SFS funduðu með sendiherra Rússlands

kolbeinn.jpg
Auglýsing

Kol­beinn Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, fund­aði í gær með sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, Anton V. Vasili­ev, í sendi­ráðs­bú­staði Rússa í Reykja­vík. Þetta stað­festir Kol­beinn í sam­tali við Kjarn­ann. Hann segir að í sam­tali við Rússa hafi verið leitað útskýr­inga á þeirra hlið máls­ins, enda sé það einn til­gangur sendi­herra hér­lend­is. Rætt hafi ver­ið hvort ein­hver mögu­leiki sé á að Rúss­ar opni fyrir inn­flutn­ing frá Íslandi, þrátt fyrir þátt­töku Íslands í við­skipta­þving­unum gegn Rúss­um.

Tólf dagar eru liðnir frá því að Ísland­i var bætt á inn­flutn­ings­bann­lista Rússa. Bannið hefur í för með sér að stærsti mark­aður með upp­sjáv­ar­fisk lok­ast fyrir íslenskum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Rússar hafa á síð­ustu árum meðal ann­ars verið stærsti kaup­andi íslensks mak­ríls. Útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða til Rúss­lands á síð­asta ári nam um 24 millj­örðum króna sam­kvæmt Hag­stof­unni. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi áætla að undir eðli­legum kring­um­stæðum myndi verð­mæti sjáv­ar­af­urða í ár til Rúss­lands nema um 37 millj­örðum króna.

Spurður um hvort ein­hver fram­vinda hafi orðið á mál­u­m ­segir Kol­beinn að fátt nýtt sé að frétta. Unnið sé með stjórn­ar­ráð­inu við að lág­marka skað­ann sem hlýst af bann­inu, til að mynda ­með útgáfu nýrra reglu­gerða, auk þess sem rætt er við Evr­ópu­sam­bandið um stöðu mála. Lítið nýtt hafi borist frá Rúss­landi og Evr­ópu­sam­band­inu frá því að bannið var útvíkkað til Íslands og fleiri landa.

Auglýsing

Ráða­menn á Íslandi hafa frá setn­ingu inn­flutn­ings­banns­ins átt í sam­skiptum við rúss­nesk yfir­völd. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra ræddi við Dmi­try Med­vedev, for­sæt­is­ráð­herra Rúss­lands, sím­leiðis dag­inn eftir að bannið tók gildi og þá hitti Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, sendi­herra Rússa á Íslandi, sama dag og bannið tók gildi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None