Sendiráð Íslands í Berlín og París fylgjast með flugslysinu, ekki vitað um Íslendinga um borð

h_51858114-1.jpg
Auglýsing

Utan­rík­is­ráðu­neytið hefur haft sam­band við sendi­ráð Íslands í Berlín og París vegna flug­slyss­ins í Frakk­landi til þess að fylgj­ast með því þegar hægt verður að nálg­ast upp­lýs­ingar um far­þega og þjóð­erni þeirra. Þetta stað­festir Urður Gunn­ars­dótt­ir, fjöl­miðla­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, við Kjarn­ann. Enn sem komið er hefur ráðu­neytið ekki neinar upp­lýs­ingar um það hvort Íslend­ingar voru um borð í vél­inni, enda mjög skammt frá því að flug­slysið varð.

Air­bus A320 þota frá þýska flug­fé­lag­inu Germanwings, dótt­ur­fé­lagi Luft­hansa, hrap­aði í Meol­ans-Revel í morg­un. Meol­ans-Revel er um hund­rað kíló­metrum frá Nice og er mjög fámennt þorp. 148 voru um borð. Francois Hollande Frakk­lands­for­seti hefur sagt að ólík­legt sé að nokkur hafi lifað slysið af. Erfitt er að kom­ast að slys­staðn­um.

Hér má sjá staðsetningu vélarinnar þegar hún hrapaði. (Mynd: Flightradar24.com) Hér má sjá stað­setn­ingu vél­ar­innar þegar hún hrap­aði. (Mynd: Flightrad­ar24.com)

Auglýsing

Sky News greinir frá því að vélin hafi farið úr 40 þús­und feta hæð niður í sex þús­und fet á innan við tíu mín­út­um. Klukkan 9.47 í morgun barst neyð­ar­kall frá vél­inni en hún hvarf af rat­sjám mjög skömmu síð­ar.

Upp­fært 12:05: Í neyð­ar­kall­inu frá vél­inni var ekki sagt hvers eðlis vandi vél­ar­innar væri. Þá er búið að finna brak vél­ar­inn­ar, en aðeins er hægt að kom­ast að slys­staðnum með þyrl­u­m. ­Búið er að setja upp tíma­bundið lík­hús í nálægum skóla til að taka við lík­ams­leif­um.

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None