Samtökin '78 kalla eftir fjárstuðningi frá stjórnvöldum

1555357_10155313942315494_8730741641623407320_n-1.jpg
Auglýsing

Hilmar Hild­ar­son Magn­ús­ar­son, for­maður Sam­tak­anna '78, vill að stjórn­völd sýni stuðn­ing sinn við sam­tökin í verki og styrki þau fjár­hags­lega. Þetta kom fram í ræðu for­manns­ins á aðal­fundi sam­tak­anna, sem fram fór í gær.

Í ræðu sinni sagði Hilm­ar: „Starfs­fólk og sjálf­boða­liðar hreyf­ing­ar­innar vinna í dag ómet­an­legt og frá­bært starf við mjög krapp­ann kost. Við finnum að almenn­ingur og stjórn­völd gera mikla kröfu til okkar um þjón­ustu við og bar­áttu fyrir mann­rétt­indum hinsegin fólks. Þetta er mjög eðli­leg krafa enda félagið eina stofn­unin á Íslandi sem býr yfir víð­tækri sér­fræði­þekk­ingu í mála­flokkn­um, og heldur um leið úti jafn öfl­ugri þjón­ust­u, hvort sem varðar ráð­gjöf, fræðslu, ung­liða­starf, rétt­ar­gæslu gagn­vart lög­gjafa og fram­kvæmda­valdi og bar­áttu fyrir sýni­leika, virð­ingu og við­ur­kenn­ingu hinsegin fólks.

Hins vegar þarf hér að taka fram að félagið mun aldrei rísa undir þessu án þess að til komi fjár­magn og það er bæði óraun­hæft og ósann­gjarnt að ætl­ast til þess að jafn mik­il­vægt starf sé nær ein­göngu sett á herðar sjálf­boða­liða. Það er kom­inn tími til að stjórn­völd geri sér grein fyrir þessu og þar á ég bæði við um ríki og sveit­ar­fé­lög. Stefna er einskis virði án fjár­magns til fram­kvæmda. Svo ein­falt er það. Fylgi fjár­magn ekki með eru fögru lof­orðin lítið annað en orðin tóm. Við sjáum bæði ríki og sveit­ar­fé­lög styðja ýmsa hópa og mál­efni um miklu stærri upp­hæðir en þau setja í mann­rétt­inda­bar­áttu hinsegin fólks. Fram­lög til okkar eru í raun hreinn brand­ari í sam­an­burð­in­um. Þetta snýst ein­fald­lega um það hvort stjórn­völdum sé raun­veru­lega alvara með fögrum orðum um stuðn­ing við mann­rétt­indi hinsegin fólks og lífs­ham­ingju þess. Ég neita að trúa því að svo sé ekki - því þetta varðar okkur öll. En nú reynir á stóru orð­in.“

Auglýsing

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None