Sérstakur saksóknari neyðist til að hætta að rannsaka mál

10016454335-40efb77834-z.jpg
Auglýsing

Boð­aður nið­ur­skurður á fjár­veit­ingum rík­is­sjóðs til Sér­staks sak­sókn­ara mun koma harð­lega niður á emb­ætt­inu, leiða til frek­ari upp­sagna og gera því nær ókleyft að sinna rann­sóknum á efna­hags­brot­um. Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, segir að emb­ættið muni ekki geta sinnt sínu lög­bundna hlut­verki verði boð­aður nið­ur­skurður fjár­veit­inga að veru­leika.

Blóð­ugur nið­ur­skurður boð­aður í frum­varpi fjár­mála­ráð­herraFram­lög úr rík­is­sjóði til emb­ættis Sér­staks sak­sókn­ara verða skorin niður um nærri helm­ing á milli ára, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra fyrir næsta ár.

Fram­lög rík­is­ins til Sér­staks sak­sókn­ara námu röskri 561 milljón á þessu ári, en á næsta ári hefur rík­is­sjóður eyrna­merkt ríf­lega 292 millj­ónir króna til rekst­urs emb­ætt­is­ins. Heild­ar­nið­ur­skurður á fjár­lögum til Sér­staks sak­sókn­ara á þessu ári nam um 774 millj­ónum króna, sé tekið mið af 487 millj­óna upp­söfn­uðum fjár­heim­ildum emb­ætt­is­ins frá árinu 2013.

Hæst numu fram­lög rík­is­ins til Sér­staks sak­sókn­ara árið 2012, eða röskum 1,3 millj­örðum króna. Síðan þá hafa fjár­veit­ingar til emb­ætt­is­ins verið skornar niður um hátt í 800 millj­ónir króna.

Auglýsing

Starfs­mönnum verður fækkað um þrjá­tíu til við­bótarTil að bregð­ast við fyr­ir­hug­uðum nið­ur­skurði var sextán starfs­mönnum hjá Sér­stökum sak­sókn­ara sagt upp störfum í vik­unni. Þeirra á meðal eru átta lög­reglu­menn sem fá lausn frá emb­ætti 1. nóv­em­ber. Þegar upp­sagn­irnar hafa gengið í gegn, verða um fimm­tíu starfs­menn eftir hjá emb­ætt­inu. Sér­stakur sak­sókn­ari mun neyð­ast til að segja upp þrjá­tíu starfs­mönnum til við­bótar um ára­mót­in, verði ekki gerðar breyt­ingar á fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi.

Í sam­tali við Kjarn­ann kveðst Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, vona að fjár­laga­frum­varp næsta árs muni taka breyt­ingum í með­förum þings­ins. Hann hefur óskað eftir fundi með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is- og dóms­mála­ráð­herra til að gera honum grein fyrir stöð­unni.

Emb­ætt­inu gert ókleyft að sinna sínu lög­bundna hlut­verkiÓlafur Þór segir að verði nið­ur­skurður á fjár­fram­lögum til emb­ætt­is­ins jafn blóð­ugur og í stefn­ir, munu starfs­menn­irnir sem eftir verða rétt ná að sinna þeim málum sem nú þegar eru komin til kasta dóm­stóla. Nið­ur­skurð­ur­inn muni óhjá­kvæmi­lega bitna á rann­sóknum og opn­unum á nýjum málum og emb­ætt­inu gert ókleyft að sinna sínu lög­bundna hlut­verki.

Fjórtán mál bíða nú rann­sóknar hjá Sér­stökum sak­sókn­ara, þar af fjögur umfangs­mik­il. Í dag eru 96 mál til rann­sóknar hjá Sér­stökum sak­sókn­ara, þar af 39 svokölluð hrun­mál sem langt eru komin í rann­sókn. Í 187 málum er rann­sókn lokið og þau ýmist farin til ákæru­með­ferðar eða hafa hlotið efn­is­lega með­ferð fyrir dóm­stól­um. Af þessum 187 mál­um, voru gefnar út 18 ákærur vegna 27 hrun­mála. Þá bíða ell­efu hrun­mál til við­bótar ákvörð­unar um sak­sókn.

Málin sem hafa verið til rann­sóknar hjá emb­ætti Sér­staks sak­sókn­ara en ekki leitt til ákæru eru 330 tals­ins. Þá hefur emb­ættið vísað frá 71 máli, rann­sókn hefur verið hætt í 132 málum og í 23 til­vikum hafa mál verið sam­einuð öðrum mál­um. Emb­ættið hefur þar að auki sent 71 mál til ann­arra emb­ætta til með­ferðar og önnur verk­efni emb­ætt­is­ins, það er rétt­ar­beiðnir erlendis frá og rann­sókn­ar­beiðnir inn­an­lands, eru 33 tals­ins. Alls hafa 637 mál og verk­efni komið til kasta Sér­staks sak­sókn­ara frá stofn­un.

Lögð áhersla á að ljúka aðeins fyr­ir­liggj­andi málumSér­stakur sak­sókn­ari segir við­búið að skert fjár­fram­lög til emb­ætt­is­ins muni gera því nær ókleyft að sinna rann­sókn­um. Þá verði lögð höf­uð­á­hersla á að ljúka þeim málum sem búið er að gefa út ákærur í. "Það útheimtir mik­inn mann­afla og tíma að reka mál fyrir dóm­stól­um, en á næsta ári fara fram nokkur stór rétt­ar­höld í málum hjá okk­ur."

Sem dæmi um verk­efni sem Sér­stakur sak­sókn­ari mun reka fyrir dóm­stólum á næstu mán­uð­um, má nefna aðal­með­ferð fyrir Hæsta­rétti Íslands í Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða, stór mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál tengd fyrr­ver­andi stjórn­endum Kaup­þings ann­ars vegar og Lands­bank­ans hins veg­ar, Milesto­ne-­mál­ið, fjár­drátt­ar­mál tengt Marp­le, félags í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, CLN-­málið sem teng­ist umboðs­svikum upp á 510 millj­ónir evra, Aserta gjald­eyr­is­málið og Stím-­mál­ið.

"Ef ráð­ist verður í þennan nið­ur­skurð, mun nær allt annað en þessi mála­rekstur stoppa hjá okk­ur. Það verður verð­ugt verk­efni að halda utan um hann, sér­stak­lega þar sem ekki er hægt að reikna með hámarks­af­köstum frá þeim starfs­mönnum sem hefur verið sagt upp."

Ólafur Þór hefur miklar áhyggjur af fram­tíð emb­ættis Sér­staks sak­sókn­ara. "Nú er til umræðu að íslenska ríkið kaupi upp­lýs­ingar erlendis frá um mögu­leg skattaund­an­skot Íslend­inga, og skatta­skjól þeirra erlend­is. Ég verð að við­ur­kenna að mér finnst vanta inn í þá umræðu hvaða emb­ætti það er nú aftur sem sækir til saka í skatta­mál­u­m."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
McDonald's á Íslandi lokaði árið 2009.
Táknræn staða McDonald's á Íslandi kom aftur í ljós í hruninu
Prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands segir að Íslendingar hafi lengi verið mjög upptekið af því hvernig fjallað er um land og þjóð utan landsteinanna og að lokun McDonald's hafi verið enn ein niðurlægingin á alþjóðavettvangi.
Kjarninn 14. október 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Konur í fangelsum
Kjarninn 14. október 2019
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs sem á í Morgunblaðinu með neikvætt eigið fé upp á 239 milljónir
Félagið sem heldur utan um eignarhald oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í útgáfufélagi Morgunblaðsins skuldar 360,5 milljónir króna en metur einu eign sina á 121,5 milljónir króna.
Kjarninn 14. október 2019
Þrátt fyrir að ellefu ár séu liðin frá því að Kaupþing fór á hausinn þá er bankinn samt sem áður ekki hættur að skila þeim sem vinna að eftirmálum þess þrots digrum launagreiðslum.
17 starfsmenn Kaupþings fengu 3,5 milljarða í laun í fyrra
Stjórn Kaupþings, sem telur fjóra til fimm einstaklinga, fékk 1,2 milljarð króna í laun á árinu 2018. Aðrir starfsmenn fengu líka verulega vel greitt. Meðalgreiðsla til starfsmanns var 17,4 milljónir króna á mánuði, sem eru margföld árslaun meðalmanns.
Kjarninn 14. október 2019
Þeir sem búa lengi erlendis missa kosningarétt og Kosningastofnun verður til
Umfangsmiklar breytingar eru í farvatninu á kosningalögum hérlendis. Nýjar stofnanir gætu orðið til, kosningaathöfnin sjálf gæti breyst, ákveðnum kosningum gæti verið flýtt og þeir sem hafa búið lengi samfleytt í útlöndum gætu misst kosningarétt sinn.
Kjarninn 14. október 2019
Eiríkur Ragnarsson
Yo yo: Verðbólga er kúl – lesið þessa grein
Kjarninn 13. október 2019
Guðmundur Halldór Björnsson
Dauðafæri fyrir íslensk fyrirtæki að ná auknum árangri?
Kjarninn 13. október 2019
Gagnrýna tækni sem ætlað er að hreinsa plast úr hafinu
Margir vonuðust til þess að nýstárleg aðferð frá fyrirtækinu Ocean Cleanup gæti nýst í baráttunni gegn plastmengun í hafinu. Vísindamenn hafa hins vegar gagnrýnt aðferðina harðlega vegna þeirra áhrifa sem hreinsunin hefur á lífverur sem festast í tækinu.
Kjarninn 13. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None