Samtökin '78 kalla eftir fjárstuðningi frá stjórnvöldum

1555357_10155313942315494_8730741641623407320_n-1.jpg
Auglýsing

Hilmar Hildarson Magnúsarson, formaður Samtakanna '78, vill að stjórnvöld sýni stuðning sinn við samtökin í verki og styrki þau fjárhagslega. Þetta kom fram í ræðu formannsins á aðalfundi samtakanna, sem fram fór í gær.

Í ræðu sinni sagði Hilmar: „Starfsfólk og sjálfboðaliðar hreyfingarinnar vinna í dag ómetanlegt og frábært starf við mjög krappann kost. Við finnum að almenningur og stjórnvöld gera mikla kröfu til okkar um þjónustu við og baráttu fyrir mannréttindum hinsegin fólks. Þetta er mjög eðlileg krafa enda félagið eina stofnunin á Íslandi sem býr yfir víðtækri sérfræðiþekkingu í málaflokknum, og heldur um leið úti jafn öflugri þjónustu, hvort sem varðar ráðgjöf, fræðslu, ungliðastarf, réttargæslu gagnvart löggjafa og framkvæmdavaldi og baráttu fyrir sýnileika, virðingu og viðurkenningu hinsegin fólks.

Hins vegar þarf hér að taka fram að félagið mun aldrei rísa undir þessu án þess að til komi fjármagn og það er bæði óraunhæft og ósanngjarnt að ætlast til þess að jafn mikilvægt starf sé nær eingöngu sett á herðar sjálfboðaliða. Það er kominn tími til að stjórnvöld geri sér grein fyrir þessu og þar á ég bæði við um ríki og sveitarfélög. Stefna er einskis virði án fjármagns til framkvæmda. Svo einfalt er það. Fylgi fjármagn ekki með eru fögru loforðin lítið annað en orðin tóm. Við sjáum bæði ríki og sveitarfélög styðja ýmsa hópa og málefni um miklu stærri upphæðir en þau setja í mannréttindabaráttu hinsegin fólks. Framlög til okkar eru í raun hreinn brandari í samanburðinum. Þetta snýst einfaldlega um það hvort stjórnvöldum sé raunverulega alvara með fögrum orðum um stuðning við mannréttindi hinsegin fólks og lífshamingju þess. Ég neita að trúa því að svo sé ekki - því þetta varðar okkur öll. En nú reynir á stóru orðin.“

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None