Segir loftlagsráðstefnuna í París líklega mikilvægasta fund mannkynnssögunar

kristinvala.jpg
Auglýsing
Kristín Vala Ragn­ars­dótt­ir, pró­fessor í sjálf­bærni­vís­indum við Háskóla Íslands, segir að al­þjóð­lega lofts­lags­ráð­stefnan í París í des­em­ber sé lík­lega mik­il­væg­asti fundur mann­kyns­sög­un­ar. Ef það náist ekki árangur á henni þá muni mann­kynið að öllum lík­indum missa tæki­færið til að hafa áhrif á loft­lags­mál úr hönd­um ­sér. Þetta kom fram í við­tali við Krist­ínu Völu í Helg­ar­út­gáf­unni á Rás 2 í dag. Kristín Vala hefur á síð­ustu árum stýrt stórum rann­sókn­ar­verk­efnum sem snúa að sjálf­bærni, meðal ann­ars verk­efnis sem nýtur styrks frá Evr­ópu­sam­band­inu þar sem jarð­vegur er rann­sak­aður sem kerfi. Í þætt­inum sagði hún að ef það næst ekki árangur á fund­inum í París gæti stór hluti jarð­ar­innar orðið óbyggi­legur fyrir mann­inn í lok þess­arar ald­ar­. „Ég held í raun­inni að þessi fundur sem verður í París í des­em­ber sé lík­lega mik­il­væg­asti fundur sem hald­inn hafi verið í heim­inum okkar alla tíð. Ef við náum ekki árangri þar, hvernig við ætlum að minnka útblást­ur, þá erum við lík­leg­ast búin að missa lofts­lags­málin út úr hönd­unum á okk­ur. Þá förum við út í fleiri og fleiri jákvæða hringi sem valda meiri og meiri hlýn­un. Í stað­inn fyrir að við endum í tveimur gráðum með því að minnka gríð­ar­lega mikið útblást­ur, þá förum við kannski í fimm, sex gráður í lok þess­arar ald­ar. Þá verður stór hluti jarð­ar­innar óbyggi­legur fyrir mann­inn. Við erum þegar farin að sjá allt þetta streymi fólks frá hinum ýmsu Afr­íku­ríkj­um. Þetta eru ríki þar sem er mikið þjóð­fé­lags­legt ójafn­vægi vegna lofts­lags­breyt­inga."

Kristín Vala skrifar reglu­lega álits­greinar á Kjarn­ann, meðal ann­ars um umhverf­is­mál og sjálf­bærni.

Auglýsing

Miklar vonir bundnar við Par­ís­ar­ráð­stefn­unaMiklar vonir eru bundnar við lofts­lags­ráð­stefn­una í París en þar er mark­miðið að búa til laga­lega bind­andi þver­þjóð­legt sam­komu­lag um lofts­lags­mál­in. Und­ir­bún­ingur fyrir ráð­stefn­una hefur staðið und­an­farin ár, ekki síst með­ ­stefnu­mótun ein­stakra þjóða í orku­mál­u­m. ­Ljóst er að mik­ill vilji virð­ist vera hjá stórum leik­endum á alþjóða­svið­inu til að bregð­ast við þeirri vá sem loft­lags­breyt­ing­ar.

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, setti til að mynda nýjar loft­lags­reglur í síð­ustu viku með ein­hliða ákvörðun emb­ætt­is­ins um að losun koltví­oxíðs út í and­rúms­loftið verði minnkuð um 32 pró­sent árið 2030 miðað við losun árs­ins 2005. Ákvörð­unin hefur mætt þó nokk­urri and­stöðu frá repúblikönum og orku­fyr­ir­tækj­um.

„Við eigum bara eitt heimili. Það er bara ein Jörð. Það er ekkert plan B,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, þegar hann kynnti áætlun sína í síðustu viku. „Við erum fyrsta kynslóðin sem finnur fyrir áhrifum hnattrænnar hlýnunar. Við erum síðasta kynslóðin sem getur gert eitthvað í því.“ „Við eigum bara eitt heim­ili. Það er bara ein Jörð. Það er ekk­ert plan B,“ sagði Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, þegar hann kynnti áætlun sína í síð­ustu viku. „Við erum fyrsta kyn­slóðin sem finnur fyrir áhrifum hnatt­rænnar hlýn­un­ar. Við erum síð­asta kyn­slóðin sem getur gert eitt­hvað í því.“

Margir af helstu leið­togum heims­ins hafa fagnað þess­ari áætlun Obama.Francois Hollande, Frakk­lands­for­seti, sagði hug­rekki Obama mikið í að ná þessu í gegn. „Þetta mun hjálpa mikið til þegar kemur að lofts­lags­ráð­stefn­unni í Par­ís,“ sagði hann. Ban Ki-Moon, aðal­rit­ari Sam­ein­uðu þjóð­anna, tók í sama streng. „Áætlun Obama er til fyr­ir­myndar um nauð­syn­lega fram­tíð­ar­sýn sem þarf til að minnka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda,“ sagði í yfir­lýs­ingu frá skrif­stofu aðal­rit­ar­ans.

Nýverið til­kynntu íslensk stjórn­völd mark­mið lands­ins í lofts­lags­málum til árs­ins 2030. Íslensk stjórn­völd munu leit­ast við að ná sam­eig­in­legu mark­miði með Evr­ópu­sam­bands­ríkj­unum og Nor­egi um 40 pró­sent minnkun los­unar koltví­oxíðs sé miðað við árið 1990.

Á ráð­stefn­unni í París verður meiri krafa gerð til þró­aðra ríkja en þró­un­ar­ríkja, að því er segir í frétta­til­kynn­ingu umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins síðan í júní. Þar segir einnig af aðferð­inni sem freist­ast verður til að nota. Ólíkt því þegar Kýótó-­sam­komu­lagið var gert, þegar samið var um los­un­ar­mark hvers rík­is, er hverju ríki ætlað að setja sér eigin mark­mið til árs­ins 2030.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None