Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.

AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Auglýsing

Kreppan sem skall á vegna faraldursins gæti orðið mikil og þrálát hér á landi, þar sem tiltölulega stór hluti hagkerfisins reiðir sig á ferðaþjónustu. Nauðsynlegt er að auka sveigjanleika á vinnumarkaðnum, til dæmis með breyttri kjarasamningagerð, til að koma í veg fyrir langtímaskaða.

Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu og horfur í íslenskum efnahagsmálum, sem birt var á vef Seðlabankans fyrr í vikunni.

Kjarninn hefur áður fjallað um skýrsluna, en hún gerir ráð fyrir hægum bata í ferðaþjónustunni að faraldrinum loknum. Máli sínu til stuðnings vísar sjóðurinn í spár ferðamálastofu Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) um að það taki tvö og hálft til fjögur ár fyrir greinina að verða jafnstór og hún var árið 2019.

Auglýsing

AGS segir einnig að stórum efnahagskreppum fylgi oft langtímaskaði fyrir hagkerið, sem lýsi sér í viðvarandi framleiðslutapi. Að mati sjóðsins er hætta á að framleiðslutapið verði mikið og þrálátt hér á landi vegna hás vægis ferðaþjónustunnar.

Samkvæmt skýrslunni getur mikið atvinnuleysi dregið úr sveigjanleika á vinnumarkaði og aukið hættuna á langtímaatvinnuleysi. Sjóðurinn segir einnig að íslenska kjarasamningalíkanið geti einnig hægt á efnahagsbatanum hér á landi, þar sem mikil völd stéttarfélaga hafi leitt til þess að laun hafi ekki vaxið í takt við framleiðni síðan árið 2015.

Aukinn sveigjanleiki í kjarasamningagerð, til dæmis með því að leyfa einstökum fyrirtækjum að semja beint við launþega um einstök akvæði samninganna í meira mæli, eða með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í geiranum, gæti komið í veg fyrir að áhrif kreppunnar verði langvinn, að mati AGS.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokki