Sundabrú myndi rísa allt að 35 metrum yfir haffletinum í Kleppsvík

Starfshópi sem falið var að meta hvort fýsilegra væri að nota jarðgöng og lágbrú til að þvera Kleppsvík í tengslum við Sundabraut komst að þeirri niðurstöðu að kostir brúar væru meiri. Sundabrú yrði hins vegar ekki neitt sérlega lág.

Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Auglýsing

Brú yfir Kleppsvík, sem tillaga er gerð um í nýrri skýrslu starfshóps og talin er fýsilegri kostur en jarðgöng yfir í Gufunes, yrði engin smásmíði. Þegar orðið „lágbrú,“ er nefnt eru eflaust fáir sem sjá fyrir sér brú af þeirri stærðargráðu sem teiknuð hefur verið upp og stefnt er að, sem fýsilegasta kosti.

Samkvæmt uppfærðri tillögu frá Eflu verkfræðistofu er gengið út frá því að brúin verði 1.172 metra löng og því lengsta brú á Íslandi. Hún er næstum því 300 metrum lengri en hin aflagða Skeiðarárbrú á Skeiðarársandi, til samanburðar. Um helmingur brúarinnar yrði á landi í Sundahöfn til móts við Holtaveg en um helmingur yfir haffletinum. 

Brúin, eins og hún er teiknuð upp á tillögunni, rís hæst í um 35 metra hæð yfir hafflötinn og áætlað er að næstum því 30 metra há skip geti siglt undir hana, í 100 metra breiðri siglingarennu. 

Í reynd hefur verið fallið alveg frá hugmyndum um „lágbrú“ á þessum stað, en starfshópnum var ætlað að skoða mismunandi útfærslur að brú sem líklegt væri að sátt næðist um.

Þetta er leiðin sem stefnt er að.


Brúin þarf að vera svona há til þess að athafnasvæðið í Sundahöfn, sem verður undir fyrirhugaðri brú, verði ekki fyrir raski. Áfram á að vera hægt að sigla stórum skipum inn að viðlegukanti sem er innar í Kleppsvíkinni. 

Faxaflóahafnir, sem áttu fulltrúa í starfshópnum, höfðu áður lýst hugmyndinni um lágbrú á þessum stað sem „rothöggi“ fyrir starfsemi Sundahafnar.

Tæplega 30 milljarðar í Sundabrú eina og sér

Þessi brú yrði mikið mannvirki, sem endurspeglast í kostnaðartölunum sem settar eru fram í skýrslu starfshópsins, en brúin ein og sér er verðmetin á 29,5 milljarða króna.  Áætlað er að fullbúnar tengingar við Sæbraut kosti 6,8 milljarða og að tengingar í Gufunesi við Borgaveg og Hallsveg kosti 7,5 milljarða króna. 

Auglýsing

Heildarkostnaðurinn við þverun Kleppsvíkur er því metinn 43,7 milljarðar króna og við það bætist kostnaður við leiðina á milli Gufuness og Kjalarness, sem áætlaður er að verði 25 milljarðar. Kostnaður við Sundabraut með brúarleiðinni er því áætlaður 69 milljarðar í heild.

Horft yfir Kleppsvík. Mynd: Reykjavíkurborg

Gengið er út frá því að brúin verði í heildina 26 metra breið. Gert er ráð fyrir fjórum akreinum fyrir bíla á brúnni eða tveimur í hvora átt og svo 5,7 metra breiðum göngu- og hjólastíg, en það var einmitt talið Sundabrú til tekna umfram Sundagöng í mati starfshópsins að þar gætu allir ferðamátar farið um. 

Vert er þó að taka fram að báðir kostir þóttu raunhæfir, að mati starfshópsins, en jarðgangaleiðin er metin um 14 milljörðum dýrari.

Samskip telur að lengja þurfi Vogabakka áður en nokkuð er gert varðandi Sundabrú

Fram kemur í skýrslu starfshópsins að tillagan að Sundabrú sem hér er fjallað um hafi verið kynnt helstu hagsmunaaðilum við Sundahöfn. Ekki hafi verið gerðar verulegar athugasemdir við útfærslunar, nema efnislegar athugasemdir sem komu frá Samskipum.

Í skýrslu starfshópsins má lesa að Samskip telur að nauðsynlegt sé að lengja Vogabakka til norðurs áður en framkvæmdir við Sundabrú hefjast. Að öðrum kosti telur fyrirtækið að starfsemi þess muni svo gott sem stöðvast á framkvæmdatímanum.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Það er erfitt að ímynda sér að það snjói í Brasilíu en snjókoma er eflaust algengari þar en ætla mætti. Þessi mynd er tekin eftir snjókomu í Brasilíu í ágúst árið 2020
Snjór fellur í Brasilíu
Sumir íbúar í syðsta héraði Brasilíu hafa tekið snjónum fagnandi enda ekki á hverjum degi sem þar snjóar. Bændur gætu aftur á móti átt von á lakari uppskeru og verð á hrávörumörkuðum hefur hækkað í kjölfar kuldakastsins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Landspítalinn er á hættustigi vegna kórónuveirufaraldursins.
Sjúklingur á krabbameinsdeild reyndist ekki með COVID
Sjúklingur og starfsmaður á blóð- og krabbameinslækningadeild Landspítalans, sem sagt var frá í gær að hefðu greinst með COVID-19 reyndust ekki smitaðir af kórónuveirunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Óli varð efstur í forvali VG í Norðausturkjördæmi en Bjarkey Olsen í öðru.
Óli Halldórsson hættur við að leiða lista VG í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Óli Halldórsson færist niður í þriðja sætið en hann stígur til hliðar úr oddvitasætinu vegna veikinda í fjölskyldunni.
Kjarninn 30. júlí 2021
Um 85 prósent Íslendinga sextán ára og eldri eru bólusett
Fjórðungur smitaðra óbólusettur
Að minnsta kosti 255 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi á þremur vikum. Tæplega 750 smit, um 72 prósent, eru hjá fullbólusettum.
Kjarninn 30. júlí 2021
Þessir frambjóðendur skipa sjö efstu sæti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi.
María Pétursdóttir og Þór Saari leiða sósíalista í Suðvesturkjördæmi
María hefur starfað innan Sósíalistaflokksins í fjögur ár sem formaður Málefnastjórnar. Raðað er á lista flokksins af hópi flokksfélaga sem hefur verið slembivalinn.
Kjarninn 30. júlí 2021
Ísland og Ísrael örva bólusetta
Á Íslandi og í Ísrael er bólusetningarhlutfall með því hæsta sem fyrirfinnst á jörðu. Bæði löndin sáu smit nær þurrkast út en rísa svo í hæstu hæðir á ný. Og nú hafa þau, sama daginn, ákveðið að gefa þegar bólusettum borgurum örvunarskammt.
Kjarninn 30. júlí 2021
Stóru bankarnir þrír fækkuðu allir í starfsliði sínu á fyrstu sex mánuðum ársins.
Starfsmönnum stóru bankanna fækkaði um rúmlega 80 á fyrri helmingi árs
Í lok júní störfuðu 2.167 manns hjá stóru viðskiptabönkunum þremur, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Samanlagður hagnaður bankanna nam 37 milljörðum á fyrstu 6 mánuðum ársins.
Kjarninn 30. júlí 2021
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent