Sundabrú myndi rísa allt að 35 metrum yfir haffletinum í Kleppsvík

Starfshópi sem falið var að meta hvort fýsilegra væri að nota jarðgöng og lágbrú til að þvera Kleppsvík í tengslum við Sundabraut komst að þeirri niðurstöðu að kostir brúar væru meiri. Sundabrú yrði hins vegar ekki neitt sérlega lág.

Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Sundabrúin myndi vera í allt að 35 metra hæð yfir haffletinum, nógu há til þess að skip sem væru nærri 30 metrum gætu siglt undir hana og laggst að bryggju innar í Kleppsvík.
Auglýsing

Brú yfir Kleppsvík, sem tillaga er gerð um í nýrri skýrslu starfshóps og talin er fýsilegri kostur en jarðgöng yfir í Gufunes, yrði engin smásmíði. Þegar orðið „lágbrú,“ er nefnt eru eflaust fáir sem sjá fyrir sér brú af þeirri stærðargráðu sem teiknuð hefur verið upp og stefnt er að, sem fýsilegasta kosti.

Samkvæmt uppfærðri tillögu frá Eflu verkfræðistofu er gengið út frá því að brúin verði 1.172 metra löng og því lengsta brú á Íslandi. Hún er næstum því 300 metrum lengri en hin aflagða Skeiðarárbrú á Skeiðarársandi, til samanburðar. Um helmingur brúarinnar yrði á landi í Sundahöfn til móts við Holtaveg en um helmingur yfir haffletinum. 

Brúin, eins og hún er teiknuð upp á tillögunni, rís hæst í um 35 metra hæð yfir hafflötinn og áætlað er að næstum því 30 metra há skip geti siglt undir hana, í 100 metra breiðri siglingarennu. 

Í reynd hefur verið fallið alveg frá hugmyndum um „lágbrú“ á þessum stað, en starfshópnum var ætlað að skoða mismunandi útfærslur að brú sem líklegt væri að sátt næðist um.

Þetta er leiðin sem stefnt er að.


Brúin þarf að vera svona há til þess að athafnasvæðið í Sundahöfn, sem verður undir fyrirhugaðri brú, verði ekki fyrir raski. Áfram á að vera hægt að sigla stórum skipum inn að viðlegukanti sem er innar í Kleppsvíkinni. 

Faxaflóahafnir, sem áttu fulltrúa í starfshópnum, höfðu áður lýst hugmyndinni um lágbrú á þessum stað sem „rothöggi“ fyrir starfsemi Sundahafnar.

Tæplega 30 milljarðar í Sundabrú eina og sér

Þessi brú yrði mikið mannvirki, sem endurspeglast í kostnaðartölunum sem settar eru fram í skýrslu starfshópsins, en brúin ein og sér er verðmetin á 29,5 milljarða króna.  Áætlað er að fullbúnar tengingar við Sæbraut kosti 6,8 milljarða og að tengingar í Gufunesi við Borgaveg og Hallsveg kosti 7,5 milljarða króna. 

Auglýsing

Heildarkostnaðurinn við þverun Kleppsvíkur er því metinn 43,7 milljarðar króna og við það bætist kostnaður við leiðina á milli Gufuness og Kjalarness, sem áætlaður er að verði 25 milljarðar. Kostnaður við Sundabraut með brúarleiðinni er því áætlaður 69 milljarðar í heild.

Horft yfir Kleppsvík. Mynd: Reykjavíkurborg

Gengið er út frá því að brúin verði í heildina 26 metra breið. Gert er ráð fyrir fjórum akreinum fyrir bíla á brúnni eða tveimur í hvora átt og svo 5,7 metra breiðum göngu- og hjólastíg, en það var einmitt talið Sundabrú til tekna umfram Sundagöng í mati starfshópsins að þar gætu allir ferðamátar farið um. 

Vert er þó að taka fram að báðir kostir þóttu raunhæfir, að mati starfshópsins, en jarðgangaleiðin er metin um 14 milljörðum dýrari.

Samskip telur að lengja þurfi Vogabakka áður en nokkuð er gert varðandi Sundabrú

Fram kemur í skýrslu starfshópsins að tillagan að Sundabrú sem hér er fjallað um hafi verið kynnt helstu hagsmunaaðilum við Sundahöfn. Ekki hafi verið gerðar verulegar athugasemdir við útfærslunar, nema efnislegar athugasemdir sem komu frá Samskipum.

Í skýrslu starfshópsins má lesa að Samskip telur að nauðsynlegt sé að lengja Vogabakka til norðurs áður en framkvæmdir við Sundabrú hefjast. Að öðrum kosti telur fyrirtækið að starfsemi þess muni svo gott sem stöðvast á framkvæmdatímanum.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var bólusett í Laugardalshöllinni í gær. Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, og verk Libiu og Ólafs áður en það var tekið niður af gafli Hafnarborgar.
Bæjarstjóri hafnar því að hafa gerst sek um ritskoðun þegar listaverk var fjarlægt
Fulltrúar minnihlutans í Hafnarfirðii segja fjarlægingu listaverks Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar af gafli Hafnarborgar síðastliðinn sunnudag „alvarlega aðför að tjáningarfrelsi“ og vilja að bæjaryfirvöld biðji tvíeykið afsökunar.
Kjarninn 7. maí 2021
Svæðið fyrir og eftir að Rio Tinto hafði farið yfir það með stórvirkum vinnuvélum.
Hluthafar Rio Tinto hafna starfskjarastefnu sem ofurlaun forstjórans fyrrverandi byggðu á
Fyrstu viðbrögð Rio Tinto og forstjóra þess, þegar upp komst að fyrirtækið hefði eyðilagt 46 þúsund ára gamla steinhella, voru að segjast ekki hafa vitað að þeir væru heilagir í hugum frumbyggjanna. Þessar afsakanir voru hluthöfum ekki að skapi.
Kjarninn 6. maí 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur ásakanir um meint brot Samherja ekki hafa skaðað orðspor íslenskra fyrirtækja
Fjármála- og efnahagsráðherra segist aldrei hafa fengið símtal, ábendingu eða umkvörtun frá nokkrum einasta aðila sem heldur því fram að ásakanir um lögbrot Samherja séu að valda einhverjum verulegum vandræðum fyrir íslenskan útflutning.
Kjarninn 6. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
Kjarninn 6. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent