Segir Hönnu Birnu enn eiga eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum

hannabirna.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, hyggst snúa aftur á Al­þingi á morg­un­, en hún tók sér frí frá þing­störfum þann 21. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn þeg­ar hún hætti sem ráð­herra vegna leka­máls­ins. Hanna Birna tók ákvörðun um að segja af sér sem inn­an­rík­is­ráð­herra í kjöl­far þess að aðstoð­ar­maður hennar Gísli Freyr Val­dórs­son hlaut skil­orðs­bundin fang­els­is­dóm fyrir aðild sína að leka­mál­inu.

Helgi Hjörvar, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og full­trúi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, sagði í sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni undir kvöld, þar sem hann var gestur ásamt Brynj­ari Níels­syni þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks, að heppi­legra hefði verið ef Hanna Birna hefði gert hreint fyrir sínum dyrum gagn­vart Alþingi áður en hún tók ákvörðun um að snúa aft­ur á þing. Eins og kunn­ugt er afþakk­aði Hanna Birna boð stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar um að mæta á fund til að ræða leka­mál­ið.

Nefndin bauð Hönnu Birnu að mæta á fund­inn bréfleiðis þann 22. jan­úar síð­ast­lið­inn, þar sem mörgum þing­mönnum hafi þótt full­yrð­ingar hennar um leka­málið í þing­sal vera mót­sagna­kenndar eða ekki geta stað­ist. Eftir að boð nefnd­ar­innar var ítrekað þann 12. mars afþakk­aði Hanna Birna form­lega boðið bréfleiðis fjórum dögum síð­ar.

Auglýsing

Óheppi­legt að Hanna Birna hafi ekki viljað ræða leka­máliðÍ Eyj­unni í kvöld sagði Helgi Hjörvar: „Það sem er ein­hvern veg­inn ólokið í þessu er fram­koma hennar eða sam­skipti við Alþingi sem ráð­herra. Vegna þess að það er erfitt, og nú hef ég ekki fengið tæki­færi til að ræða þetta við hana beint á nefnd­ar­fundi eins og ég hefði óskað, að líta öðru­vísi á en svo að hún hafi að minnsta kosti ekki upp­lýst þingið eins vel og hún gat, ef maður á ekki að segja að hún hafi bein­línis villt um fyrir þing­inu með ýmsum ummælum sem hún lét þar falla. Það er ekk­ert sem var tekið á í skýrslu umboðs­manns eða afsögn hennar sem ráð­herra laut að, og það varðar auð­vitað þann trúnað sem hún nýtur í þing­inu. Sagði hún okkur satt um það sem var að ger­ast? Það er óheppi­legt að hún hafi ekki tekið þá umræðu við nefnd­ina.“

Aðspurður um hvernig honum lit­ist á end­ur­komu Hönnu Birnu svar­aði Brynjar Níels­son, sem er vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar: „Mér líst bara ágæt­lega á það. Hún er kjörin þing­maður og á að mæta í vinn­una.“ Aðspurður um hvort það ríki sátt innan þin­flokks­ins um end­ur­komu Hönnu Birnu svar­aði Brynjar: „Það held ég svona almennt, en ég svo sem hef ekki kannað það. Auð­vitað getur verið að ein­hverjir hafi mis­mun­andi skoð­anir á því hvað sé best að gera og hvað sé skyn­sam­leg­ast fyrir hana að gera og svo fram­veg­is, það er bara eins og gengur og ger­ist.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None