Píröt­um. 17,5 pró­sent treysta Sam­fylk­ing­unni og 15,7 pró­sent Bjartri fram­tíð. 12,4 pró­sent treysta Vinstri grænum best fyrir end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar en fæstir treysta Fram­sókn fyrir henni, eða 9,4 pró­sent.

MMR spurði 933 ein­stak­linga í könn­un­inni 9. til 14. jan­ú­ar, en hafa verður í huga að vik­mörk í könnun þar sem um það bil 1000 manns eru spurðir geta verið allt að 3,1 pró­sent.

Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Forsætisráðherrar Norðurlandanna og hópur norænna forstjóra.
Norrænt samstarf til að sporna gegn loftslagsbreytingum
Forsætisráðherrar Norðurlanda ásamt leiðtogum Álandseyja og Grænlands og forstjórum fjórtán norrænna fyrirtækja undirrituðu yfirlýsingu um samstarf um loftlagsmál í Hörpu í dag.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None