Sígaunahöfðingi veldur enn reiði og hneykslan í Danmörku

Screen-Shot-2015-01-24-at-14.27.54.png
Auglýsing

Sígauna­höfð­ing­inn (neitar að kalla sig Roma) Gimi Levakovic sem frægur er að endemum í Dan­mörku hefur enn einu sinni kom­ist á for­síður danskra blaða. Margir þing­menn ná ekki upp í nefið á sér eftir að Eystri Lands­réttur sneri við dómi Und­ir­réttar sem hafði vísað Levakovic úr landi.

Flestir Danir kann­ast við Gimi Levakovic og fjöl­skyldu hans. Það kemur ekki til af góðu einu. Levakovic fjöl­skyldan flutti frá Króa­tíu til Dan­merkur fyrir 43 árum og hefur alla tíð síðan verið á fram­færi danskra skatt­borg­ara og hefur þegið jafn­gildi 1700 millj­óna íslenskra króna sér til fram­færslu. Fjöl­skyld­an, sem býr á Ama­ger, hefur stækkað á þessum 43 árum og telur nú fleiri en 40. Eng­inn úr fjöl­skyld­unni hefur stundað laun­aða vinnu. Fram­færslu­líf­eyrir hins opin­bera hefur þó ekki hrokkið til og fjöl­skyld­an, einkum karl­arn­ir, hafa drýgt tekj­urnar með ránum og grip­deild­um. Ætt­ar­höf­uðið Gimi Levakovic hefur í við­tölum sagt að fjöl­skylda sín standi saman í blíðu og stríðu. Afskipti lög­regl­unnar hafa stundum orðið til að trufla heim­il­is­frið­inn. Sjálfur hefur Gimi, sem er 46 ára, setið inni í tæp sjö ár sam­tals og bræður hans og bræðra­synir hafa margoft setið inni, um lengri eða skemmri tíma. Sumum þeirra hefur oftar en einu sinni verið vísað úr landi en þeir hafa jafn­harðan snúið aftur til Dan­merkur og haldið áfram fyrri iðju.

Auglýsing

Sjón­varps­þættir vöktu mikla athygli

Þótt margir Danir hafi kann­ast við Levakovic fjöl­skyld­una, og ekki allir að góðu einu, varð fjöl­skyldan lands­þekkt eftir tvo þætti sem sjón­varps­stöðin TV2 sýndi í jan­úar sl. og byggð­ust að miklu leyti á við­tölum við ætt­ar­höf­uðið Gimi. Þætt­irnir vöktu mikla athygli og hneyksl­an. „Hvernig má það vera að þessi stóra fjöl­skylda geti búið hér ára­tugum saman og aldrei lyft svo mikið sem litla fingri í ærlegri vinnu“ spurðu marg­ir. Aðr­ir, þar á meðal stjórn­mála­menn, lýstu undrun á því að þrátt fyrir tugi dóma og brott­vísun sumra úr fjöl­skyld­unni úr landi dveld­ist öll fjöl­skyldan hér ár eftir ár.   

Tutt­ugu og sjö dómar

Eins og fram kom fyrr í þessum pistli er Gimi Levakovic kunn­ugur dönskum dóm­söl­um. Tuttug­asti og sjö­undi dóm­ur­inn yfir honum féll fyrir nokkru í Bæj­ar­rétt­inum (Hér­aðs­dómi) í Næst­ved. Þar var hann dæmdur fyrir að hafa haft í hót­unum og verið með byssu í fórum sínum í gleð­skap 1. maí sl. Dóm­ur­inn hljóð­aði uppá fimmtán mán­aða fang­elsi og brott­vísun úr landi að lok­inni afplánun og jafn­framt að honum væri óheim­ilt að stíga fæti á danska jörð í tólf ár.  Gimi Levakovic áfrýj­aði dóm­in­um.     Eystri-Lands­réttur (milli­stig en í Dan­mörku eru þrjú dóm­stig) snéri brott­vís­un­ar­dómi Bæj­ar­rétt­ar­ins við en þyngdi fang­els­is­dóm­inn um þrjá mán­uði. Auk þriggja dóm­ara við Eystri- Lands­rétt voru þrír með­dóm­arar kall­aðir til. Dóm­ur­inn klofn­aði, þrír vildu stað­festa dóm Bæj­ar­réttar en þrír vildu fella niður brott­vís­un­ar­dóm­inn. Þegar atkvæði falla jafnt ráða hags­munir þess sem dæmdur er. Í þessu til­viki réð það úrslitum að Gimi Levakovic á tvö börn sem búa hjá honum og auk þess hefur hann engin tengsl við Króa­tíu en þangað hefði hann verið sendur hefði komið til brott­vís­un­ar. Dóm­ur­inn var kveð­inn upp í fyrra­dag að við­stöddum fjölda fólks, þar á meðal mörgum frétta­mönn­um. Danskir fjöl­miðlar segja að Gimi Levakovic sem venju­lega er kok­hraustur hafi verið mjög stress­aður í dóm­salnum og svit­inn perlað af hon­um. „Þegar hann heyrði að sér yrði ekki vísað úr landi grét hann eins og smá­barn“ sagði eitt dönsku blað­anna. Sak­sókn­ari sagði strax að dóms­upp­kvaðn­ingu lok­inni að hann myndi freista þess að fá mál­inu skotið til Hæsta­réttar (en slíkt er ekki sjálf­gef­ið) og von­að­ist til að það tæk­ist.

Ráð­herrum og þing­mönnum ekki skemmt

Þótt Gimi Levakovic og fjöl­skyldan hafi glaðst yfir nið­ur­stöðu Eystri-Lands­réttar ríkti ekki sama ánægjan hjá dóms­mála­ráð­herr­anum Sören Pind og Inger Stöjberg ráð­herra inn­flytj­enda­mála. Inger Stöjberg sagði að greini­lega væri kom­inn tími til að herða reglur um brott­vísun og þótt hún nefndi engin nöfn fór ekki á milli mála hvað hún átti við. Sören Pind dóms­mála­ráð­herra skrif­aði á Face­book síðu sína að hann myndi biðja Rík­is­lög­mann að sjá til þess að málið færi fyrir Hæsta­rétt, ef slíkt væri mögu­legt. Verj­andi Levakovic sagð­ist undr­ast þessi orð dóms­mála­ráð­herr­ans, engu lík­ara væri en hann vildi taka upp stjórn­ar­hætti eins og tíðk­uð­ust í Sov­ét­ríkj­unum og Þýska Alþýðu­lýð­veld­inu. Nokkrir þing­menn hafa lýst mik­illi undrun vegna nið­ur­stöðu Eystri-Lands­rétt­ar.

Vilja hertar reglur strax

Ef Hæsti­réttur ákveður að taka málið til með­ferðar getur liðið upp undir ár áður en dómur verður kveð­inn upp. Þing­menn Jafn­að­ar­manna og Danska Þjóð­ar­flokks­ins hafa lýst sig sam­þykka því að regl­urnar um brott­vísun verði strax teknar til end­ur­skoð­un­ar. Hvert sem fram­haldið verður má slá því föstu að danska þjóðin fylgist grannt með mál­inu. Einn við­mæl­andi Danska útvarps­ins sagði að meðan Levakovic fjöl­skyldan væri í land­inu myndi ekki skorta umræðu­efni. Miðað við net­síður og „kommenta­kerfi“ er mikið til í því. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None