Sundabrú myndi rísa allt að 35 metrum yfir haffletinum í Kleppsvík

Starfshópi sem falið var að meta hvort fýsilegra væri að nota jarðgöng og lágbrú til að þvera Kleppsvík í tengslum við Sundabraut komst að þeirri niðurstöðu að kostir brúar væru meiri. Sundabrú yrði hins vegar ekki neitt sérlega lág.

Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Auglýsing

Brú yfir Klepps­vík, sem til­laga er gerð um í nýrri skýrslu starfs­hóps og talin er fýsi­legri kostur en jarð­göng yfir í Gufu­nes, yrði engin smá­smíði. Þegar orðið „lág­brú,“ er nefnt eru eflaust fáir sem sjá fyrir sér brú af þeirri stærð­argráðu sem teiknuð hefur verið upp og stefnt er að, sem fýsi­leg­asta kost­i.

Sam­kvæmt upp­færðri til­lögu frá Eflu verk­fræði­stofu er gengið út frá því að brúin verði 1.172 metra löng og því lengsta brú á Íslandi. Hún er næstum því 300 metrum lengri en hin aflagða Skeið­ar­ár­brú á Skeið­ar­ár­sandi, til sam­an­burð­ar. Um helm­ingur brú­ar­innar yrði á landi í Sunda­höfn til móts við Holta­veg en um helm­ingur yfir hafflet­in­um. 

Brú­in, eins og hún er teiknuð upp á til­lög­unni, rís hæst í um 35 metra hæð yfir haf­flöt­inn og áætlað er að næstum því 30 metra há skip geti siglt undir hana, í 100 metra breiðri sigl­inga­renn­u. 

Í reynd hefur verið fallið alveg frá hug­myndum um „lág­brú“ á þessum stað, en starfs­hópnum var ætlað að skoða mis­mun­andi útfærslur að brú sem lík­legt væri að sátt næð­ist um.

Þetta er leiðin sem stefnt er að.Brúin þarf að vera svona há til þess að athafna­svæðið í Sunda­höfn, sem verður undir fyr­ir­hug­aðri brú, verði ekki fyrir raski. Áfram á að vera hægt að sigla stórum skipum inn að við­legu­kanti sem er innar í Klepps­vík­inn­i. 

Faxa­flóa­hafn­ir, sem áttu full­trúa í starfs­hópn­um, höfðu áður lýst hug­mynd­inni um lág­brú á þessum stað sem „rot­höggi“ fyrir starf­semi Sunda­hafn­ar.

Tæp­lega 30 millj­arðar í Sunda­brú eina og sér

Þessi brú yrði mikið mann­virki, sem end­ur­spegl­ast í kostn­að­ar­töl­unum sem settar eru fram í skýrslu starfs­hóps­ins, en brúin ein og sér er verð­metin á 29,5 millj­arða króna.  Áætlað er að full­búnar teng­ingar við Sæbraut kosti 6,8 millj­arða og að teng­ingar í Gufu­nesi við Borga­veg og Halls­veg kosti 7,5 millj­arða króna. 

Auglýsing

Heild­ar­kostn­að­ur­inn við þverun Klepps­víkur er því met­inn 43,7 millj­arðar króna og við það bæt­ist kostn­aður við leið­ina á milli Gufu­ness og Kjal­ar­ness, sem áætl­aður er að verði 25 millj­arð­ar. Kostn­aður við Sunda­braut með brú­ar­leið­inni er því áætl­aður 69 millj­arðar í heild.

Horft yfir Kleppsvík. Mynd: Reykjavíkurborg

Gengið er út frá því að brúin verði í heild­ina 26 metra breið. Gert er ráð fyrir fjórum akreinum fyrir bíla á brúnni eða tveimur í hvora átt og svo 5,7 metra breiðum göngu- og hjóla­stíg, en það var einmitt talið Sunda­brú til tekna umfram Sunda­göng í mati starfs­hóps­ins að þar gætu allir ferða­mátar farið um. 

Vert er þó að taka fram að báðir kostir þóttu raun­hæfir, að mati starfs­hóps­ins, en jarð­ganga­leiðin er metin um 14 millj­örðum dýr­ari.

Sam­skip telur að lengja þurfi Voga­bakka áður en nokkuð er gert varð­andi Sunda­brú

Fram kemur í skýrslu starfs­hóps­ins að til­lagan að Sunda­brú sem hér er fjallað um hafi verið kynnt helstu hags­muna­að­ilum við Sunda­höfn. Ekki hafi verið gerðar veru­legar athuga­semdir við útfærsl­un­ar, nema efn­is­legar athuga­semdir sem komu frá Sam­skip­um.

Í skýrslu starfs­hóps­ins má lesa að Sam­skip telur að nauð­syn­legt sé að lengja Voga­bakka til norð­urs áður en fram­kvæmdir við Sunda­brú hefj­ast. Að öðrum kosti telur fyr­ir­tækið að starf­semi þess muni svo gott sem stöðvast á fram­kvæmda­tím­an­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent