Sektasamfélagið í Danmörku

Denver_boot.jpg
Auglýsing

Á hverjum ein­asta degi árið um kring borga Danir að minnsta kosti sex millj­ónir króna (120 millj­ónir íslenskra króna) í sekt­ir. Stöðu­mæla­sekt­ir, hraðakst­urs­sekt­ir, van­skila­sektir á bóka­safn­inu, sektir fyrir að mæta ekki í lækn­is­skoðun á réttum tíma og svo fram­vegis og svo fram­veg­is. Tekjur danska rík­is­ins, og sveit­ar­fé­lag­anna af sekt­um, hafa stór­auk­ist á síð­ustu árum þótt yfir­lýstur til­gangur með inn­heimtu þeirra sé ekki tekju­öfl­un.

Frá árinu 2009 hefur upp­hæðin sem danskur almenn­ingur borgar í sektir af öllu mögu­legu tagi rúm­lega tvö­fald­ast og marg­fald­ast sé litið lengra til baka. Í fyrra nam upp­hæð sekt­anna sam­tals um það bil 2.2 millj­örðum króna, tæpum 44 millj­örðum íslensk­um. Ástæð­urnar fyrir þess­ari miklu aukn­ingu á síð­ustu árum eru einkum þær að sekt­ar­upp­hæðir hafa hækkað veru­lega og ekki síður að í dag eiga borg­ar­arnir að greiða fyrir ýmis­legt sem ekki tíðk­að­ist áður að inn­heimta sér­stakt gjald fyr­ir. Og ef ekki er greitt á réttum tíma kemur sekt.

Fyrir hvað er sektað



Kannski væri rétt­ara að snúa þess­ari spurn­ingu við og spyrja fyrir hvað er ekki sektað skrif­aði danskur blaða­maður fyrir nokkrum dögum í grein í dag­blað­inu Berl­ingske og full­yrti jafn­framt að Danir búi í sann­köll­uðu sekta­sam­fé­lagi. Ef bíl er lagt ólög­lega er sektað, ef tím­inn í stöðu­mæl­inum er útrunn­inn eða bíl­eig­andi hefur ekki borgað í stöðu­mæl­inn er sektað, ef ófatl­aður leggur í stæði merkt fötl­uðum má búast við sekt, hraðakstur varðar sekt­um, ef bókum er ekki skilað á réttum tíma á bóka­safnið fær lán­þeg­inn sekt. Ef komið er fram yfir þann tíma sem mæta á með bíl­inn í skoðun er sektað og eigi maður tíma á sjúkra­húsi í skoðun eða við­tal og lætur ekki sjá sig er sektað.

Sé maður stað­inn að því að fleygja frá sér sígar­ettu­stubbi á almanna­færi má búast við sekt og sá sem léttir á sér í húsa­sundi eða dimmu skoti fær sekt ef lag­anna verðir standa hann að verki. Fjöl­margt fleira mætti nefna. Nýjasti og mest umtal­aði sekt­ar­vald­ur­inn um þessar mundir er hið svo­nefnda Ferða­kort, Rej­sekor­tet. Þetta kort er fyr­ir­fram­greitt far­gjalda­kort og þegar lagt er af stað, með lest eða strætó, skal „stimpla sig inn“ og aftur út þegar komið er á leið­ar­enda. Far­gjaldið dregst þá frá inn­eign­inni. Sá sem ekki stimplar inn í upp­hafi ferðar fær sekt fyrir að reyna að ferð­ast ókeypis en ef far­þeg­inn gleymir að stimpla sig út í lok ferðar fær hann sekt. Það er þetta síð­ar­nefnda sem margir gleyma og þá er refsað með sekt. Vegna fjöl­mennra og háværra mót­mæla voru sektir fyrir „út­stimpl­un­ar­gleymsku“ lækk­aðar en vegna fjölda þeirra er um að ræða umtals­verðar upp­hæð­ir.

Auglýsing

Ekki eru allir sáttir við að fá sekt og á síð­asta ári fékk til dæmis Kaup­manna­hafn­ar­borg um það bil 23 þús­und kvart­anir ein­göngu vegna sekta frá ósáttum bíl­eig­end­um.

Hvert renna sekt­ar­greiðsl­urnar



Í stuttu máli sagt renna sekt­ar­greiðsl­urnar í rík­is­sjóð og til sveit­ar­fé­lag­anna. Um með­ferð slíks fjár gilda til­tekn­ar, og strang­ar, regl­ur. Sama gildir um þær sektir sem fyr­ir­tæki sem ann­ast rekstur bíla­stæða inn­heimta, hluti þeirra rennur til rík­is­ins.

Fyrir nokkrum mán­uðum hringdi versl­un­ar­eig­andi í Kaup­manna­höfn í lög­regl­una og til­kynnti um inn­brot. Honum var sagt að lög­reglan hefði ekki mann­skap né tíma til að sinna þess­ari til­kynn­ingu. Á sama tíma voru tveir lög­reglu­þjón­ar, hinum megin við göt­una, beint á móti búð­inni, önnum kafnir við að stöðva hjól­reiða­menn og deila út sektum fyrir að virða ekki reglur um hámarks­hraða og fleira.

Versl­un­ar­eig­and­inn tók mynd af lög­reglu­þjón­unum og skrif­aði einu dag­blað­anna, sem birti bréf hans. Yfir­maður í lög­regl­unni vildi engu svara þegar blaða­maður bar málið undir hann, kvaðst ekki þekkja mála­vöxtu.

Hver er til­gang­ur­inn með sekt­um?



Þessa spurn­ingu bar blaða­maður Berl­ingske upp við áður­nefndan yfir­lög­reglu­þjón og sömu­leiðis nokkra þing­menn. Svörin voru öll á þá leið að sektir væru til þess gerðar að bæta hegð­an. Þá spurði blaða­maður hvort verið gæti að pen­inga­sjón­ar­mið skipti jafn­vel meira máli í þessum efn­um. Eng­inn vildi bein­línis fall­ast á það sjón­ar­mið en einn eða tveir þing­menn nefndu að auð­vitað skiptu pen­ing­arnir máli fyrir rík­is­kass­ann.

Þótt yfir­lýstur til­gangur sekta, eins og hegn­inga yfir­leitt, sé sá að bæta hegðan og auka öryggi borg­ar­anna er ekki þar með sagt að sú sé ætíð raun­in. Jakob Torf­ing pró­fessor við Árósa­há­skóla telur fátt benda til að sektir breyti miklu um hegðan fólks. Margir líti á sekt­irnar sem tekju­lind ríks­ins og í slíkri hugsun felist engin betr­un.

Bo Sandem­ann Rasmus­sen pró­fessor við Árósa­há­skóla tekur i sama streng og segir það umhugs­un­ar­efni að nú sé í fjár­lögum farið að reikna með tekjum vegna sekta. Það veki spurn­ingar um til­gang sekt­anna.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None