Segja kerfið hvetja til skattasniðgöngu

Hagfræðingar hjá ASÍ segja að skýrar vísbendingar séu um að fólk sniðgangi skattgreiðslu hér á landi með því að skrá launatekjur ranglega sem fjármagnstekjur.

Róbert Farestveit og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingar hjá ASÍ.
Róbert Farestveit og Arnaldur Sölvi Kristjánsson, hagfræðingar hjá ASÍ.
Auglýsing

Skýrar vísbendingar eru um að skattasniðganga í formi svokallaðs tekjutilflutnings viðgangist hér á landi. Þetta skrifa Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Róbert Farestveit, hagfræðingar hjá ASÍ í nýjasta tölublaði Vísbendingar sem kom út síðasta föstudag.

Samkvæmt Arnaldi Sölva og Róberti á tekjutilflutningurinn, sem felur í sér að fólk skrái launatekjur sínar ranglega sem fjármagnstekjur, sér aðallega stað á meðal atvinnurekenda með háar tekjur. Þeir telja að reglur sem takmörkuðu slíkan tilflutning myndu auka árlegar skatttekjur um allt að átta milljarða króna, styrkja tekjuöflun sveitarfélaga og auka skattbyrði þeirra sem eru tekjuhærri.

Höfundarnir segja þessa tegund sniðgöngu vera tilkomna þar sem fjármagnstekjuskattur er lægri en skattur á atvinnutekjur. Við það geta einstaklingar sem eru í eigin rekstri vantalið eigið vinnuframlag til þess að hámarka hlutfallið af tekjum þeirra sem verða skattaðar sem fjármagnstekjur.

Auglýsing

Máli sínu til stuðnings vísa Arnaldur Sölvi og Róbert til skýrslu sérfræðingahóps á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins frá árinu 2017, en þar kom fram að meðallaun frá félögum til eigenda voru 620 þúsund krónur á mánuði, á meðan greiddur arður hafi að meðaltali verið 770 þúsund krónur á mánuði.

Hluthafalíkan gæti komið í veg fyrir sniðgöngu

Samkvæmt höfundunum er ein möguleg leið til að koma í veg fyrir slíkan tekjutilflutning að taka upp svokallað hluthafalíkan, sem Norðmenn tóku upp árið 2006, en það myndi fela í sér að skattar á arð og söluhagnað yrðu hækkaðir þannig að virkt skatthlutfall sé jafnt hæsta skatthlutfalli launa.

Upptaka slíks kerfis myndi fyrst og fremst auka skatta hjá þeim tekjuhærri, segja Arnaldur Sölvi og Róbert, þar sem þeir séu með mun hærri arðsemi en aðrir. Önnur möguleg leið er þrepaskipt skattkerfi á fjármagnstekjur, en auk þess væri einfaldlega hægt að hækka fjármagnstekjuskattinn eins og hann er núna.

Hægt er að lesa grein Arnaldar Sölva og Róberts í heild sinni með því að gerast áskrifandi að Vísbendingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdragandi alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent