Sérstakur saksóknari rannsakar nokkur mál tengd SpKef

spkef.jpg
Auglýsing

Embætti sérstaks saksóknara er með til rannsóknar nokkur mál tengd Sparisjóðnum í Keflavík, einnig þekktum sem SpKef, samkvæmt heimildum Kjarnans. Rannsókn málanna er langt komin og þess er að vænta að ákvörðun verði tekin um hvort þau muni leiða til ákæru innan skamms. Niðurskurður á fjárframlögum til embættisins gætu þó tafið lok rannsóknanna þar sem hluti þeirra rannsakenda sem hefur sinnt þeim rannsóknum hefur verið sagt upp störfum.

Fyrr í þessari viku gaf embættið út ákæru á hendur fyrrum forstjóra SPRON og fjórum stjórnarmönnum sjóðins vegna meintra umboðssvika þegar SPRON lánaði Exista tvo milljarða króna þann 30. september 2008. Samkvæmt heimildum Kjarnans snúa þau mál sem tengjast sparisjóðum landsins, og eru enn til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara, öll að Sparisjóðnum í Keflavík.

Afkoma kjarnareksturs neikvæð árum saman


Sparisjóðurinn í Keflavík virðist, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar um sparisjóðina sem kom út í apríl 2014, hafa verið einna verst rekinn allra sparisjóðanna. Vaxtamunur hans var til að mynda oftast lægri en hjá öllum hinum sjóðunum, útlán hans virðast hafa verið ótrúlega illa undirbyggð og afkoma sjóðsins var nánast einvörðungu bundin við gengi hlutabréfa sem hann átti.

Vegna þessara þátta var afkoma sjóðsins af kjarnarekstri neikvæð frá árinu 2003 og fram að þeim degi þegar  hann féll.  Samtals nam tapið 30 milljörðum króna, en þorri þeirrar upphæðar kom til á árunum 2008 og 2009. Til að setja slakan undirliggjandi rekstur sjóðsins í samhengi nam tap af kjarnarekstri hans, hefðbundinni bankastarfsemi, 700 milljónum króna á árinu 2006 þrátt fyrir að kynntur hagnaður fyrir skatta væri tæpir 5,6 milljarðar króna.

Auglýsing

spkefskyrsla Endurskoðunarfyrirtækið PwC gerði svarta skýrslu um starfsemi sparisjóðsins sem skilað var í apríl 2011. Kjarninn birti skýrsluna í heild sinni í ágúst 2013.

Mjög léleg útlán


Útlánin sem Sparisjóðurinn í Keflavík veitti voru mörg hver mjöh léleg. Lán til venslaðra aðila voru umtalsverð, 90 prósent útlána sem voru með veði í hlutabréfum voru tryggð með veði í óskráðum bréfum, verðmæti trygginga var í mörgum tilvikum langt undir lánsfjárhæð og ofmetið.

geirmundur Geirmundur Kristinsson var sparisjóðsstjóri SpKef árum saman.

Sparisjóðurinn var hins vegar lítið fyrir að framkvæma veðköll og því var fyrirséð löngu áður en sjóðurinn féll að mikil útlánatöp sem höfðu ekki verið bókfærð væru fram undan.

 

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er farið yfir stærstu lántakendur sjóðsins. Í úrtakinu sem tekið var voru 23 lánahópar. Fyrirgreiðsla til þeirra nam ellefu milljörðum króna í lok árs 2007 en hafði hækkað í 24,3 milljarða króna í lok árs 2008, meðal annars vegna gengisbreytinga. Þessir hópar fengu samtals 26,6 prósent af heildarútlánum sparisjóðsins. Þorri hópsins eru umsvifamiklir aðilar í atvinnulífinu á Suðurnesjum. Í skýrslunni segir að „sérgreindar niðurfærslur vegna þessara lánahópa í úrtakinu námu samtals tæplega 45% af virðisrýrnun útlána og krafna sparisjóðsins í lok árs 2008 og rúmum 35% í lok árs 2009“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None