Sérstakur saksóknari varði tólf þúsund vinnustundum í verðsamráðsmál

10016454335_40efb77834_c.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt yfir­liti yfir mann­afla- og tíma­skrán­ingu hjá sér­stökum sak­sókn­ara, vegna rann­sóknar emb­ætt­is­ins á meintu verð­sam­ráði Byko, Húsa­smiðj­unnar og Úlfs­ins, komu 31 starfs­maður emb­ætt­is­ins að rann­sókn máls­ins. Sam­kvæmt skrán­ing­unni, sem lögð var fram fyrir dómi og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, unnu starfs­menn­irnir að mál­inu í alls 11.854 vinnu­stund­ir. Þá er ótal­inn tíma­fjöld­inn sem fór í flutn­ing máls­ins fyrir Hér­aðs­dómi. Þá hefur Kjarn­inn óskað eftir sam­bæri­legum upp­lýs­ingum frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, þar sem upp­haf máls­ins má rekja til. Ekk­ert svar hefur enn borist Kjarn­anum frá stofn­un­inni.

Alls tóku sextán starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara þátt í úrvinnslu gagna og yfir­heyrslum við rann­sókn verð­sam­ráðs­máls­ins hjá emb­ætt­inu, sem voru lang mann­afls­frek­ustu liðir rann­sókn­ar­innar að því er fram kemur í yfir­liti emb­ætt­is­ins. Skrán­ingin gildir frá þeim tíma er málið barst emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Allir tólf sak­born­ingar máls­ins voru sýkn­að­ir, nema einn sem hlaut skil­orðs­bund­inn dóm.

90 millj­óna króna málsvarn­ar­laun lentu á rík­inuUpp­haf­lega voru þrettán starfs­menn fyr­ir­tækj­anna ákærðir fyrir þátt sinn í hinu meinta verð­sam­ráði. Einni ákæru var vísað frá, og því stóðu tólf eftir sem tóku til varna fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Dóm­ur­inn sýkn­aði í gær alla sak­born­inga af sak­ar­gift­um, fyrir utan fram­kvæmda­stjóra fag­sölu­sviðs ­Byko sem var sak­felldur fyrir hvatn­ingu til verð­sam­ráðs. Hann hlaut eins mán­aðar skil­orðs­bund­inn dóm til tveggja ára, en hann neit­aði sök fyrir dómi. En auk þessa dæmdi Hér­aðs­dómur íslenska ríkið til að greiða nær öll málsvarn­ar­laun sak­born­ing­anna, rúm­lega 90 millj­ónir króna.

Menn­irnir voru hand­teknir í mars 2011, og því hefur málið staðið yfir í rúm fjögur ár. Málið kom upp­runa­lega til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Þann 1. sept­em­ber tók svo sér­stakur sak­sókn­ari við rann­sókn máls­ins þegar efna­hags­brota­deildin var sam­einuð emb­ætt­inu.

Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari á eftir að taka ákvörðun um hvort dóms­nið­ur­stöð­unni verður áfrýjað til Hæsta­réttar Íslands. Við ákvarð­ana­tök­una mun þar sjálf­sagt vega þungt hvort mik­il­vægt sé að fá fram nið­ur­stöðu Hæsta­réttar út frá for­dæm­is­gildi.

 

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None