Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins

Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.

Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Auglýsing

Mælt er með því að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að Ísland verði sem fyrst metið með aðferðum Global Food Security Index (GFSI) í nýjum til­lögum og grein­ar­gerð um aðgerðir til að auka fæðu­ör­yggi Íslands. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, mat­væla­ráð­herra, hefur lagt til­lög­urnar sem eru í alls 16 liðum fyrir rík­is­stjórn en þær miða að því að efla fæðu­ör­yggi. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að í fram­hald­inu verði unnið með þessar til­lögur í annarri stefnu­mótun stjórn­valda. Jóhannes Svein­björns­son, dós­ent við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands vann til­lög­urnar og grein­ar­gerð.

Í grein­ar­gerð­inni er fjallað nánar um GFSI mæli­kvarð­ann og lagt til að mat sam­kvæmt honum verði gerð sem fyrst. Slíkt geti sagt til um hversu góðar aðstæður eru fyrir fæðu­ör­yggi í land­inu. „Það er til dæmis gert með því að meta reglu­lega heild­ar­fæðu­neyslu á íbúa og fylgj­ast með þróun mat­væla­verðs og hvaða áhrif sú þróun hefur á þau sem búa við lök­ustu kjör­in,“ segir á ver stjórn­ar­ráðs­ins.

GFSI mæli­kvarð­inn hefur verið birtur árlega frá 2012 en Ísland er ekki á meðal þeirra 113 ríkja sem mæli­kvarð­inn náði til í síð­ustu útgáfu. „Upp­bygg­ing GFSI end­ur­speglar betur en aðrir ein­stakir mæli­kvarðar þá þætti sem taka þarf til­lit til þegar tryggja á fæðu­ör­yggi þjóða,“ segir í grein­ar­gerð með til­lög­un­um. Meg­in­stoðir mæli­kvarð­ans eru fjór­ar; aðgengi, fæðu­kaup­geta, gæði og öryggi og loks nátt­úru­auð­lindir og þan­þol fæðu­kerfa.

Auglýsing

Hafa stofnað starfs­hóp um neyð­ar­birgðir

Ein til­lagn­anna snýr að neyð­ar­birgðum en lagt er til að neyð­ar­birgða­hald sé á ábyrgð eins stjórn­valds á lands­vísu sem ein­göngu hefur með að gera birgða­hald út frá sjón­ar­hóli fæðu­ör­ygg­is. Nú þegar hefur verið stofn­aður sér­stakur starfs­hópur um neyð­ar­birgðir á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins sem er ætlað að taka ákvarð­anir um slíkt.

“Hvað varðar allar neyð­ar­birgðir er lagt til að stjórn­völd beri kostnað en semji um fram­kvæmd­ina við inn­flytj­endur var­anna. Til greina getur komið að hafa sam­vinnu við nágranna­þjóð­ir, einkum Norð­ur­löndin um neyð­ar­birgðir í ein­hverjum til­vik­um. Lagt er til að fjár­mögnun neyð­ar­birgða byggi á föstum tekju­stofn­um, en sé ekki háð fjár­lögum hvers árs,“ segir í til­lög­unni.

Meg­in­á­herslu þarf að leggja á öryggi fram­boðs, þrátt fyrir bak­trygg­ingu í neyð­ar­birgð­um, segir í annarri til­lögu. Í því felst vinna við áhættu­grein­ingar fyrir ein­staka atburði sem snögg­lega geta leitt til ójafn­vægis í fæðu­kerfi og fram­boðskeðjum á borð við stríðsógn­ir, heims­far­aldra og nátt­úru­vár.

Hlut­deild inn­lendrar fram­leiðslu á græn­meti og kjöti lækkar

Lagt er til að reglu­lega fari fram mat á útkomum fæðu­ör­ygg­is, „svo sem heild­ar­fæðu­neyslu á íbúa og sjálfsafla­hlut­falli lands­ins fyrir ein­staka fæðu­flokka.“ Sjálfsafla­hlut­fall er notað til að meta fæðu­ör­yggi og er skil­greint út frá hlut­deild heild­ar­fram­leiðslu í land­inu af heild­ar­neyslu. Með hærra sjálfsafla­hlut­falli eykst fæðu­sjálf­stæði þjóða sem er mæli­kvarði á hversu vel fæðu­fram­leiðsla full­nægir fæðu­þörf þjóða, burt­séð frá því hvort þjóðin velji að selja hluta af fram­leiðslu sinni á alþjóð­legum mörk­uðum og kaupa ann­ars konar fæðu í stað­inn eða ekki.

Þó sjálfsafla­hlut­fall sé ekki hluti af GSFI mæli­kvarð­anum er margt sem mælir með því að fylgj­ast með því, að því er fram kemur í áður­nefndri grein­ar­gerð, en bent er á að hlut­fallið hafi lækkað nokkuð hratt að und­an­förnu.

Í því sam­hengi er vitnað í nýlega skýrslu um fæðu­ör­yggi á Íslandi þar sem seg­ir: „Garð­yrkjan sér fyrir um 43% af fram­boði græn­met­is, búfjár­ræktin sér fyrir um 90% af kjöti, 96% af eggjum og 99% af mjólk­ur­vör­um. Inn­lend fram­leiðsla á korni til mann­eldis er um 1% af heild­ar­neyslu.“ Þessar tölur gilda fyrir árið 2019 en til sam­an­burðar var inn­lend fram­leiðsla á græn­meti og kjöti 56 og 98 pró­sent af mark­aðnum ára­tug fyrr. Fisk­veiðar og fisk­eldi sjá aftur á móti fyrir fiski sem nemur marg­faldri þörf lands­manna.

Veik­leikar fæðu­fram­leiðsl­unnar hér á landi liggja í fram­leiðslu plöntu­af­urða. Að mati Jóhann­esar Svein­björns­son­ar, höf­undar grein­ar­gerð­ar­inn­ar, liggja mestu sókn­ar­færin í auk­inni fram­leiðslu korns, bæði til mann­eldis og fóð­urs fyrir búfé, sem og í að auka hlut­deild inn­lendrar fram­leiðslu græn­met­is. Vegna hnatt­stöðu lands­ins sé það hins vegar fjar­lægur draumur að auka fram­leiðslu á öðrum plöntu­af­urðum til mann­eldis á borð við ávexti, hnetur og baun­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent