Seðlabankinn veit ekki hvað Íslendingar eiga mikið af eða hafa hagnast mikið á rafmyntum

Samkvæmt svörum við spurningum Kjarnans veit Seðlabankinn ekki neitt um það hversu mikið af rafmyntum Íslendingar eiga, eða hversu mikið fé hefur komið inn í íslenskt hagkerfi vegna hagnaðar af fjárfestingum í rafmyntum.

Kjarnanum flaug í hug að Seðlabankinn hefði einhverja vitneskju um umfang rafmyntaeignar eða -viðskipta innlendra aðila, eða hefði gert tilraun til að leggja mat á það, en svo er ekki.
Kjarnanum flaug í hug að Seðlabankinn hefði einhverja vitneskju um umfang rafmyntaeignar eða -viðskipta innlendra aðila, eða hefði gert tilraun til að leggja mat á það, en svo er ekki.
Auglýsing

Seðla­banki Íslands hefur ekki safnað tölu­legum upp­lýs­ingum um við­skipti eða eignir aðila hér á landi í raf­myntum og hefur heldur ekki vit­neskju um það hversu mikið fé hefur komið inn í íslenskt hag­kerfi sem hagn­aður vegna við­skipta með raf­mynt­ir.

Þetta kemur fram í svörum frá Seðla­bank­anum við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um raf­myntir og sýnd­ar­fé, en lögum sam­kvæmt eru inn­lendir aðilar sem starfa sem þjón­ustu­veit­endur við­skipta milli sýnd­ar­fjár, raf­eyris og gjald­miðla eða þjón­ustu­veit­endur staf­rænna veskja skrán­ing­ar­skyldir hjá Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands og starfa sem slíkir undir eft­ir­liti Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

Kjarn­anum flaug því í hug að Seðla­bank­inn hefði ein­hverja vit­neskju um umfang raf­mynta­eignar eða -við­skipta inn­lendra aðila, eða hefði gert til­raun til að leggja mat á það, en svo er ekki.

Bank­inn hefur hins vegar ítrekað komið á fram­færi við­vör­unum til almenn­ings um sýnd­ar­fé, síð­ast í mars á þessu ári, þar sem vakin var athygli á ítrek­uðum áminn­ingum evr­ópskra eft­ir­lits­stofn­ana um að við­skipti með sýnd­arfé gætu verið mjög áhættu­söm og að þau fylgdu lög­málum spá­kaup­mennsku.

Þrjú fyr­ir­tæki í raf­mynta­brans­anum hér­lendis

Þrír inn­lendir aðilar eru skráðir hjá Seðla­bank­anum sem svo­kall­aðir þjón­ustu­veit­endur við­skipta milli sýnd­ar­fjár, raf­eyris og gjald­miðla hér á landi, en eng­inn skráður þjón­ustu­veit­andi staf­rænna veskja.

Fyr­ir­tækin þrjú í fyrri flokknum heita Mynt­kaup, Bálkar Miðlun og Skipti­mynt. Sam­an­lögð velta þess­ara þriggja fyr­ir­tækja árið 2020 nam tæpum 24 millj­ónum króna og högn­uð­ust þau sam­an­lagt um rúmar 18 millj­ónir á starf­semi sinni á því sama ári, sam­kvæmt árs­reikn­ingum félag­anna sem að baki þeim standa.

Fylgst almennt með þróun fjár­tækni

Kjarn­inn sendi Seðla­bank­anum nokkrar spurn­ingar til þess að kanna hvort og hvernig Seðla­bank­inn væri að fylgj­ast með raf­mynta­geir­anum og í svari bank­ans segir að bank­inn fylgist almennt með þróun fjár­tækni, þ.m.t. þróun fjöl­margra raf­mynta, þó að tölu­legum upp­lýs­ingum um við­skipti eða eignir af þessu tagi sé ekki safn­að, eins og áður kom fram.

Í svari bank­ans er rakið að skrán­ing­ar- og eft­ir­lits­hlut­verk Seðla­bank­ans sé í sam­ræmi við lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Þjón­ustu­veit­end­urnir þrír sem skráðir eru hjá Seðla­bank­anum eru til­kynn­inga­skyldir og hafa því ákveðnar skyldur sam­kvæmt áður­nefndum lög­um, meðal ann­ars þá skyldu að til­kynna til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu um við­skipti þar sem grunur leikur á pen­inga­þvætti eða fjár­mögnun hryðju­verka.

Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur eft­ir­lit með því að fram­an­greindir aðilar fari að ákvæðum lag­anna og þeim reglu­gerðum og reglum sem eru settar sam­kvæmt þeim. Um eft­ir­litið fer sam­kvæmt lögum um opin­bert eft­ir­lit með fjár­mála­starf­semi og þeim sér­lögum sem gilda um starf­semi eft­ir­lits­skyldra aðila.

Nánar til­tekið felst eft­ir­lit Seðla­banka Íslands í því að „tryggja að til­kynn­ing­ar­skyldir aðilar upp­fylli kröfur laga [um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka] og reglu­gerða og reglna sem settar eru á grund­velli þeirra“

Það þýðir með öðrum orðum að Seðla­bank­inn á að hafa eft­ir­lit með því hvort fyr­ir­tækin sem í þessum bransa starfa fram­kvæmi áhættu­mat á rekstri sín­um, kanni áreið­an­leika upp­lýs­inga um við­skipta­vini, eftir atvikum upp­runa fjár­magns, við­hafi reglu­bundið eft­ir­lit með samn­ings­sam­bandi og til­kynni til skrif­stofu fjár­mála­grein­inga lög­reglu ef grunur er um pen­inga­þvætti eða fjár­mögnun hryðju­verka.

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands fer hvorki með fjár­hags­legt eft­ir­lit með við­kom­andi skrán­ing­ar­skyldum aðilum né ann­ars konar eft­ir­lit umfram það sem að ofan grein­ir.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent