Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.

AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Auglýsing

Kreppan sem skall á vegna far­ald­urs­ins gæti orðið mikil og þrá­lát hér á landi, þar sem til­tölu­lega stór hluti hag­kerf­is­ins reiðir sig á ferða­þjón­ustu. Nauð­syn­legt er að auka sveigj­an­leika á vinnu­mark­aðn­um, til dæmis með breyttri kjara­samn­inga­gerð, til að koma í veg fyrir lang­tíma­skaða.

Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins um stöðu og horfur í íslenskum efna­hags­mál­um, sem birt var á vef Seðla­bank­ans fyrr í vik­unni.

Kjarn­inn hefur áður fjallað um skýrsl­una, en hún gerir ráð fyrir hægum bata í ferða­þjón­ust­unni að far­aldr­inum lokn­um. Máli sínu til stuðn­ings vísar sjóð­ur­inn í spár ferða­mála­stofu Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNWTO) um að það taki tvö og hálft til fjögur ár fyrir grein­ina að verða jafn­stór og hún var árið 2019.

Auglýsing

AGS segir einnig að stórum efna­hag­skreppum fylgi oft lang­tíma­skaði fyrir hag­ker­ið, sem lýsi sér í við­var­andi fram­leiðslutapi. Að mati sjóðs­ins er hætta á að fram­leiðslutapið verði mikið og þrá­látt hér á landi vegna hás vægis ferða­þjón­ust­unn­ar.

Sam­kvæmt skýrsl­unni getur mikið atvinnu­leysi dregið úr sveigj­an­leika á vinnu­mark­aði og aukið hætt­una á lang­tíma­at­vinnu­leysi. Sjóð­ur­inn segir einnig að íslenska kjara­samn­inga­líkanið geti einnig hægt á efna­hags­bat­anum hér á landi, þar sem mikil völd stétt­ar­fé­laga hafi leitt til þess að laun hafi ekki vaxið í takt við fram­leiðni síðan árið 2015.

Auk­inn sveigj­an­leiki í kjara­samn­inga­gerð, til dæmis með því að leyfa ein­stökum fyr­ir­tækjum að semja beint við laun­þega um ein­stök akvæði samn­ing­anna í meira mæli, eða með því að láta laun fylgja fram­leiðni­þróun í geir­an­um, gæti komið í veg fyrir að áhrif krepp­unnar verði lang­vinn, að mati AGS.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokki