Segir stöðuna á BUGL óásættanlega

Mennta- og barnamálaráðherra segir að biðtíminn á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) sé algjörlega óásættanlegur. Þingmaður Pírata spurði ráðherrann á þingi hvænær farsældarlögin færu að skila árangri.

Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra.
Auglýsing

Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra og Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata ræddu bið­tíma á barna- og ung­linga­geð­deild Land­spít­al­ans (BUGL) í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í vik­unni og svokölluð far­sæl­ar­lög þar sem meg­in­mark­miðið er að börn og for­eldrar sem á þurfa að halda hafi aðgang að sam­þættri þjón­ustu við hæfi án hind­r­ana.

Björn Leví hóf fyr­ir­spurn sína á að benda á að þann 12. júní 2019 hefði verið sam­þykkt á þingi fram­kvæmda­á­ætlun í mál­efnum barna. Allir greiddu atkvæði með áætl­un­inni sem var kostn­að­ar­metin upp á rúma 1,2 millj­arða króna.

„Ég finn að vísu ein­ungis um 800 millj­ónir í fjár­lögum síðan þá. Áætl­unin sner­ist meðal ann­ars um sam­starf og heild­ar­sýn í mál­efnum barna, snemmtæka íhlutun og fyr­ir­byggj­andi aðgerð­ir,“ sagði hann.

Auglýsing

Með­al­bið­tími um sjö og hálfur mán­uður

Björn Leví greindi frá því að starfs­fólk BUGL hefði komið á fund vel­ferð­ar­nefndar í vik­unni og kynnt starf­semi sína og óásætt­an­legan bið­tíma eftir með­ferð. „Með­al­bið­tími er um sjö og hálfur mán­uður og aukn­ing hefur verið í bráða­til­fellum í COVID sem hefur slæm áhrif á þann biðlista. Helstu skila­boð starfs­fólks­ins til okkar voru að efla ætti fyr­ir­byggj­andi aðgerð­ir.“

Benti hann jafn­framt á að fram­kvæmda­á­ætl­unin næði ein­ungis út þetta ár, 2019 til 2022, og að ein­sýnt væri að ekki næð­ist að klára öll þau verk­efni sem eru til­greind í þeirri áætl­un.

„Það er til dæmis ekki einu sinni búið að taka fyrstu skóflustung­una að nýju með­ferð­ar­heim­ili í Garðabæ enn. Það er enn áhuga­verð­ara að ný fram­kvæmda­á­ætlun í mál­efnum barna er ekki á þing­mála­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Ef fjár­magna ætti nýja áætlun ætti hún að vera til­búin í vor til að hægt sé að taka til­lit til hennar í fjár­mála­á­ætlun og í fjár­lögum næsta árs.

Miðað við þetta, óljósar fjár­heim­ildir vegna fram­kvæmda­á­ætl­un­ar, að fram­kvæmda­á­ætlun er ekki að klárast, það vantar nýja fram­kvæmda­á­ætlun og það er fjöldi bráða­til­fella hjá BUGL og biðlistar lengjast, spyr ég: Hvenær megum við eiga von á því að far­sæld­ar­lögin fari að skila árangri? Er það á þessu ári, á næsta ári, eftir fimm ár? Ráð­herra hlýtur að vita það með nægi­legri nákvæmni til að geta sagt okkur það hér og nú: Hvenær fara far­sæld­ar­lögin að skila árangri og með­ferð­ar­úr­ræði á fyrsta og öðru stigi að hafa áhrif á það að við þurfum í raun ekki að nýta þriðja stig­ið?“ spurði hann.

Björn Leví Gunnarsson Mynd: Bára Huld Beck

„Ég verð að segja að ég er mjög óþol­in­móður mað­ur“

Ásmundur Einar svar­aði og sagði að staðan á BUGL væri óásætt­an­legt. „Í lok síð­asta kjör­tíma­bils vorum við búin að vinna sam­eig­in­lega vinnu, félags­mála­ráðu­neytið og heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið, varð­andi grein­ingu á þeim málum og biðlista almennt og ég og nýr heil­brigð­is­ráð­herra höfum rætt með hvaða hætti við förum inn í það mál. Ég hef fulla trú á því að hægt verði að ná mjög vel utan um þau mál, af því að þessi bið­tími er alger­lega óásætt­an­leg­ur.“

Varð­andi fyr­ir­spurn­ina sjálfa þá sagði ráð­herr­ann að það væri hár­rétt hjá Birni Leví að hugs­unin á bak við far­sæld­ar­lög­gjöf­ina væri að grípa fyrr inn í til að draga úr þriðja stigs úrræðum og þeim þátt­um.

„Ég verð að segja að ég er mjög óþol­in­móður mað­ur. Lögin tóku gildi 1. jan­úar og ég myndi gjarnan vilja að við gætum látið þetta allt saman taka gildi einn, tveir og þrír. Það fjár­magn til að mynda sem rennur til sveit­ar­fé­laga, hluti af fjár­magn­inu rennur til sveit­ar­fé­laga og hluti til rík­is, samn­ingum sem tengj­ast því er lok­ið. Það er búið að ljúka útfærslu á því og nýbúið að klára þá skipt­ingu þannig að það rennur til sveit­ar­fé­lag­anna. Það er gríð­ar­lega mik­il­vægt að fara í sam­tal við skóla­kerf­ið, leik­skóla­kerfið og fram­halds­skól­ana.

Við erum byrjuð að ræða það mjög stíft núna við þá aðila sem þar eru en auð­sjá­an­lega hefur COVID-far­ald­ur­inn tals­verð áhrif vegna þess að það hefur ekki mikið annað kom­ist að í skóla­kerf­inu en að leysa dag frá degi úr málum vegna sam­komu­tak­mark­ana. Vænt­ingar mínar standa til þess að á þessu ári förum við að sjá ákveð­inn árangur skila sér í því að við brjótum niður múra og getum gripið fyrr inn í og boðið upp á fyrsta og ann­ars stigs úrræði. En við þurfum að vera með­vituð um að það mun taka þessa breyt­ingu, sem þarf að teygja sig inn í alla anga í þjón­ustu við börn og ung­menni, þrjú til fimm ár að skila fullum árangri og það var mark­miðið og upp­leggið í laga­frum­varp­inu þegar það var sam­þykkt hér síð­asta vor,“ sagði hann.

Vand­inn er að núvern­andi fram­kvæmda­á­ætlun klárað­ist ekki

Björn Leví þakk­aði í fram­hald­inu skýr svör. „Á þessu ári eigum við að fara að byrja að sjá ein­hver við­brögð og á þremur til fimm árum verður komin full inn­leið­ing. Vand­inn sem ég sé og ástæðan fyrir því að ég spyr er að núver­andi fram­kvæmda­á­ætlun klárað­ist ekki. Þá seinkar óhjá­kvæmi­lega öllu öðru síðar í ferl­inu, allri annarri inn­leið­ingu. Eins og staðan er núna þarf barn sem líður illa að bíða í rúma sjö mán­uði eftir aðstoð,“ sagði hann.

„Við vinnsl­una lagði ráð­herra mikla áherslu á að reikna sparn­að­inn sem fælist í því að grípa börn snemma, áður en vand­inn yrði of stór, til þess að við þyrftum ekki þriðja stigs úrræð­in, sem kosta mikið og barnið er komið á gríð­ar­lega skað­legan stað þegar svo er kom­ið. Við eigum í vanda­málum með ákveðna mönnun í þessum úrræðum þannig að þegar allt kemur til alls, hvernig getur ráð­herra sann­fært okkur um að inn­leið­ing­unni verði lokið eftir þrjú til fimm ár?“ spurði Björn Leví.

Þurfa að end­ur­skipu­leggja öll úrræðin

Ásmundur Einar svar­aði í annað sinn og sagð­ist taka undir með þing­mann­inum þegar hann velti fyrir sér hvernig hægt væri að sann­færa þing­heim um að ljúka inn­leið­ing­unni.

„Ég held að það sé hægt að gera það með því að vera í sam­felldu sam­starfi við þing­ið. Hluti af lög­gjöf­inni felst í því að kjósa sér­staka þing­manna­nefnd sem á að vinna með ráðu­neyt­inu að inn­leið­ing­unni, þannig að við munum gera allt sem við getum til að ljúka inn­leið­ing­unni að fullu. En það er alveg rétt hjá hátt­virtum þing­manni að það er þungur endi sem eru þriðja stigs úrræði í dag og við þurfum að fara ofan í það í bráð, þ.e. bráða­vanda á ein­staka stofn­un­um, BUGL og fleirum, en líka með hvaða hætti við ætlum að sjá úrræðin á þriðja stig­inu.

Við þurfum að end­ur­skipu­leggja þau öll. Við hófum þá vinnu í lok síð­asta kjör­tíma­bils og höldum henni áfram núna vegna þess að það skortir líka sam­tal þar á milli. Það er oft þannig að barn sem er á einum stað velk­ist á nokkrum öðrum stöðum í við­bót. Þannig að lög­gjöfin mun líka auð­velda þriðja stigs end­ann á úrræð­un­um. Þess vegna leggjum við alla áherslu á inn­leið­ingu þess­arar lög­gjafar og það verður meg­in­verk­efni nýs mennta- og barna­mála­ráðu­neytis að inn­leiða hana,“ sagði ráð­herr­ann og þakk­aði Birni Leví fyrir fyr­ir­spurn­irnar og orða­skiptin um þetta mál.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent