Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna

Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.

Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra von­ast til að þingið geti sam­mælst um til­teknar breyt­ingar er lúta sér­stak­lega að því að auka gagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, og sér­stak­lega stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, vegna þess að sú sam­þjöppun sem átt hefur sér stað sé ekki sann­gjörn. Hún sé ekki rétt­lát og ekki í sam­ræmi við vænt­ingar sam­fé­lags­ins um það hvernig þess­ari atvinnu­grein á að vera fyrir kom­ið.

Þetta kom fram í máli ráð­herr­ans í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dóttir for­maður Við­reisnar spurði hana meðal ann­ars hver skoðun hennar væri á sjáv­ar­út­vegs­kerf­inu.

Þor­gerður Katrín hóf mál sitt á því að segja að birt­ing­ar­mynd sjáv­ar­út­vegs­stefnu rík­is­stjórn­ar­flokk­anna síð­ast­liðin fjögur ár kæmi fram í mun hærri arð­greiðslum til eig­enda sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna en þau borg­uðu rík­inu í veiði­gjöld.

Auglýsing

Vilja ekki koll­varpa kerf­inu heldur breyta því

„Síðan er það reyndar önnur birt­ing­ar­mynd þessa dag­ana að það á skerða hlut smá­báta­sjó­manna. Við skulum líka hafa það hug­fast að ríkið á eftir þetta að greiða alla þjón­ustu fyrir útgerð­irnar sem teng­ist til að mynda Hafró, Verð­lags­stofu skipta­verðs og Fiski­stofu. Kvóta­kerf­ið, vel að merkja, var á sínum tíma mik­il­vægt og það var nauð­syn­legt skref fyrir hag­kvæman og sjálf­bæran sjáv­ar­út­veg. Vill Við­reisn koll­varpa kerf­inu? Nei, en við viljum breyt­ing­ar, tví­mæla­laust, því kerfið þarfn­ast upp­færslu fyrir þjóð­ina sem eins og sakir standa er alger­lega mis­boðið hvernig fyr­ir­komu­lagið er varð­andi einka­að­gang að auð­lind­inni.

Við þurfum auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá sem und­ir­strikar skil­yrð­is­lausan rétt þjóð­ar­innar með tíma­bundnum samn­ingum en ekki við­var­andi, óskil­yrtan rétt útgerða líkt og stjórn­ar­flokk­arnir vilja. Við þurfum mark­aðs­leið í sjáv­ar­út­vegi eins og tæp­lega 90 pró­sent þjóð­ar­innar vilja til að tryggja hennar hlut. Þjóðin treystir ekki þessu möndli stjórn­ar­flokk­anna um flókið og van­á­ætlað veiði­gjald því þetta er ekk­ert annað en möndl þeirra á milli,“ sagði þing­mað­ur­inn.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mynd: Bára Huld Beck

Þá minnt­ist Þor­gerður Katrín á að sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra ætl­aði að skipa nefnd. „Gott og vel. Við vitum ekki hvernig hún verður skip­uð. Það eina sem við vitum er að það er einn fasti og það er að SFS verður örugg­lega í nefnd­inni. En hver er skoðun ráð­herr­ans sjálfs? Hún var ekki skoð­ana­laus í þverpóli­tískri nefnd sem hún sat í sjálf eftir kosn­ing­arnar 2016 og hún er það vart nú nema himn­arnir fari að hrynja yfir mig.

Ég vil því spyrja í fyrsta lagi: Mun ráð­herra beita sér fyrir mark­aðs­leið í sjáv­ar­út­vegi? Í öðru lagi: Mun hún beita sér fyrir tíma­bundnum samn­ingum líkt og hennar nálgun var í þverpóli­tísku sátta­nefnd­inni árið 2017? Og í þriðja lagi: Hver er skoðun ráð­herr­ans á kerf­inu? Hvar ætlar hún að beita sér fyrir breyt­ingum í þágu þjóð­ar­inn­ar, í þágu þess að við sjáum aukna sann­girni og rétt­læti þegar kemur að fisk­veiði­auð­lind þjóð­ar­inn­ar?“ spurði hún.

Vill auka gagn­sæi í rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja

Svan­dís svar­aði og sagði að hún hefði setið í emb­ætti sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra í sjö vikur en að Þor­gerður Katrín hefði verið í því emb­ætti fyrir nokkrum árum í all­nokkra mán­uði. Hún sagði að það væri rétt að hún hefði setið í nefnd sem ætlað var að fara yfir fisk­veiði­stjórn­ar­kerfið og leggja fram til­lögur til úrbóta.

„Ekki vannst tími til að gera það á þeim tíma, en þau sjón­ar­mið sem ég hélt til haga við það borð eru þau sjón­ar­mið sem ég held enn til haga og mun gera, meðal ann­ars við­horf sem ekki fóru mjög hátt við borðið í þeirri nefnd, sem er krafan um auð­linda­á­kvæði í stjórn­ar­skrá. Það var mín afstaða þá og er enn að það er mik­il­vægt að það ákvæði sé í grunn­lög­gjöf íslenska rík­is­ins, þannig að það sé algjör­lega á hreinu á hverju það hvíl­ir.

Mínar vænt­ingar standa til þess að við getum sam­mælst um til­teknar breyt­ingar sem lúta sér­stak­lega að því að auka gagn­sæi í rekstri fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, og sér­stak­lega stærstu fyr­ir­tækja lands­ins, vegna þess að sú sam­þjöppun sem átt hefur sér stað er ekki sann­gjörn. Hún er ekki rétt­lát og hún er ekki í sam­ræmi við vænt­ingar sam­fé­lags­ins um það hvernig þess­ari atvinnu­grein á að vera fyrir kom­ið.“

Svan­dís sagði að meta þyrfti árangur af atvinnu- og byggða­kvóta og strand­veið­um. „Við þurfum að kanna hvort það fyr­ir­komu­lag, sem var reyndar komið á lagg­irnar í tíð Vinstri grænna í sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neyt­inu, hafi sann­ar­lega stutt atvinnu­líf á lands­byggð­inn­i.“

Skiptir máli að fá skoðun ráð­herr­ans

Þor­gerður Katrín kom í pontu í annað sinn og sagði að það skipti engu máli hversu lengi ráð­herra væri í rík­is­stjórn, hann hefði alltaf skoðun á mál­inu. „Og það skiptir máli að við fáum að heyra hverjar skoð­anir hæst­virts ráð­herra eru á þessu.“

Hún sagði að henni sýnd­ist á öllu að það væri að ein­hverju leyti um sýnd­ar­mennska að ræða til að halda rík­is­stjórn­inni saman því að fyr­ir­staðan til rétt­látra breyt­inga væru þeir flokkar sem eru í rík­is­stjórn með VG, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn.

„Við sáum þetta síð­ast þegar auð­linda­á­kvæði stjórn­ar­skrár á síð­asta kjör­tíma­bili var rætt. Þegar við ræddum fyr­ir­komu­lag veiði­gjalda, það mátti engu breyta. Kerfi frekar gert flókið og lítt gegn­sætt. Og síðan nátt­úru­lega dæma­lausan felu­leik stjórn­ar­innar varð­andi skýrsl­una góðu um eigna­tengsl útgerð­ar­innar í íslensku atvinnu­lífi. Þannig að ég segi nú bara: Hvernig væri nú að setja þjóð­ina í fyrsta sæti þegar við komum að því að skoða breyt­ingar á sjáv­ar­út­vegs­kerf­in­u.“

Greinir á um ágæti mark­aðs­lausna

Svan­dís svar­aði í annað sinn og sagði að hún hefði aldrei sér­stak­lega verið þeirrar skoð­unar að mark­að­ur­inn væri leiðin til að leysa allan vanda.

„Og þar greinir okkur senni­lega á, mig og hátt­virtan þing­mann sem kemur kirfi­lega úr hægr­inu í íslenskum stjórn­málum og telur að mark­aðs­lausnir séu yfir­leitt rétta leiðin vegna þess að ég tel að það sé mjög mik­il­vægt að við höfum fyrst og fremst að leið­ar­ljósi heild­ar­hags­muni sam­fé­lags­ins og þá ekki bara byggð­anna í land­inu heldur ekki síður umhverf­is­sjón­ar­mið­in. Sjálf­bær nýt­ing auð­lind­anna og hags­munir Íslands á alþjóða­vett­vangi að því er varðar haf­ið, hvort sem þar eru umhverf­is­sjón­ar­mið­in, nýt­ing­ar­sjón­ar­miðin eða utan­rík­is­sjón­ar­mið­in. Þetta eru mjög mik­il­vægir þættir og verða und­ir­staða minna ákvarð­ana í þessu ráðu­neyti og ég treysti því að hátt­virtur þing­maður og for­maður Við­reisn­ar, að mér fylgi góðar óskir frá henni í því verk­efn­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent