Sundabrú myndi rísa allt að 35 metrum yfir haffletinum í Kleppsvík

Starfshópi sem falið var að meta hvort fýsilegra væri að nota jarðgöng og lágbrú til að þvera Kleppsvík í tengslum við Sundabraut komst að þeirri niðurstöðu að kostir brúar væru meiri. Sundabrú yrði hins vegar ekki neitt sérlega lág.

Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Auglýsing

Brú yfir Klepps­vík, sem til­laga er gerð um í nýrri skýrslu starfs­hóps og talin er fýsi­legri kostur en jarð­göng yfir í Gufu­nes, yrði engin smá­smíði. Þegar orðið „lág­brú,“ er nefnt eru eflaust fáir sem sjá fyrir sér brú af þeirri stærð­argráðu sem teiknuð hefur verið upp og stefnt er að, sem fýsi­leg­asta kost­i.

Sam­kvæmt upp­færðri til­lögu frá Eflu verk­fræði­stofu er gengið út frá því að brúin verði 1.172 metra löng og því lengsta brú á Íslandi. Hún er næstum því 300 metrum lengri en hin aflagða Skeið­ar­ár­brú á Skeið­ar­ár­sandi, til sam­an­burð­ar. Um helm­ingur brú­ar­innar yrði á landi í Sunda­höfn til móts við Holta­veg en um helm­ingur yfir hafflet­in­um. 

Brú­in, eins og hún er teiknuð upp á til­lög­unni, rís hæst í um 35 metra hæð yfir haf­flöt­inn og áætlað er að næstum því 30 metra há skip geti siglt undir hana, í 100 metra breiðri sigl­inga­renn­u. 

Í reynd hefur verið fallið alveg frá hug­myndum um „lág­brú“ á þessum stað, en starfs­hópnum var ætlað að skoða mis­mun­andi útfærslur að brú sem lík­legt væri að sátt næð­ist um.

Þetta er leiðin sem stefnt er að.Brúin þarf að vera svona há til þess að athafna­svæðið í Sunda­höfn, sem verður undir fyr­ir­hug­aðri brú, verði ekki fyrir raski. Áfram á að vera hægt að sigla stórum skipum inn að við­legu­kanti sem er innar í Klepps­vík­inn­i. 

Faxa­flóa­hafn­ir, sem áttu full­trúa í starfs­hópn­um, höfðu áður lýst hug­mynd­inni um lág­brú á þessum stað sem „rot­höggi“ fyrir starf­semi Sunda­hafn­ar.

Tæp­lega 30 millj­arðar í Sunda­brú eina og sér

Þessi brú yrði mikið mann­virki, sem end­ur­spegl­ast í kostn­að­ar­töl­unum sem settar eru fram í skýrslu starfs­hóps­ins, en brúin ein og sér er verð­metin á 29,5 millj­arða króna.  Áætlað er að full­búnar teng­ingar við Sæbraut kosti 6,8 millj­arða og að teng­ingar í Gufu­nesi við Borga­veg og Halls­veg kosti 7,5 millj­arða króna. 

Auglýsing

Heild­ar­kostn­að­ur­inn við þverun Klepps­víkur er því met­inn 43,7 millj­arðar króna og við það bæt­ist kostn­aður við leið­ina á milli Gufu­ness og Kjal­ar­ness, sem áætl­aður er að verði 25 millj­arð­ar. Kostn­aður við Sunda­braut með brú­ar­leið­inni er því áætl­aður 69 millj­arðar í heild.

Horft yfir Kleppsvík. Mynd: Reykjavíkurborg

Gengið er út frá því að brúin verði í heild­ina 26 metra breið. Gert er ráð fyrir fjórum akreinum fyrir bíla á brúnni eða tveimur í hvora átt og svo 5,7 metra breiðum göngu- og hjóla­stíg, en það var einmitt talið Sunda­brú til tekna umfram Sunda­göng í mati starfs­hóps­ins að þar gætu allir ferða­mátar farið um. 

Vert er þó að taka fram að báðir kostir þóttu raun­hæfir, að mati starfs­hóps­ins, en jarð­ganga­leiðin er metin um 14 millj­örðum dýr­ari.

Sam­skip telur að lengja þurfi Voga­bakka áður en nokkuð er gert varð­andi Sunda­brú

Fram kemur í skýrslu starfs­hóps­ins að til­lagan að Sunda­brú sem hér er fjallað um hafi verið kynnt helstu hags­muna­að­ilum við Sunda­höfn. Ekki hafi verið gerðar veru­legar athuga­semdir við útfærsl­un­ar, nema efn­is­legar athuga­semdir sem komu frá Sam­skip­um.

Í skýrslu starfs­hóps­ins má lesa að Sam­skip telur að nauð­syn­legt sé að lengja Voga­bakka til norð­urs áður en fram­kvæmdir við Sunda­brú hefj­ast. Að öðrum kosti telur fyr­ir­tækið að starf­semi þess muni svo gott sem stöðvast á fram­kvæmda­tím­an­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent