Stefna að opnun Sundabrautar árið 2031

Borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra undirrituðu í dag yfirlýsingu um lagningu Sundabrautar. Ekki er enn ljóst hvort brú eða göng verða fyrir valinu en framkvæmdin verður fjármögnuð með gjaldtöku.

Ríki og borg sammælast um að Sundabraut verði lögð alla leið á Kjalarnes, í einni samfelldri framkvæmd, en ekki aðeins í Gufunes.
Ríki og borg sammælast um að Sundabraut verði lögð alla leið á Kjalarnes, í einni samfelldri framkvæmd, en ekki aðeins í Gufunes.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra og Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri í Reykja­vík und­ir­rit­uðu í dag yfir­lýs­ingu um lagn­ingu Sunda­braut­ar. Í yfir­lýs­ing­unni sam­mæl­ast ríki og borg um það að Sunda­braut verði lögð til Kjal­ar­ness í einni sam­felldri fram­kvæmd. Stefnt er að því að fram­kvæmdir hefj­ist árið 2026 og að Sunda­braut verði tekin í notkun árið 2031. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins.

Ekki er gert ráð fyrir því að rík­is­sjóður muni koma til með að fjár­magna vega­fram­kvæmd­ina, heldur verði Sunda­braut fjár­mögnuð með veggjöld­um. Gjald­taka á Sunda­braut muni þó ekki standa lengur en í 30 ár. „Sunda­braut er meðal sex sam­göngu­mann­virkja sem falla undir lög um sam­vinnu­verk­efni um vega­fram­kvæmdir sem heim­ila að eiga sam­vinnu við einka­að­ila um fjár­mögn­un, hönn­un, und­ir­bún­ing og fram­kvæmdir ásamt við­haldi og rekstri í til­tek­inn tíma,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Brú eða göng?

Fyrr á þessu ári greindi Sig­urður Ingi frá því að nið­ur­staða starfs­hóps um legu Sunda­brautar hefði verið sú að brú væri talin afger­andi betri kostur en jarð­göng til þess að tengja Sæbraut við Gufu­nes. Brú væri mun ódýr­ari kostur og hefði auk þess jákvæð áhrif umfram göng, svo sem á heild­arakstur og tíma­sparnað umferðar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, almenn­ings­sam­göng­ur, hjóla- og göngu­leið­ir.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni er hins vegar ekk­ert ákveðið í þeim efnum hvort brú eða göng verða fyrir val­inu, enda sá mögu­leiki enn fyrir hendi að Sunda­göng verði ofan á. „Þessi yfir­lýs­ing tryggir það og und­ir­strikar mik­il­vægi sam­ráðs við íbúa og hags­muna­að­ila í næstu skref­um. Sunda­göng og Sunda­brú eru áfram megin val­kost­irn­ir. Í kjöl­far félags­hag­fræði­legrar grein­ingar tekur við frek­ari sam­an­burður og rýni á öllum umhverf­is­þáttum og mót­væg­is­að­gerðum vegna hugs­an­legra nei­kvæðra áhrifa af umferð fyrir nær­liggj­andi hverf­i,“ er haft eftir Degi B. Egg­erts­syni í til­kynn­ingu stjórn­ar­ráðs­ins.

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum áður­nefnds starfs­hóps eru minni sjón­ræn áhrif meðal þeirra kosta sem fylgja jarð­göng­um. Þá myndu brú­ar­fram­kvæmdir hafa meiri áhrif á hafn­ar­starf­semi á fram­kvæmda­tíma. Sama hvort verður fyrir val­inu, göng eða brú, er ein af for­sendum beggja leiða sú að Sæbraut verði lögð í stokk.

Alþjóð­leg hönn­un­ar­sam­keppni verði brú fyrir val­inu

Líkt og áður segir er næsta skref í verk­efn­inu að ljúka félags­hag­fræði­legri grein­ingu á þessum tveimur kostum við þverun Klepps­vík­ur. Þar verður greindur og met­inn afleiddur kostn­aður og áhrif á starf­semi í Sunda­höfn og nær­liggj­andi íbúð­ar­hverfi.

Frá undirritun yfirlýsingar um lagningu Sundabrautar. Mynd: Stjórnarráðið

Eftir að þeirri vinnu lýkur verður haf­ist handa við að und­ir­búa breyt­ingar á aðal­skipu­lagi borg­ar­innar sem feli í sér end­an­legt leið­ar­val Sunda­braut­ar. „Stuðst verður við umhverf­is­mat fram­kvæmd­ar­innar og rík áhersla lögð á sam­ráð við íbúa og aðra hags­muna­að­ila í öllum þáttum skipu­lags og umhverf­is­mats,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Ríki og borg sam­mæl­ast um að Sunda­braut verði lögð alla leið á Kjal­ar­nes, í einni sam­felldri fram­kvæmd, en ekki aðeins í Gufu­nes, til þess að hægt sé að ná mark­miðum verk­efn­is­ins sem snúa að því að beina umferð ekki óhóf­lega um íbúa­hverfi Graf­ar­vogs. Þá er kveðið á um það í yfir­lýs­ing­unni að fram­kvæmdin taki mið af umferð fyrir gang­andi og hjólandi og tryggi góðar sam­göngur hjól­reiða­fólks til og frá Kjal­ar­nesi.

Ríki og borg eru sam­mála um það að ef Sunda­brú verður fyrir val­inu en ekki Sunda­göng þá skal efna til alþjóð­legrar hönn­un­ar­sam­keppni um Sunda­brú, í ljósi þess hversu áber­andi brúin verður í borg­ar­mynd­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent