Segir réttmætt að efast um óhlutdrægni Jóns Steinars

jon-steinar.png
Auglýsing

Hæsta­rétta­lög­mað­ur­inn Ragnar H. Hall skrifar pistil á Press­una í dag þar sem hann fjallar um ummæli Jóns Stein­ars Gunn­laugs­son­ar, fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ara, um að hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur­inn Gestur Jóns­son hafi fengið hag­stæðar afgreiðslur á sínum málum fyrir rétt­inum sem „ef­ast má um að sumir aðrir hefðu feng­ið“ hjá hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anum Mark­úsi Sig­ur­björns­syni. Ragnar segir ummæli Jóns Stein­ars fela í sér mjög alvar­legar dylgjur í garð dóm­ara og spyr svo hvort „verið [sé] að gefa í skyn að Markús hafi allan starfs­tíma sinn í Hæsta­rétti verið í ein­hverju „góð­vina­hlut­verki“ þegar Gestur Jóns­son tengd­ist ein­hverjum mál­u­m?“. Ragnar og Gestur Jóns­son eru á meðal eig­enda lög­mann­stof­unnar Mark­ar­inn­ar.

Kjarn­inn greindi frá því á föstu­dag að í haust­hefti tíma­rits­ins Þjóð­mála hefðu birtst þrír kaflar úr vænt­an­legri bók Jóns Stein­ars sem kemur út í októ­ber. Hún ber heit­ið Í krafti –sann­fær­ingar – saga lög­manns og dóm­ara. Um­mælin um Gest Jóns­son koma fram í þessum köfl­um. Hægt er að lesa frétt Kjarn­ans um málið hér.

Trufl­aði ekki Jón Steinar að dæma í málum sem fyrrum sam­starfs­fé­lagar fluttuRagnar fjallar einnig um mögu­lega hlut­drægni Jóns Stein­ars í þeim málum sem fyrrum sam­starfs­menn hans fluttu fyrir Hæsta­rétti á meðan að hann var dóm­ari við rétt­inn. Orð­rétt segir Ragn­ar: „Jón Steinar var skip­aður dóm­ari við Hæsta­rétt í októ­ber 2004.  Und­an­fari þeirrar skip­unar var óvenju­legur að því leyti, að lög­menn á til­tek­inni lög­manns­stofu tóku sig til og söfn­uðu und­ir­skriftum sem afhentar voru ráð­herra, en þar var skorað á ráð­herr­ann að skipa Jón Steinar í emb­ætt­ið.   Ekki virt­ist það trufla Jón við að dæma í málum sem við­kom­andi lög­menn fluttu, en það gæti líka verið efni­viður fyrir áhuga­menn um sam­sær­is­kenn­ing­ar.

Jón Steinar rak eins og kunn­ugt er lög­mann­stofu í ára­tugi áður en hann varð dóm­ari í Hæsta­rétt­i.  Á árinu 1993 kom til starfa hjá honum Karl Axels­son lög­mað­ur, og þeir störf­uðu saman allt þar til Jón fór til dóm­ara­starfa 2004.  Karl varð með­eig­andi að lög­manns­stof­unni ein­hvern tíma á þessu ára­bil­i.  Þessi tengsl hindr­uðu Jón ekki í því að dæma í málum sem Karl flutti fyrir Hæsta­rétti, a. m. k. ell­efu mál­u­m.  Í tíu af þessum ell­efu málum vissu lög­menn ekki hverjir dæmdu málin fyrr en þeir fengu dóm­inn í hend­ur.  -  Ég hef enga ástæðu til að ætla að Jón Steinar hafi verið hlut­drægur í þeim mál­u­m.  Ég held því hins vegar fram gagn­að­ilar Karls hafi haft rétt­mæta ástæðu til að draga óhlut­drægni Jóns Stein­ars í efa í þessum mál­u­m.  Þessa athuga­semd má ekki skoða sem sneið til Karls Axels­sonar lög­manns, sem ég tel í hópi vænstu manna í lög­manna­stétt­inni, enda getur hann ekki frekar en aðrir lög­menn stjórnað því hvaða dóm­arar fá mál til með­ferðar í Hæsta­rétt­i.  Dóm­arar gæta sjálfir að hæfi sínu til með­ferðar hvers máls.“

Auglýsing

Hægt er að lesa pistil Ragn­ars í heild sinni hér. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None