Segir það alrangt að forgangsraðað hafi verið í þágu þeirra með mestu fjármunina

Fjármála- og efnahagsráðherra segir að forgangsraðað hafi verið í þágu þeirra sem minnst höfðu fram að bjóða í hlutabréfaútboði Íslandsbanka. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar er ekki sammála.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Oddný Harð­ar­dóttir þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra ræddu sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

„Ekki er furða að þátt­taka í útboð­inu hafi verið afbragðs­góð, enda verið að gefa hluta af arð­bærri eign. Fjár­festar fengu eign almenn­ings að gjöf og það er ekk­ert annað en banka­gjöf að selja hluti bank­ans á und­ir­verði sem kaup­endur seldu svo á rúm­lega fullu verði örfáum dögum síð­ar,“ sagði Odd­ný. Ráð­herr­ann sagði að í umræð­unni sæist í „vinstri vanga“ Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Þing­mað­ur­inn hóf mál sitt á þingi í dag með því að segja að salan á 35 pró­senta hlut rík­is­ins í Íslands­banka hefði verið gagn­rýnd harð­lega. Rík­is­stjórnin hefði með söl­unni boðið rík­ustu Íslend­ing­unum og erlendum fjár­fest­ing­ar­sjóðum til veislu á kostnað almenn­ings.

Auglýsing

„Arfa­vit­laus“ fjár­mála­stjórn að selja banka á und­ir­verði

Oddný sagði enn fremur að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hefði ákveðið að selja banka á und­ir­verði, banka sem gefið hefði millj­arða í rík­is­sjóð und­an­farin ár og styrkt þannig vel­ferð­ar­sam­fé­lag­ið. „Það er arfa­vit­laus fjár­mála­stjórn að selja banka á und­ir­verði til að greiða niður skuldir á lágum vöxt­um. Í eig­enda­stefnu rík­is­ins segir um sölu banka að gæta þurfi að lang­tíma­hags­munum rík­is­sjóðs og stuðla eigi að heil­brigðu eign­ar­haldi til lengri tíma.“

Spurði hún hvort ekki væri aug­ljóst að fjár­mála­ráð­herra hefði mis­tek­ist að laða að bank­anum heppi­lega bak­hjarla með áhuga fyrir lang­tíma­banka­rekstri og þjón­ustu við íslenska við­skipta­vini, sterka bak­hjarla sem kynnu banka­rekstur líkt og lagt væri til í hvít­bók sem rík­is­stjórnin sjálf hefði látið gera sem und­an­fara söl­unn­ar.

Vís­aði hún í grein Ásgeirs Brynjars Torfa­son­ar, dokt­ors í fjár­mál­um, sem birt­ist í Vís­bend­ingu í síð­ustu viku þar sem hann spurði hver hagur íslenskra við­skipta­vina bank­anna, líf­eyr­is­sjóð­anna eða íslenska fjár­mála­mark­að­ar­ins væri yfir höfuð af því að þjóð­ar­sjóður Abú Dabí eða kon­ungs­ríki Sádi-­Ar­abíu gæti komið hingað til lands og náð 20 til 25 pró­senta ávöxtun á einni viku. „Getur hæst­virtur ráð­herra svarað því? Og gróð­inn er allur á kostnað almenn­ings vegna ákvörð­unar hæst­virts ráð­herra og rík­is­stjórn­ar­innar að selja banka á und­ir­verð­i.“

Hafa beitt mark­að­inum til þess að fá end­an­legt verð

Bjarni svar­aði og sagði að menn keppt­ust nú við að útskýra fyrir þeim að „við höfum selt banka á of lágu verði sem sögðu að ekki væri hægt að selja bank­ann vegna þess að ekki myndi fást nægi­lega hátt verð. Þetta er fólkið sem allt lagð­ist gegn því af þeim ástæðum að aðstæður byðu ekki upp á það. En við héldum okkar striki og sýndum fram á að eft­ir­spurnin var næg og hún var mikil og við náðum okkar helstu mark­miðum með því að fá hluta­bréf í Íslands­banka skráð.“

Vildi hann minna á að rík­is­stjórn sem hann átti aðild að hefði á sínum tíma tekið Íslands­banka af kröfu­höf­unum án end­ur­gjalds. „Nú vitum við hvers virði eign­ar­hluti rík­is­ins er sem ekki var seld­ur. Við höfum beitt mark­að­inum til þess að fá end­an­legt verð á þann hlut og það kemur í ljós að við höfum lík­lega verið að van­meta þessa eign okkar þrátt fyrir að við höfum núna selt á mark­aði yfir bók­færðu verði rík­is­ins.“

Bjarni vildi einnig vekja athygli á því að með söl­unni hefði ríkið ein­ungis selt um það bil 12,5 pró­sent af eign­ar­hlutum sínum í fjár­mála­fyr­ir­tækjum „en fyrir söl­una vorum við langstærsti eig­andi að fjár­mála­fyr­ir­tækjum í Evr­ópu. Þeir eru til sem vilja ekki sjá fjár­mála­fyr­ir­tæki nema í eigu rík­is­ins, nú eða í eigu líf­eyr­is­sjóða. En ég er þeirrar skoð­unar að almenn þátt­taka fólks­ins í land­inu, í gegnum skrán­ingu, Kaup­höll­ina, sé af hinu góða.“

Sagði hann það vera alrangt sem Oddný sagði að það hefði verið for­gangs­raðað í þágu þeirra sem mesta fjár­muni hafa. „Þvert á móti, eina fólkið sem ekki var skert var fólkið sem bauðst að kaupa fyrir 50.000 krónur eða allt upp í 1 milljón af sparn­aði sínum með þessum hætti. Það var því for­gangs­raðað í þágu þeirra sem minnst höfðu fram að bjóða í þessu útboði, sem fór afskap­lega vel, og ríkið stendur miklu betur á eft­ir.“

Ekk­ert annað en banka­gjöf

Oddný spurði í annað sinn og sagði að það hlytu að vera tölu­verð von­brigði fyrir Bjarna að þeir sem gagn­rýndu sölu­á­formin og nú söl­una hefðu í raun haft rétt fyrir sér allan tím­ann.

Oddný Harðardóttir Mynd: Bára Huld Beck

„En nei, svo er ekki. Hann er hæstá­nægð­ur. Ekki er furða að þátt­taka í útboð­inu hafi verið afbragðs­góð, enda verið að gefa hluta af arð­bærri eign. Fjár­festar fengu eign almenn­ings að gjöf og það er ekk­ert annað en banka­gjöf að selja hluti bank­ans á und­ir­verði sem kaup­endur seldu svo á rúm­lega fullu verði örfáum dögum síð­ar.

Blasir ekki við að nýir eig­end­ur, hverjir sem þeir nú eru eða verða, geri hærri ávöxt­un­ar­kröfu og að við­skipta­vinir bank­ans, sem flestir höfðu ekki ráð á því að taka þátt í útboð­inu því það er ekki svo að allur almenn­ingur eigi milljón til að skella á borðið til að kaupa sér hlut á afslátt­ar­verði í banka, þurfi að greiða fyrir arð­sem­is­kröfu nýrra eig­enda með hærri vöxtum og þjón­ustu­gjöldum til bank­ans?“ spurði hún.

„Fólkið sem vill ekki selja banka á bara að segja það hreint út“

Bjarni greip þessi orð þing­manns­ins á lofti og sagði að þarna sæist í „vinstri vang­ann á Sam­fylk­ing­unni. Vang­ann sem trúir því ekki að fjár­mála­fyr­ir­tæki geti yfir höfuð verið í einka­eigu, þ.e. á almennum mark­aði. Sam­fylk­ingin sem trúir því ein­göngu að ríkið eigi að fara með slíka hluti og eigi að beita eign­ar­hlutum sínum í fjár­mála­fyr­ir­tækjum til að gefa fólki góð kjör. Vænt­an­lega að fara í ein­hvers konar núll­rekst­ur.

Það var nákvæm­lega þessi hug­mynda­fræði sem hefði mátt koma fram fyrir söl­una. Ekki koma hingað eftir söl­una og tala um að verðið hafi ekki verið nógu hátt. Þið eruð ekk­ert að tala um það. Þið eruð að tala um það að þið viljið ein­fald­lega ekki að svona hlutir séu mark­aðs­sett­ir, jafn­vel þótt þið hafið á sínum tíma setið í rík­is­stjórn og boðað 30 pró­senta sölu á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka. Fólkið sem vill ekki selja banka á bara að segja það hreint út. Aðferða­fræðin sem notuð var í þessu dæmi, þessu máli, söl­unni á eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka, var teiknuð upp í rík­is­stjórn­ar­tíð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Lögin um Banka­sýsl­una, aðferða­fræðin sem beitt var – nákvæm­lega for­skrift Sam­fylk­ing­ar­innar úr rík­is­stjórn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent