Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi

Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

„Ekk­ert eitt getum við gert sem skiptir meira máli en það að ná aftur tökum á verð­lags­þróun og það ætti að vera í for­grunni umræð­unn­ar. Hvað getum við gert til þess að slá aftur niður verð­bólgu­vænt­ing­ar? Hvernig getum við beitt rík­is­fjár­mál­unum til að svo megi verða og hvernig sam­stillum við þær aðgerðir við aðgerðir Seðla­bank­ans? Ekk­ert eitt skiptir meira máli en nákvæm­lega þetta.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir þing­maður Flokks fólks­ins sagði að rík­is­stjórnin þyrfti að sýna póli­tískt hug­rekki og verja heim­il­in. Hún þyrfti að taka póli­tíska ákvörðun og gefa út yfir­lýs­ingu um að eng­inn skyldi missa heim­ili sitt í því ástandi sem fyr­ir­sjá­an­legt væri að varði um hríð. Hún spurði ráð­herr­ann meðal ann­ars hvort rík­is­stjórnin væri til­búin til þess að tryggja heim­ilum stöð­ug­leika eða ætl­aði hún að láta þau „gossa“.

Auglýsing

Ást­hildur Lóa hóf fyr­ir­spurn sína á því að segja að hækk­anir á greiðslu­byrði heim­ila og fyr­ir­tækja upp á tugi þús­unda á mán­uði væru í kort­un­um.

„Við horfðum á með­ferð bank­anna á heim­il­unum eftir síð­asta hrun og þar var enga mis­kunn að finna. Og þótt það hrun væri alfarið þeim sjálfum að kenna þá kunnu þeir ekk­ert að skamm­ast sín heldur fóru af fullri hörku eftir eigin fórn­ar­lömb­um. Og nú stefnir aftur í að heim­il­unum verði fórnað fyrir svo­kall­aðan stöð­ug­leika. En fyrir hvern er sá stöð­ug­leiki ef heim­il­unum er fórnað fyrir hann?“ spurði hún.

Boð­aðar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar „munu aug­ljós­lega ekki duga til“

Þá spurði þing­mað­ur­inn einnig hvernig hann sæi fyrir sér að heim­ili, með 300.000 til 500.000 til ráð­stöf­unar á mán­uði, réði við 25.000 til 40.000 króna hækk­un. Það væri það sem myndi bæt­ast við lán margra vegna 1 pró­sent hækk­unar á við­mið­un­ar­vöxtum Seðla­bank­ans.

„Tug­þús­unda­hækk­anir eru yfir­vof­andi á leigu­mark­aði og boð­aðar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar vegna þeirra munu aug­ljós­lega ekki duga til. Hvað verður um leigj­endur sem ekki standa undir hækk­andi leigu? Hvar eiga þeir að búa?“ spurði hún.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Mann­rétt­indi að eiga heim­ili

„Er rík­is­stjórnin til­búin að gefa það út að eng­inn muni missa heim­ili sitt í þeim hremm­ingum sem fyr­ir­sjá­an­legar eru og aðstæðum sem venju­legt heim­ili hefur lítil sem engin áhrif á? Og að lok­um? Er rétt­læt­an­legt að svipta hund­ruð eða þús­undir fjöl­skyldna heim­ilum sínum fyrir stöð­ug­leika hinna? Er rétt­læt­an­legt að sumir gjaldi fyrir stöð­ug­leik­ann með heim­ili sínu? Er rétt­læt­an­legt að krefj­ast slíkra fórna?

Það eru mann­rétt­indi að eiga heim­ili og börn eiga rétt á að búa á öruggu heim­ili. Rík­is­stjórnin þarf að sýna póli­tískt hug­rekki og verja heim­il­in. Hún þarf að taka póli­tíska ákvörðun og gefa út yfir­lýs­ingu um að eng­inn skuli missa heim­ili sitt í því ástandi sem fyr­ir­sjá­an­legt er að vari um hríð. Aðeins þannig tryggjum við heim­il­unum stöð­ug­leika. Er rík­is­stjórnin til­búin til þess eða ætlar hún að láta heim­ilin gossa?“ spurði hún að lok­um.

Dregur í efa að dæmið sem þing­mað­ur­inn nefndi sé dæmi­gert

Bjarni svar­aði og sagði að það væri ástæða til þess að fylgj­ast mjög náið með greiðslu­byrði og getu heim­il­anna til að standa í skilum með skuld­bind­ingar sín­ar.

„Við getum þó haft í huga í þessu sam­bandi að sú staða hefur ekki áður verið betri en í upp­hafi þessa árs og undir lok þess síð­asta, það er hlut­fall heim­ila sem eiga í vand­ræðum með að láta enda ná saman um lok mán­aðar hefur ekki áður verið lægra og það er mjög góð vís­bend­ing,“ sagði ráð­herr­ann og bætti því við að hann leyfði sér að draga í efa að þetta væri dæmi­gert til­vik sem Ást­hildur Lóa nefndi – að það væri algengt að fólk neð­ar­lega í tekju­stig­anum væri að sjá þetta mikla aukn­ingu á greiðslu­byrði á mán­uði vegna síð­ustu vaxta­á­kvörð­un­ar.

Þetta er einnig í höndum fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna

„En það breytir ekki hinu að rík­is­stjórnin hefur þegar ákveðið að bregð­ast við og ég ætla að mæla hér fyrir frum­varpi síðar í dag um aðgerðir til þess að koma til móts við þá sem hvað minnst hafa milli hand­anna í sam­fé­lag­inu. Ekk­ert eitt getum við gert sem skiptir meira máli en það að ná aftur tökum á verð­lags­þróun og það ætti að vera í for­grunni umræð­unn­ar. Hvað getum við gert til þess að slá aftur niður verð­bólgu­vænt­ing­ar? Hvernig getum við beitt rík­is­fjár­mál­unum til að svo megi verða og hvernig sam­stillum við þær aðgerðir við aðgerðir Seðla­bank­ans?

Ekk­ert eitt skiptir meira máli en nákvæm­lega þetta. Í milli­tíð­inni, þar til því verður náð, eru mörg úrræði og þau eru ekki öll ein­göngu hjá rík­is­vald­inu til að grípa inn í. Þau eru líka í höndum fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna sem hafa hér ríkri skyldu að gegna við að koma til móts við þarfir þeirra sem þurfa á fyr­ir­greiðslu að halda,“ sagði hann.

Varð­andi leigj­endur þá sagði Bjarni að hann væri þeirrar skoð­unar að stjórn­völd þyrftu að fylgj­ast jafn vel með þeim mark­aði eins og hús­næð­is­mark­aðnum þar sem kaup­endur eru fyrir og eig­endur vegna þess að þar sýndu töl­urnar að það væru líka við­kvæm heim­ili sem ættu í hlut.

Fjár­mála­fyr­ir­tækin „sýna enga mis­kunn“

Ást­hildur Lóa kom aftur í pontu og sagði að málið væri að of seint væri í rass­inn gripið að gera eitt­hvað þegar fólk væri komið í vanda – og hann væri fyr­ir­sjá­an­leg­ur.

„Það að ætla að treysta á mis­kunn fjár­mála­fyr­ir­tækja – hæst­virtur ráð­herra verður bara að fyr­ir­gefa – það gengur ekki upp. Þau sýna enga mis­kunn, ég hef per­sónu­lega reynslu af því og það hafa þús­undir ann­arra. Það er ekk­ert hægt að treysta á það, hún er ekki fyrir hendi. Og hversu dýru verði er það keypt að ná tökum á verð­bólg­unni með þessum hætti? Kostn­að­ur­inn við hús­næði er stærsti póst­ur­inn hjá öllum heim­ilum og hann hækk­ar.

Þetta er líka sá póstur sem fólk hefur minnsta stjórn á. Það getur stjórnað neyslu sinni, við getum ákveðið að keyra minna eða kaupa ódýr­ari teg­undir af ein­hverju eða bara ákveðið að lifa á hafra­graut í ein­hvern tíma til að bjarga okkur ef þess þarf. En hús­næð­is­kostn­að­ur­inn er það sem er hvað erf­ið­ast að standa und­ir. Mig langar bara að nefna að við förum allt aðrar leiðir en þjóð­irnar í kringum okkur þar sem vextir eru ekki svona háir. Í 9 pró­sent verð­bólgu eru Bretar að hækka um 0,25 pró­sent,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Hefur per­sónu­lega reynslu af því að þurfa nauð­beygður að taka lán á hærri vöxtum

Bjarni svar­aði í annað sinn og sagði að í sögu­legu ljósi væru vextir ekki mjög háir í dag. Hann hefði einmitt per­sónu­lega reynslu, eins og Ást­hildur Lóa, af því að þurfa nauð­beygður að taka lán á langtum hærri vöxtum en eru mark­aðsvextir í dag – langtum hærri vöxtum – og sitja svo uppi með 20 pró­sent afskriftir af hús­bréf­un­um, þar sem hann hefði í raun og veru ein­ungis fengið 80 pró­sent af lán­inu sem hann lof­aði að borga til baka.

„Í þessu sam­hengi, í sögu­legu ljósi, eru kjörin enn þann dag í dag mjög góð. Það breytir því ekki að margir kunni að hafa spennt bog­ann mjög hátt og þola lít­ið, hafa ekki mikið borð fyrir báru til að ráða við aukna greiðslu­byrði. Þá eru mörg úrræði sem á að horfa til áður en til þess kemur að menn grípi inn í, eins og hátt­virtur þing­maður er í raun og veru að leggja til hér, að ríkið grípi inn í samn­inga um hús­næð­is­lán, grípi með ein­hverjum hætti inn í mál­in, og þvingi fram nið­ur­stöðu sem ekki fæst á mark­aði. Ég verð að segja að á þessum tíma­punkti held ég að það væri mikið óráð að fara þá leið,“ sagði ráð­herr­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent