Sepp Blatter hættir sem forseti FIFA, tilkynnti það fjórum dögum eftir endurkjör

blatter.jpg
Auglýsing

Sepp Blatter er hættur sem for­seti Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA, fjórum dögum eftir að hann var end­ur­kjör­inn í umdeildum kosn­ingum og í skugga spill­ing­ar­mála. Frá þessu var greint frétt í þessu, eftir að boðað var óvænt til blaða­manna­fundar hjá FIFA.

„Hags­munir FIFA eru mér kær­ir. Þess vegna hef ég tekið þessa ákvörð­un. Það sem skiptir mig mestu máli er stofn­unin FIFA og fót­bolti um allan heim,“ sagði Blatt­er. Hann ætlar að boða til nýs aðal­fund­ar þar sem þarf að kjósa nýjan for­mann, en það verður ekki gert fyrr en á tíma­bil­inu milli des­em­ber á þessu ári og mars á næsta ári.

Spjótin hafa í auknum mæli beinst að Blatter und­an­farna daga. Ljóst var að staða hans var orðin erfið eftir að Jer­ome Valce, fram­kvæmda­stjóri FIFA og einn nán­asti sam­starfs­maður Blatt­er, var í gær ­nafn­greindur sem sá starfs­maður FIFA sem ásak­aður er um að hafa mútað Jack Warn­er, fyrrum vara­for­seta FIFA, með tíu millj­ónum dala. FIFA hefur neitað því að Valce hafi gert slíkt og segir að fyrrum fjár­mála­stjóri sam­bands­ins, Julio Grondona, hafi sam­þykkt greiðsl­una sem sann­ar­lega rann úr sjóðum sam­bands­ins til Warn­er. Grondona er lát­inn og getur ekki svarað fyrir sak­ar­gift­irn­ar.

Auglýsing

Langur skuggi spill­ing­ar­málaBlatt­er, sem er 79 ára, sigr­aði örugg­lega í kosn­ing­unum á föstu­dag. Hann fékk 133 atkvæði en Ali 73. Þar sem hvor­ugur hlaut 2/3 hluta atkvæða þurfti að boða til ann­arra kosn­inga þar sem meiri­hluti atkvæða dyggði til sig­urs. Áður en að henni kom dró Ali fram­boð sitt hins vegar til baka.

Ásýnd FIFA hefur beðið mik­inn skaða und­an­farna daga. Á mið­viku­dag í síð­ustu viku voru margir hátt­settir stjórn­ar­menn og stjórn­endur innan sam­bands­ins hand­teknir og ákærð­ir. Sex þeirra voru hand­teknir í Sviss og átta til við­bótar verða ákærð­ir. Banda­rísk yfir­völd fara með­ ­rann­sókn máls­ins en grunur er uppi um að ein­stak­ling­arnar sem um ræðir hafi þegið mútur upp á hið minnsta 150 millj­ónir Band­ríkja­dala, eða sem nemur um þrettán millj­örðum króna, vegna und­ir­bún­ings fyrir staða­val HM í fót­bolta sem haldið verður í Rúss­landi 2018 og Kata 2012. Menn­irnir hafa verið ákærðir fyrir mút­ur­þægni, pen­inga­þvætti og ýmis­legt fleira.

Á meðal þeirra sem einnig verða ákærð­ir, en voru hand­teknir í Sviss á mið­viku­dag, eru Jack Warn­er, fyrrum vara­for­seti FIFA frá Trini­dad og Tobago, Jef­frey Webb frá Caym­an Is­lands, vara­­for­­seti fram­­kvæmda­­stjórn­­ar FIFA, og Eu­­genio Fig­u­er­edo frá Úrúg­væ. Búist er við að nokkrir stjórn­endur íþrótta­mark­aðs­fyr­ir­tækja frá Banda­ríkj­unum og Suð­ur­-Am­er­íku verði líka ákærðir en þeir eru grun­aðir um að hafa greitt meira en 150 millj­ónir dala, um 20,2 millj­arða króna, í mútur og greiðslur undir borðið og fengið í stað­inn arð­væna fjöl­miðla­samn­inga í tengslum við stórar knatt­spyrnu­keppnir á vegum FIFA. Blatter er ekki á meðal þeirra sem hafa verið hand­teknir og hann seg­ist ekki vera til rann­sókn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent
None