Lavrov: Bandaríkin verða að vinna með Assad í Sýrlandi

kerry_lavrov.jpg
Auglýsing

Sergei Lavrov, utan­rík­is­ráð­herra Rúss­lands, lét hafa eftir sér í rúss­neskum miðlum í dag að Banda­ríkin verði að hefja sam­starf með stjórn Bashar al-Assad í Sýr­landi, eigi að vinn­ast sigur gegn Íslamska rík­inu. Sigur verði ekki unn­inn nema með alþjóð­legri sam­vinnu.

Banda­ríkin sendu í morgun sex F-16 orustu­þotur til Tyrk­lands sem eiga að halda áfram loft­árásum á svæði undir stjórn Íslamska rík­is­ins í Sýr­landi og Írak. Tyrkir sam­þykktu nýlega að her banda­manna gegn Íslamska rík­inu fengi að nota flug­velli í Tyrk­landi.

Stjórn­völd í Moskvu hafa hins vegar gagn­rýnt Banda­ríkin fyrir að vilja ekki vinna með stjórn­völdum í Sýr­landi, banda­mönnum Rússa, í stríð­inu gegn Íslamska rík­inu. „Vinir okkar í Banda­ríkj­unum og fleiri löndum hafa ítrekað neitað að við­ur­kenna Assad sem banda­mann, sem er skrít­ið,“ sagði Lavrov. Reuters greinir frá.

Auglýsing

„Assad er gildur banda­maður þegar kemur að útrým­ingu efna­vopna en ein­hvern­veg­inn er hann það ekki þegar kemur að bar­áttu gegn hryðju­verk­um,“ sagði Lavrov enn fremur og vís­aði til sam­komu­lags milli Sýr­lands, Rúss­lands og Banda­ríkj­anna um útrým­ingu efna­vopna fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs­ins.

Banda­rík­in, Sádí-­Ar­abía og stjórn­ar­and­stæð­ingar í Sýr­landi hafa ekki viljað vinna með Assad vegna þess að þeir eru á einu máli um að hann verði að láta af völd­um. Sam­vinna með honum gegn Íslamska rík­inu gæti reynst stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við hann og stöðu hans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None