Sérstakur saksóknari neyðist til að hætta að rannsaka mál

10016454335-40efb77834-z.jpg
Auglýsing

Boð­aður nið­ur­skurður á fjár­veit­ingum rík­is­sjóðs til Sér­staks sak­sókn­ara mun koma harð­lega niður á emb­ætt­inu, leiða til frek­ari upp­sagna og gera því nær ókleyft að sinna rann­sóknum á efna­hags­brot­um. Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, segir að emb­ættið muni ekki geta sinnt sínu lög­bundna hlut­verki verði boð­aður nið­ur­skurður fjár­veit­inga að veru­leika.

Blóð­ugur nið­ur­skurður boð­aður í frum­varpi fjár­mála­ráð­herraFram­lög úr rík­is­sjóði til emb­ættis Sér­staks sak­sókn­ara verða skorin niður um nærri helm­ing á milli ára, sam­kvæmt fjár­laga­frum­varpi Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála­ráð­herra fyrir næsta ár.

Fram­lög rík­is­ins til Sér­staks sak­sókn­ara námu röskri 561 milljón á þessu ári, en á næsta ári hefur rík­is­sjóður eyrna­merkt ríf­lega 292 millj­ónir króna til rekst­urs emb­ætt­is­ins. Heild­ar­nið­ur­skurður á fjár­lögum til Sér­staks sak­sókn­ara á þessu ári nam um 774 millj­ónum króna, sé tekið mið af 487 millj­óna upp­söfn­uðum fjár­heim­ildum emb­ætt­is­ins frá árinu 2013.

Hæst numu fram­lög rík­is­ins til Sér­staks sak­sókn­ara árið 2012, eða röskum 1,3 millj­örðum króna. Síðan þá hafa fjár­veit­ingar til emb­ætt­is­ins verið skornar niður um hátt í 800 millj­ónir króna.

Auglýsing

Starfs­mönnum verður fækkað um þrjá­tíu til við­bótarTil að bregð­ast við fyr­ir­hug­uðum nið­ur­skurði var sextán starfs­mönnum hjá Sér­stökum sak­sókn­ara sagt upp störfum í vik­unni. Þeirra á meðal eru átta lög­reglu­menn sem fá lausn frá emb­ætti 1. nóv­em­ber. Þegar upp­sagn­irnar hafa gengið í gegn, verða um fimm­tíu starfs­menn eftir hjá emb­ætt­inu. Sér­stakur sak­sókn­ari mun neyð­ast til að segja upp þrjá­tíu starfs­mönnum til við­bótar um ára­mót­in, verði ekki gerðar breyt­ingar á fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi.

Í sam­tali við Kjarn­ann kveðst Ólafur Þór Hauks­son, sér­stakur sak­sókn­ari, vona að fjár­laga­frum­varp næsta árs muni taka breyt­ingum í með­förum þings­ins. Hann hefur óskað eftir fundi með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni for­sæt­is- og dóms­mála­ráð­herra til að gera honum grein fyrir stöð­unni.

Emb­ætt­inu gert ókleyft að sinna sínu lög­bundna hlut­verkiÓlafur Þór segir að verði nið­ur­skurður á fjár­fram­lögum til emb­ætt­is­ins jafn blóð­ugur og í stefn­ir, munu starfs­menn­irnir sem eftir verða rétt ná að sinna þeim málum sem nú þegar eru komin til kasta dóm­stóla. Nið­ur­skurð­ur­inn muni óhjá­kvæmi­lega bitna á rann­sóknum og opn­unum á nýjum málum og emb­ætt­inu gert ókleyft að sinna sínu lög­bundna hlut­verki.

Fjórtán mál bíða nú rann­sóknar hjá Sér­stökum sak­sókn­ara, þar af fjögur umfangs­mik­il. Í dag eru 96 mál til rann­sóknar hjá Sér­stökum sak­sókn­ara, þar af 39 svokölluð hrun­mál sem langt eru komin í rann­sókn. Í 187 málum er rann­sókn lokið og þau ýmist farin til ákæru­með­ferðar eða hafa hlotið efn­is­lega með­ferð fyrir dóm­stól­um. Af þessum 187 mál­um, voru gefnar út 18 ákærur vegna 27 hrun­mála. Þá bíða ell­efu hrun­mál til við­bótar ákvörð­unar um sak­sókn.

Málin sem hafa verið til rann­sóknar hjá emb­ætti Sér­staks sak­sókn­ara en ekki leitt til ákæru eru 330 tals­ins. Þá hefur emb­ættið vísað frá 71 máli, rann­sókn hefur verið hætt í 132 málum og í 23 til­vikum hafa mál verið sam­einuð öðrum mál­um. Emb­ættið hefur þar að auki sent 71 mál til ann­arra emb­ætta til með­ferðar og önnur verk­efni emb­ætt­is­ins, það er rétt­ar­beiðnir erlendis frá og rann­sókn­ar­beiðnir inn­an­lands, eru 33 tals­ins. Alls hafa 637 mál og verk­efni komið til kasta Sér­staks sak­sókn­ara frá stofn­un.

Lögð áhersla á að ljúka aðeins fyr­ir­liggj­andi málumSér­stakur sak­sókn­ari segir við­búið að skert fjár­fram­lög til emb­ætt­is­ins muni gera því nær ókleyft að sinna rann­sókn­um. Þá verði lögð höf­uð­á­hersla á að ljúka þeim málum sem búið er að gefa út ákærur í. "Það útheimtir mik­inn mann­afla og tíma að reka mál fyrir dóm­stól­um, en á næsta ári fara fram nokkur stór rétt­ar­höld í málum hjá okk­ur."

Sem dæmi um verk­efni sem Sér­stakur sak­sókn­ari mun reka fyrir dóm­stólum á næstu mán­uð­um, má nefna aðal­með­ferð fyrir Hæsta­rétti Íslands í Al-T­hani mál­inu svo­kall­aða, stór mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál tengd fyrr­ver­andi stjórn­endum Kaup­þings ann­ars vegar og Lands­bank­ans hins veg­ar, Milesto­ne-­mál­ið, fjár­drátt­ar­mál tengt Marp­le, félags í eigu Skúla Þor­valds­son­ar, CLN-­málið sem teng­ist umboðs­svikum upp á 510 millj­ónir evra, Aserta gjald­eyr­is­málið og Stím-­mál­ið.

"Ef ráð­ist verður í þennan nið­ur­skurð, mun nær allt annað en þessi mála­rekstur stoppa hjá okk­ur. Það verður verð­ugt verk­efni að halda utan um hann, sér­stak­lega þar sem ekki er hægt að reikna með hámarks­af­köstum frá þeim starfs­mönnum sem hefur verið sagt upp."

Ólafur Þór hefur miklar áhyggjur af fram­tíð emb­ættis Sér­staks sak­sókn­ara. "Nú er til umræðu að íslenska ríkið kaupi upp­lýs­ingar erlendis frá um mögu­leg skattaund­an­skot Íslend­inga, og skatta­skjól þeirra erlend­is. Ég verð að við­ur­kenna að mér finnst vanta inn í þá umræðu hvaða emb­ætti það er nú aftur sem sækir til saka í skatta­mál­u­m."

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None