Sérstakur saksóknari varði tólf þúsund vinnustundum í verðsamráðsmál

10016454335_40efb77834_c.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt yfir­liti yfir mann­afla- og tíma­skrán­ingu hjá sér­stökum sak­sókn­ara, vegna rann­sóknar emb­ætt­is­ins á meintu verð­sam­ráði Byko, Húsa­smiðj­unnar og Úlfs­ins, komu 31 starfs­maður emb­ætt­is­ins að rann­sókn máls­ins. Sam­kvæmt skrán­ing­unni, sem lögð var fram fyrir dómi og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, unnu starfs­menn­irnir að mál­inu í alls 11.854 vinnu­stund­ir. Þá er ótal­inn tíma­fjöld­inn sem fór í flutn­ing máls­ins fyrir Hér­aðs­dómi. Þá hefur Kjarn­inn óskað eftir sam­bæri­legum upp­lýs­ingum frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, þar sem upp­haf máls­ins má rekja til. Ekk­ert svar hefur enn borist Kjarn­anum frá stofn­un­inni.

Alls tóku sextán starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara þátt í úrvinnslu gagna og yfir­heyrslum við rann­sókn verð­sam­ráðs­máls­ins hjá emb­ætt­inu, sem voru lang mann­afls­frek­ustu liðir rann­sókn­ar­innar að því er fram kemur í yfir­liti emb­ætt­is­ins. Skrán­ingin gildir frá þeim tíma er málið barst emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Allir tólf sak­born­ingar máls­ins voru sýkn­að­ir, nema einn sem hlaut skil­orðs­bund­inn dóm.

90 millj­óna króna málsvarn­ar­laun lentu á rík­inuUpp­haf­lega voru þrettán starfs­menn fyr­ir­tækj­anna ákærðir fyrir þátt sinn í hinu meinta verð­sam­ráði. Einni ákæru var vísað frá, og því stóðu tólf eftir sem tóku til varna fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Dóm­ur­inn sýkn­aði í gær alla sak­born­inga af sak­ar­gift­um, fyrir utan fram­kvæmda­stjóra fag­sölu­sviðs ­Byko sem var sak­felldur fyrir hvatn­ingu til verð­sam­ráðs. Hann hlaut eins mán­aðar skil­orðs­bund­inn dóm til tveggja ára, en hann neit­aði sök fyrir dómi. En auk þessa dæmdi Hér­aðs­dómur íslenska ríkið til að greiða nær öll málsvarn­ar­laun sak­born­ing­anna, rúm­lega 90 millj­ónir króna.

Menn­irnir voru hand­teknir í mars 2011, og því hefur málið staðið yfir í rúm fjögur ár. Málið kom upp­runa­lega til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Þann 1. sept­em­ber tók svo sér­stakur sak­sókn­ari við rann­sókn máls­ins þegar efna­hags­brota­deildin var sam­einuð emb­ætt­inu.

Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari á eftir að taka ákvörðun um hvort dóms­nið­ur­stöð­unni verður áfrýjað til Hæsta­réttar Íslands. Við ákvarð­ana­tök­una mun þar sjálf­sagt vega þungt hvort mik­il­vægt sé að fá fram nið­ur­stöðu Hæsta­réttar út frá for­dæm­is­gildi.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None