Selfie mynd sem fegurðardrottning frá Ísrael, Doron Matalon, birti af sér á Instagram með ungfrú Líbanon, Saly Greige, hefur dregið dilk á eftir sér og rétt stjórnvöld í Líbanon til reiði. Hafa ráðamenn kallað eftir því að Greige verði svipt titlinum, en stjórnmálasamband Ísraels og Líbanon er nánast ekkert og vantraust mikið eftir djúpstæðar deilur og átök áratugum saman.
Matalon og Greige eru báðar að taka þátt í fegurðarsamkeppninni ungfrú heimi sem fer fram í Miami í Bandaríkjunum 25. janúar næstkomandi. Greige hefur afsakað sig, samkvæmt frásögn Business Insider, að hún hafi reynt eftir fremsta megni að vera ekki með ungfrú Ísrael á mynd. En þegar hún hafi verið að ræða við fegurðardrottningar frá Slóveníu og Japan hafi Matalon stokkið til og tekið mynd. „Hún dreifði myndinni svo á hennar samfélagsmiðlum,“ segir Greige í yfirlýsingu.
Síðustu blóðugu átök á milli Ísraels og Líbanon voru árið 2006.