Segir það alrangt að forgangsraðað hafi verið í þágu þeirra með mestu fjármunina

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að forgangsraðað hafi verið í þágu þeirra sem minnst höfðu fram að bjóða í hlutabréfaútboði Íslandsbanka. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ekki sammála.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ræddu sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

„Ekki er furða að þátt­taka í útboð­inu hafi verið afbragðs­góð, enda verið að gefa hluta af arð­bærri eign. Fjár­festar fengu eign almenn­ings að gjöf og það er ekk­ert annað en banka­gjöf að selja hluti bank­ans á und­ir­verði sem kaup­endur seldu svo á rúm­lega fullu verði örfáum dögum síð­ar,“ sagði Odd­ný. Ráð­herr­ann sagði að í umræð­unni sæist í „vinstri vanga“ Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þing­mað­ur­inn hóf mál sitt á þingi í dag með því að segja að salan á 35 pró­senta hlut rík­is­ins í Íslands­banka hefði verið gagn­rýnd harð­lega. Rík­is­stjórnin hefði með söl­unni boðið rík­ustu Íslend­ing­unum og erlendum fjár­fest­ing­ar­sjóðum til veislu á kostnað almenn­ings.

Auglýsing

„Arfa­vit­laus“ fjár­mála­stjórn að selja banka á und­ir­verði

Oddný sagði enn fremur að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði ákveðið að selja banka á und­ir­verði, banka sem gefið hefði millj­arða í rík­is­sjóð und­an­farin ár og styrkt þannig vel­ferð­ar­sam­fé­lag­ið. „Það er arfa­vit­laus fjár­mála­stjórn að selja banka á und­ir­verði til að greiða niður skuldir á lágum vöxt­um. Í eig­enda­stefnu rík­is­ins segir um sölu banka að gæta þurfi að lang­tíma­hags­munum rík­is­sjóðs og stuðla eigi að heil­brigðu eign­ar­haldi til lengri tíma.“

Spurði hún hvort ekki væri aug­ljóst að fjár­mála­ráð­herra hefði mis­tek­ist að laða að bank­anum heppi­lega bak­hjarla með áhuga fyrir lang­tíma­banka­rekstri og þjón­ustu við íslenska við­skipta­vini, sterka bak­hjarla sem kynnu banka­rekstur líkt og lagt væri til í hvít­bók sem rík­is­stjórnin sjálf hefði látið gera sem und­an­fara söl­unn­ar.

Vís­aði hún í grein Ásgeirs Brynjars Torfa­son­ar, dokt­ors í fjár­mál­um, sem birt­ist í Vís­bend­ingu í síð­ustu viku þar sem hann spurði hver hagur íslenskra við­skipta­vina bank­anna, líf­eyr­is­sjóð­anna eða íslenska fjár­mála­mark­að­ar­ins væri yfir höfuð af því að þjóð­ar­sjóður Abú Dabí eða kon­ungs­ríki Sádi-­Ar­abíu gæti komið hingað til lands og náð 20 til 25 pró­senta ávöxtun á einni viku. „Getur hæst­virtur ráð­herra svarað því? Og gróð­inn er allur á kostnað almenn­ings vegna ákvörð­unar hæst­virts ráð­herra og rík­is­stjórn­ar­innar að selja banka á und­ir­verð­i.“

Hafa beitt mark­að­inum til þess að fá end­an­legt verð

Bjarni svar­aði og sagði að menn keppt­ust nú við að útskýra fyrir þeim að „við höfum selt banka á of lágu verði sem sögðu að ekki væri hægt að selja bank­ann vegna þess að ekki myndi fást nægi­lega hátt verð. Þetta er fólkið sem allt lagð­ist gegn því af þeim ástæðum að aðstæður byðu ekki upp á það. En við héldum okkar striki og sýndum fram á að eft­ir­spurnin var næg og hún var mikil og við náðum okkar helstu mark­miðum með því að fá hluta­bréf í Íslands­banka skráð.“

Vildi hann minna á að rík­is­stjórn sem hann átti aðild að hefði á sínum tíma tekið Íslands­banka af kröfu­höf­unum án end­ur­gjalds. „Nú vitum við hvers virði eign­ar­hluti rík­is­ins er sem ekki var seld­ur. Við höfum beitt mark­að­inum til þess að fá end­an­legt verð á þann hlut og það kemur í ljós að við höfum lík­lega verið að van­meta þessa eign okkar þrátt fyrir að við höfum núna selt á mark­aði yfir bók­færðu verði rík­is­ins.“

Bjarni vildi einnig vekja athygli á því að með söl­unni hefði ríkið ein­ungis selt um það bil 12,5 pró­sent af eign­ar­hlutum sínum í fjár­mála­fyr­ir­tækjum „en fyrir söl­una vorum við langstærsti eig­andi að fjár­mála­fyr­ir­tækjum í Evr­ópu. Þeir eru til sem vilja ekki sjá fjár­mála­fyr­ir­tæki nema í eigu rík­is­ins, nú eða í eigu líf­eyr­is­sjóða. En ég er þeirrar skoð­unar að almenn þátt­taka fólks­ins í land­inu, í gegnum skrán­ingu, Kaup­höll­ina, sé af hinu góða.“

Sagði hann það vera alrangt sem Oddný sagði að það hefði verið for­gangs­raðað í þágu þeirra sem mesta fjár­muni hafa. „Þvert á móti, eina fólkið sem ekki var skert var fólkið sem bauðst að kaupa fyrir 50.000 krónur eða allt upp í 1 milljón af sparn­aði sínum með þessum hætti. Það var því for­gangs­raðað í þágu þeirra sem minnst höfðu fram að bjóða í þessu útboði, sem fór afskap­lega vel, og ríkið stendur miklu betur á eft­ir.“

Ekk­ert annað en banka­gjöf

Oddný spurði í annað sinn og sagði að það hlytu að vera tölu­verð von­brigði fyrir Bjarna að þeir sem gagn­rýndu sölu­á­formin og nú söl­una hefðu í raun haft rétt fyrir sér allan tím­ann.

Oddný Harðardóttir Mynd: Bára Huld Beck

„En nei, svo er ekki. Hann er hæstá­nægð­ur. Ekki er furða að þátt­taka í útboð­inu hafi verið afbragðs­góð, enda verið að gefa hluta af arð­bærri eign. Fjár­festar fengu eign almenn­ings að gjöf og það er ekk­ert annað en banka­gjöf að selja hluti bank­ans á und­ir­verði sem kaup­endur seldu svo á rúm­lega fullu verði örfáum dögum síð­ar.

Blasir ekki við að nýir eig­end­ur, hverjir sem þeir nú eru eða verða, geri hærri ávöxt­un­ar­kröfu og að við­skipta­vinir bank­ans, sem flestir höfðu ekki ráð á því að taka þátt í útboð­inu því það er ekki svo að allur almenn­ingur eigi milljón til að skella á borðið til að kaupa sér hlut á afslátt­ar­verði í banka, þurfi að greiða fyrir arð­sem­is­kröfu nýrra eig­enda með hærri vöxtum og þjón­ustu­gjöldum til bank­ans?“ spurði hún.

„Fólkið sem vill ekki selja banka á bara að segja það hreint út“

Bjarni greip þessi orð þing­manns­ins á lofti og sagði að þarna sæist í „vinstri vang­ann á Sam­fylk­ing­unni. Vang­ann sem trúir því ekki að fjár­mála­fyr­ir­tæki geti yfir höfuð verið í einka­eigu, þ.e. á almennum mark­aði. Sam­fylk­ingin sem trúir því ein­göngu að ríkið eigi að fara með slíka hluti og eigi að beita eign­ar­hlutum sínum í fjár­mála­fyr­ir­tækjum til að gefa fólki góð kjör. Vænt­an­lega að fara í ein­hvers konar núll­rekst­ur.

Það var nákvæm­lega þessi hug­mynda­fræði sem hefði mátt koma fram fyrir söl­una. Ekki koma hingað eftir söl­una og tala um að verðið hafi ekki verið nógu hátt. Þið eruð ekk­ert að tala um það. Þið eruð að tala um það að þið viljið ein­fald­lega ekki að svona hlutir séu mark­aðs­sett­ir, jafn­vel þótt þið hafið á sínum tíma setið í rík­is­stjórn og boðað 30 pró­senta sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Fólkið sem vill ekki selja banka á bara að segja það hreint út. Aðferða­fræðin sem notuð var í þessu dæmi, þessu máli, söl­unni á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka, var teiknuð upp í rík­is­stjórn­ar­tíð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Lögin um Banka­sýsl­una, aðferða­fræðin sem beitt var – nákvæm­lega for­skrift Sam­fylk­ing­ar­innar úr rík­is­stjórn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent