Segir Hönnu Birnu enn eiga eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum

hannabirna.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, hyggst snúa aftur á Al­þingi á morg­un­, en hún tók sér frí frá þing­störfum þann 21. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn þeg­ar hún hætti sem ráð­herra vegna leka­máls­ins. Hanna Birna tók ákvörðun um að segja af sér sem inn­an­rík­is­ráð­herra í kjöl­far þess að aðstoð­ar­maður hennar Gísli Freyr Val­dórs­son hlaut skil­orðs­bundin fang­els­is­dóm fyrir aðild sína að leka­mál­inu.

Helgi Hjörvar, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og full­trúi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is, sagði í sjón­varps­þætt­inum Eyj­unni undir kvöld, þar sem hann var gestur ásamt Brynj­ari Níels­syni þing­manni Sjálf­stæð­is­flokks, að heppi­legra hefði verið ef Hanna Birna hefði gert hreint fyrir sínum dyrum gagn­vart Alþingi áður en hún tók ákvörðun um að snúa aft­ur á þing. Eins og kunn­ugt er afþakk­aði Hanna Birna boð stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar um að mæta á fund til að ræða leka­mál­ið.

Nefndin bauð Hönnu Birnu að mæta á fund­inn bréfleiðis þann 22. jan­úar síð­ast­lið­inn, þar sem mörgum þing­mönnum hafi þótt full­yrð­ingar hennar um leka­málið í þing­sal vera mót­sagna­kenndar eða ekki geta stað­ist. Eftir að boð nefnd­ar­innar var ítrekað þann 12. mars afþakk­aði Hanna Birna form­lega boðið bréfleiðis fjórum dögum síð­ar.

Auglýsing

Óheppi­legt að Hanna Birna hafi ekki viljað ræða leka­máliðÍ Eyj­unni í kvöld sagði Helgi Hjörvar: „Það sem er ein­hvern veg­inn ólokið í þessu er fram­koma hennar eða sam­skipti við Alþingi sem ráð­herra. Vegna þess að það er erfitt, og nú hef ég ekki fengið tæki­færi til að ræða þetta við hana beint á nefnd­ar­fundi eins og ég hefði óskað, að líta öðru­vísi á en svo að hún hafi að minnsta kosti ekki upp­lýst þingið eins vel og hún gat, ef maður á ekki að segja að hún hafi bein­línis villt um fyrir þing­inu með ýmsum ummælum sem hún lét þar falla. Það er ekk­ert sem var tekið á í skýrslu umboðs­manns eða afsögn hennar sem ráð­herra laut að, og það varðar auð­vitað þann trúnað sem hún nýtur í þing­inu. Sagði hún okkur satt um það sem var að ger­ast? Það er óheppi­legt að hún hafi ekki tekið þá umræðu við nefnd­ina.“

Aðspurður um hvernig honum lit­ist á end­ur­komu Hönnu Birnu svar­aði Brynjar Níels­son, sem er vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar: „Mér líst bara ágæt­lega á það. Hún er kjörin þing­maður og á að mæta í vinn­una.“ Aðspurður um hvort það ríki sátt innan þin­flokks­ins um end­ur­komu Hönnu Birnu svar­aði Brynjar: „Það held ég svona almennt, en ég svo sem hef ekki kannað það. Auð­vitað getur verið að ein­hverjir hafi mis­mun­andi skoð­anir á því hvað sé best að gera og hvað sé skyn­sam­leg­ast fyrir hana að gera og svo fram­veg­is, það er bara eins og gengur og ger­ist.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None