Segja barkaígræðslu hafa verið gerða í góðri trú

15850516779_84045ca1e5_z.jpg
Auglýsing

Lækn­arnir Tómas Guð­bjarts­son og Óskar Ein­ars­son segja að ákvörðun um umdeilda barka­ígræðslu­að­gerð, sem lög­regla í Sví­þjóð hefur hafið rann­sókn á, hafi verið tekin í góðri trú. Þeir sendu frá sér yfir­lýs­ingu vegna máls­ins í dag, en RÚV greinir frá mál­inu.

Ítalskur læknir gerði aðgerð­ina sem var gerð á Kar­ól­inska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi árið 2011. Tómas tók þátt í aðgerð­inni og hann og Óskar voru með­höf­undar greinar um aðgerð­ina sem var birt í lækna­rit­inu The Lancet. Í ljós hefur komið að greinin var byggð á fölskum for­send­um, og nokkrir sjúk­lingar hafa lát­ist eftir að hafa farið í sam­bæri­legar aðgerð­ir.

 

Auglýsing

„Vegna frétta um að Karol­inska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi hafi verið kært til lög­reglu vegna barka­ígræðslu­að­gerða sem gerðar voru á spít­al­anum viljum við koma eft­ir­far­andi á fram­færi. 

Und­ir­rit­aðir tóku ásamt fleiri íslenskum læknum þátt í með­ferð fyrsta sjúk­lings­ins sem fékk ígræddan plast­barka með stofn­frumum á Karol­inska sjúkra­hús­inu í Stokk­hólmi í júní 2011. Líkt og áður hefur komið fram í fjöl­miðlum hafð­i ­sjúk­ling­ur­inn greinst með ill­vígt æxli í barka tæpum tveimur árum áður. Hann hafði geng­ist undir umfangs­miklar aðgerðir og geisla­með­ferð án árang­urs. Leitað var eftir ráð­gef­andi áliti til erlendra sjúkra­húsa, m.a. í Banda­ríkj­un­um. Nið­ur­stöður voru að ekki væri hægt að fjar­lægja æxlið með skurð­að­gerð og því mælt með líkn­andi með­ferð þar sem lífs­horfur voru taldar í mán­uð­um.

Að ósk sjúk­lings­ins var leitað ann­arra leiða og var þá haft sam­band við Karol­inska sjúkra­húsið í Stokk­hólmi. Læknar þar lögðu til að græddur yrði i sjúk­ling­inn barki úr plasti þak­inn stofn­frum­um. Slík aðgerð hafði aldrei verið gerð áður í heim­inum en und­ir­bún­ingur hafði staðið um nokk­urt skeið í London og Stokk­hólmi. Sjúk­lingn­um, fjöl­skyldu og læknum hans á Íslandi, var ljóst að um til­rauna­með­ferð væri að ræða, sem þó byggði á fyrri reynslu ígræðslna barka úr látnum ein­stak­ling­um. Aðgerðin var skil­greind sem lífs­bjarg­andi enda voru ekki aðrar með­ferð­ar­leiðir mögu­legar þegar þarna var kom­ið. Ákvörðun um aðgerð­ina var tekin í góðri trú enda er Karol­inska sjúkra­húsið eitt það virtasta í heimi.

Annar und­ir­rit­aðra (TG) aðstoð­aði við aðgerð­ina, að ósk lækna á Karol­inska og sjúk­lings­ins sjálfs, enda gert áður á honum stóra aðgerð. Framan af kom­st ­sjúk­ling­ur­inn til betri heilsu en síðar komu upp vanda­mál og lést hann í byrjun síð­asta árs á Karol­inska sjúkra­hús­inu um tveimur og hálfu ári eftir að aðgerðin var fram­kvæmd.

Und­ir­rit­aðir hafa ekk­ert komið að með­ferð ann­arra barka­ígræðslu­sjúk­linga en við erum tveir af 28 með­höf­undum á grein í hinu virta lækna­tíma­riti Lancet sem fjall­aði um fyrstu aðgerð­ina. Var hlut­verk okkar fyrst og fremst að lýsa líðan sjúk­lings fyrir aðgerð­ina. Greinin var send inn til birt­ingar rúmum 4 mán­uðum frá aðgerð­inni og birt nokkrum vikum síð­ar, áður en að vand­kvæði vegna aðgerð­ar­innar komu í ljós. Við höfum aðstoðað báða máls­að­ila við rann­sókn­ina og sent þeim gögn til að auð­velda rann­sókn máls­ins. Þar sem málið er til rann­sóknar getum við ekki tjáð okkur frekar um það að svo stöddu. “

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hópuppsögn hjá Icelandair Group
Icelandair Group, sem sótti sér 23 milljarða króna í nýtt hlutafé fyrr í mánuðinum, hefur sagt upp 88 manns.
Kjarninn 29. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
Kjarninn 29. september 2020
PAR á nú innan við tvö prósent í Icelandair
Bandarískur fjárfestingasjóður sem keypti stóran hlut í Icelandair í vor og varð að stærsta einkafjárfesti félagsins er ekki lengur með stærstu eigendum þess.
Kjarninn 29. september 2020
Bjarni Már Magnússon
Basic að birta
Kjarninn 29. september 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Samtök atvinnulífsins segja ekki upp kjarasamningum
Eftir að stjórnvöld kynntu 25 milljarða króna aðgerðarpakka í morgun ákvað framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins að atkvæðagreiðsla um Lífskjarasamninginn myndi ekki fara fram. Kjarasamningar gilda því áfram.
Kjarninn 29. september 2020
Vísindamennirnir telja að enn eigi töluverður fjöldi eftir að greinast með COVID-19 í þessari bylgju faraldursins.
Um 300 til 1.100 gætu smitast á næstu þremur vikum
Í þriðju bylgju faraldurs COVID-19, sem hófst 11. september, hafa 506 greinst með sjúkdóminn. Vísindamenn við Háskóla Íslands spá því að næstu daga haldi áfram að greinast 20-40 ný smit á dag.
Kjarninn 29. september 2020
Rúmlega þrjátíu Íslendingar hafa greinst með veiruna í landamæraskimun
Af þeim 119 sem greindust með COVID-19 í landamæraskimun frá 15. júní til 18. september voru 32 með íslenskt ríkisfang, 23 frá Póllandi og 13 frá Rúmeníu og færri frá 23 ríkjum til viðbótar.
Kjarninn 29. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ mótmælir lækkun á tryggingagjaldi – Efling segir opinberu fé ausið til efnafólks
ASÍ mótmælir fyrirhugaðri lækkun á tryggingagjaldi og segir að það sé „nánast eini skatturinn sem fyrirtæki greiða“. Sambandið vill að ríkisstjórnin gefi vilyrði um hækkun atvinnuleysisbóta samhliða því að nýjum aðgerðarpakka verði hrint í framkvæmd.
Kjarninn 29. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None