Kjarasamningur VR við Samtök Atvinnulífsins var samþykktur einhljóða á fundi trúnaðarráðs VR í dag. Það þýðir að skrifað verður undir samning í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan tvö í dag. Þetta kemur fram á mbl.is.
Í trúnaðarráði VR sitja auk stjórnar 82 fulltrúar, alls 100 fulltrúar. Formaður VR er jafnframt formaður trúnaðarráðs. Samkvæmt lögum VR skal trúnaðarráð vera stjórn félagsins ráðgefandi varðandi ýmis stærri málefni sem upp koma í starfsemi félagsins s.s. við gerð kjarasamninga og meiriháttar framkvæmda á vegum félagsins, að því er fram kemur á mbl.is.
Í trúnaðarráðinu sitja auk stjórnar, stjórnir deilda sem verða til við sameiningu annarra verslunarmannafélaga af landsbyggðinni og 82 fulltrúar kosnir í allsherjaratkvæðagreiðslu til tveggja ára í senn.
„Næsta skref er að leggja þessa samninga í dóm félagsmanna okkar, þeir hafa alltaf lokaorðið,“ segir Ólafía, í samtali við mbl.is.