Sat í bílnum, hlustaði á útvarpið og var brugðið yfir stuðningi við aðgerðir Rússa

Nokkrir þingmenn lýstu yfir stuðningi við Úkraínu á Alþingi í dag. Þingmanni Sjálfstæðisflokks var brugðið er hún heyrði hlustendur hringja inn í útvarpsþátt í gær og lýsa yfir stuðningi við aðgerðir Rússa.

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti þingmenn og stjórnvöld til að taka samtal við þjóðina um stuðning við fullveldi Úkraínu.
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti þingmenn og stjórnvöld til að taka samtal við þjóðina um stuðning við fullveldi Úkraínu.
Auglýsing

Dilja Mist Ein­ars­dóttir þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins sagði frá því í ræðu­stól Alþingis í dag að henni hefði verið brugðið er hún hlust­aði á útvarpið á leið heim úr vinnu í gær og heyrði aðra hlust­endur hringja inn í útvarps­þátt og lýsa yfir stuðn­ingi við aðgerðir Rúss­lands í Úkra­ínu.

„Eins og það var jákvætt að hlusta á skila­boð þing­manna hér í gær var mér brugðið að hlusta á inn­hring­ingar lands­manna í útvarps­þætti á leið heim úr þing­inu í gær. Þar hafði hver hlust­and­inn á fætur öðrum sam­band til þess að lýsa yfir stuðn­ingi við aðgerðir Rúss­lands og kvarta yfir ein­hliða frétta­flutn­ingi af atburða­rásinni hér­lend­is,“ sagði Diljá Mist í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins.

Hvatti hún í kjöl­farið þing­menn og stjórn­völd til þess að „taka þetta sam­tal við þjóð­ina„ og halda þeim sjón­ar­miðum á lofti sem heyrð­ust í þing­inu í gær, um stuðn­ing við full­veldi Úkra­ínu og for­dæm­ingu á brotum Rúss­lands á alþjóða­lög­um.

„Það eiga enda fáar þjóðir meira undir því en við Íslend­ingar að brot á alþjóða­lögum séu ekki lið­in,“ sagði Diljá og bætti við að inn­rás Rúss­lands í full­valda Evr­ópu­ríki væri sam­eig­in­legt við­fangs­efni Evr­ópu­þjóða.

Auglýsing

„Við höfum sofnað á verð­inum og þrátt fyrir ógn­ar­til­burði og árás­ar­girni Rúss­lands und­an­farin ár hafa for­ystu­menn í Evr­ópu verið mátt­lausir og jafn­vel aukið á póli­tísk erfið við­skipta- og hags­muna­tengsl við rúss­nesk stjórn­völd. Meira að segja hér­lendis heyr­ast raddir um að fleygja sam­stöð­unni við evr­ópsk ríki fyrir við­skipta­hags­muni og það ekki bara í síð­deg­is­út­varpi. Það væri algjör afleikur fyrir smá­ríkið Ísland sem á allt sitt undir því að alþjóða­lög séu virt af öðrum þjóð­u­m,“ sagði Diljá Mist.

Ekk­ert mjálm, engin vett­linga­tök

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar gerði stuðn­ing við Úkra­ínu og refsi­að­gerðir gagn­vart Rúss­landi einnig að umtals­efni í ræðu sinni undir liðnum störf þings­ins í dag.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar vill „ekkert mjálm“ varðandi afstöðu Íslands til aðgerða Rússa á úkraínskri grundu. Mynd: Bára Huld Beck

Hún sagði að það skipti máli að Íslend­ingar væru skýrir í sinni afstöðu. „Með fullri virð­ingu finnst mér við þurfa að vera aðeins meira afger­andi í okkar afstöðu þegar kemur að þessu máli,“ sagði Þor­gerður Katrín og bætti við að henni væri í huga afstaða Íslands gagn­vart efna­hags­þving­unum sem ákveðið var að ráð­ast í gegn Rússum eftir inn­limun Krím­skaga árið 2014.

„Mér fannst utan­rík­is­ráð­herra vera svo­lítið einn á báti um tíma, því það var for­ystu­fólk innan þáver­andi stjórn­ar­flokka, Fram­sóknar og Sjálf­stæð­is­flokks, auk ann­arra, auk yfir­gengi­legs lobbý­isma af hálfu SFS og útgerða, útgerð­ar­blaðs­ins, að taka frekar við­skipta­hags­muni fram yfir sam­stöðu þjóða. Við­skipta­hags­muni fram yfir hags­muni okkar Íslend­inga sem smá­þjóðar af að verja landa­mæri okk­ar. Þá verðum við að gæta okkar og standa með lýð­ræð­is­þjóðum þegar við erum vitni að jafn miklum yfir­gangi og Rússar eru að sýna núna gagn­vart Úkra­ín­u,“ sagði Þor­gerður Katrín og bætti við:

„Þannig að mín skila­boð virðu­legi for­seti; ekk­ert mjálm, engin vett­linga­tök í nálgun Íslands gegn Rússum vegna þeirrar stöðu sem nú er komin upp í Úkra­ín­u.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent