Sérstakur saksóknari varði tólf þúsund vinnustundum í verðsamráðsmál

10016454335_40efb77834_c.jpg
Auglýsing

Sam­kvæmt yfir­liti yfir mann­afla- og tíma­skrán­ingu hjá sér­stökum sak­sókn­ara, vegna rann­sóknar emb­ætt­is­ins á meintu verð­sam­ráði Byko, Húsa­smiðj­unnar og Úlfs­ins, komu 31 starfs­maður emb­ætt­is­ins að rann­sókn máls­ins. Sam­kvæmt skrán­ing­unni, sem lögð var fram fyrir dómi og Kjarn­inn hefur undir hönd­um, unnu starfs­menn­irnir að mál­inu í alls 11.854 vinnu­stund­ir. Þá er ótal­inn tíma­fjöld­inn sem fór í flutn­ing máls­ins fyrir Hér­aðs­dómi. Þá hefur Kjarn­inn óskað eftir sam­bæri­legum upp­lýs­ingum frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu, þar sem upp­haf máls­ins má rekja til. Ekk­ert svar hefur enn borist Kjarn­anum frá stofn­un­inni.

Alls tóku sextán starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara þátt í úrvinnslu gagna og yfir­heyrslum við rann­sókn verð­sam­ráðs­máls­ins hjá emb­ætt­inu, sem voru lang mann­afls­frek­ustu liðir rann­sókn­ar­innar að því er fram kemur í yfir­liti emb­ætt­is­ins. Skrán­ingin gildir frá þeim tíma er málið barst emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara. Allir tólf sak­born­ingar máls­ins voru sýkn­að­ir, nema einn sem hlaut skil­orðs­bund­inn dóm.

90 millj­óna króna málsvarn­ar­laun lentu á rík­inuUpp­haf­lega voru þrettán starfs­menn fyr­ir­tækj­anna ákærðir fyrir þátt sinn í hinu meinta verð­sam­ráði. Einni ákæru var vísað frá, og því stóðu tólf eftir sem tóku til varna fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Dóm­ur­inn sýkn­aði í gær alla sak­born­inga af sak­ar­gift­um, fyrir utan fram­kvæmda­stjóra fag­sölu­sviðs ­Byko sem var sak­felldur fyrir hvatn­ingu til verð­sam­ráðs. Hann hlaut eins mán­aðar skil­orðs­bund­inn dóm til tveggja ára, en hann neit­aði sök fyrir dómi. En auk þessa dæmdi Hér­aðs­dómur íslenska ríkið til að greiða nær öll málsvarn­ar­laun sak­born­ing­anna, rúm­lega 90 millj­ónir króna.

Menn­irnir voru hand­teknir í mars 2011, og því hefur málið staðið yfir í rúm fjögur ár. Málið kom upp­runa­lega til efna­hags­brota­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra frá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Þann 1. sept­em­ber tók svo sér­stakur sak­sókn­ari við rann­sókn máls­ins þegar efna­hags­brota­deildin var sam­einuð emb­ætt­inu.

Auglýsing

Rík­is­sak­sókn­ari á eftir að taka ákvörðun um hvort dóms­nið­ur­stöð­unni verður áfrýjað til Hæsta­réttar Íslands. Við ákvarð­ana­tök­una mun þar sjálf­sagt vega þungt hvort mik­il­vægt sé að fá fram nið­ur­stöðu Hæsta­réttar út frá for­dæm­is­gildi.

 

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None