Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins

Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.

Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Auglýsing

Mælt er með því að íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir því að Ísland verði sem fyrst metið með aðferðum Global Food Security Index (GFSI) í nýjum til­lögum og grein­ar­gerð um aðgerðir til að auka fæðu­ör­yggi Íslands. Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, mat­væla­ráð­herra, hefur lagt til­lög­urnar sem eru í alls 16 liðum fyrir rík­is­stjórn en þær miða að því að efla fæðu­ör­yggi. Á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að í fram­hald­inu verði unnið með þessar til­lögur í annarri stefnu­mótun stjórn­valda. Jóhannes Svein­björns­son, dós­ent við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands vann til­lög­urnar og grein­ar­gerð.

Í grein­ar­gerð­inni er fjallað nánar um GFSI mæli­kvarð­ann og lagt til að mat sam­kvæmt honum verði gerð sem fyrst. Slíkt geti sagt til um hversu góðar aðstæður eru fyrir fæðu­ör­yggi í land­inu. „Það er til dæmis gert með því að meta reglu­lega heild­ar­fæðu­neyslu á íbúa og fylgj­ast með þróun mat­væla­verðs og hvaða áhrif sú þróun hefur á þau sem búa við lök­ustu kjör­in,“ segir á ver stjórn­ar­ráðs­ins.

GFSI mæli­kvarð­inn hefur verið birtur árlega frá 2012 en Ísland er ekki á meðal þeirra 113 ríkja sem mæli­kvarð­inn náði til í síð­ustu útgáfu. „Upp­bygg­ing GFSI end­ur­speglar betur en aðrir ein­stakir mæli­kvarðar þá þætti sem taka þarf til­lit til þegar tryggja á fæðu­ör­yggi þjóða,“ segir í grein­ar­gerð með til­lög­un­um. Meg­in­stoðir mæli­kvarð­ans eru fjór­ar; aðgengi, fæðu­kaup­geta, gæði og öryggi og loks nátt­úru­auð­lindir og þan­þol fæðu­kerfa.

Auglýsing

Hafa stofnað starfs­hóp um neyð­ar­birgðir

Ein til­lagn­anna snýr að neyð­ar­birgðum en lagt er til að neyð­ar­birgða­hald sé á ábyrgð eins stjórn­valds á lands­vísu sem ein­göngu hefur með að gera birgða­hald út frá sjón­ar­hóli fæðu­ör­ygg­is. Nú þegar hefur verið stofn­aður sér­stakur starfs­hópur um neyð­ar­birgðir á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins sem er ætlað að taka ákvarð­anir um slíkt.

“Hvað varðar allar neyð­ar­birgðir er lagt til að stjórn­völd beri kostnað en semji um fram­kvæmd­ina við inn­flytj­endur var­anna. Til greina getur komið að hafa sam­vinnu við nágranna­þjóð­ir, einkum Norð­ur­löndin um neyð­ar­birgðir í ein­hverjum til­vik­um. Lagt er til að fjár­mögnun neyð­ar­birgða byggi á föstum tekju­stofn­um, en sé ekki háð fjár­lögum hvers árs,“ segir í til­lög­unni.

Meg­in­á­herslu þarf að leggja á öryggi fram­boðs, þrátt fyrir bak­trygg­ingu í neyð­ar­birgð­um, segir í annarri til­lögu. Í því felst vinna við áhættu­grein­ingar fyrir ein­staka atburði sem snögg­lega geta leitt til ójafn­vægis í fæðu­kerfi og fram­boðskeðjum á borð við stríðsógn­ir, heims­far­aldra og nátt­úru­vár.

Hlut­deild inn­lendrar fram­leiðslu á græn­meti og kjöti lækkar

Lagt er til að reglu­lega fari fram mat á útkomum fæðu­ör­ygg­is, „svo sem heild­ar­fæðu­neyslu á íbúa og sjálfsafla­hlut­falli lands­ins fyrir ein­staka fæðu­flokka.“ Sjálfsafla­hlut­fall er notað til að meta fæðu­ör­yggi og er skil­greint út frá hlut­deild heild­ar­fram­leiðslu í land­inu af heild­ar­neyslu. Með hærra sjálfsafla­hlut­falli eykst fæðu­sjálf­stæði þjóða sem er mæli­kvarði á hversu vel fæðu­fram­leiðsla full­nægir fæðu­þörf þjóða, burt­séð frá því hvort þjóðin velji að selja hluta af fram­leiðslu sinni á alþjóð­legum mörk­uðum og kaupa ann­ars konar fæðu í stað­inn eða ekki.

Þó sjálfsafla­hlut­fall sé ekki hluti af GSFI mæli­kvarð­anum er margt sem mælir með því að fylgj­ast með því, að því er fram kemur í áður­nefndri grein­ar­gerð, en bent er á að hlut­fallið hafi lækkað nokkuð hratt að und­an­förnu.

Í því sam­hengi er vitnað í nýlega skýrslu um fæðu­ör­yggi á Íslandi þar sem seg­ir: „Garð­yrkjan sér fyrir um 43% af fram­boði græn­met­is, búfjár­ræktin sér fyrir um 90% af kjöti, 96% af eggjum og 99% af mjólk­ur­vör­um. Inn­lend fram­leiðsla á korni til mann­eldis er um 1% af heild­ar­neyslu.“ Þessar tölur gilda fyrir árið 2019 en til sam­an­burðar var inn­lend fram­leiðsla á græn­meti og kjöti 56 og 98 pró­sent af mark­aðnum ára­tug fyrr. Fisk­veiðar og fisk­eldi sjá aftur á móti fyrir fiski sem nemur marg­faldri þörf lands­manna.

Veik­leikar fæðu­fram­leiðsl­unnar hér á landi liggja í fram­leiðslu plöntu­af­urða. Að mati Jóhann­esar Svein­björns­son­ar, höf­undar grein­ar­gerð­ar­inn­ar, liggja mestu sókn­ar­færin í auk­inni fram­leiðslu korns, bæði til mann­eldis og fóð­urs fyrir búfé, sem og í að auka hlut­deild inn­lendrar fram­leiðslu græn­met­is. Vegna hnatt­stöðu lands­ins sé það hins vegar fjar­lægur draumur að auka fram­leiðslu á öðrum plöntu­af­urðum til mann­eldis á borð við ávexti, hnetur og baun­ir.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent