Sigmundur Davíð: Ásmundur Einar drekkur minnst þingmanna

14405659215_b99fa1d7f3_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­sæt­is­ráð­herra, blöskrar umræðan um nýlega flug­ferð utan­rík­is­mála­nefndar Alþingis til Was­hington. Í kjöl­far ferð­ar­innar birt­ust frétt í fjöl­miðlum þar sem kom fram að Ásmundur Einar Daða­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra, hefði kastað upp yfir aðra flug­far­þega.

Þá hefur verið full­yrt að Ásmundur Einar hafi verið ofurölvi í flug­vél­inni, og upp­köst hans megi rekja til þess. Ásmundur hefur sjálfur borið við veik­indum í flug­inu, og hefur vara­maður hans tekið sæti hans á Alþingi þar til hann jafnar sig á veik­ind­un­um.

Séð hann torga einum bjór með hvatn­inguÍ við­tali sem birt­ist á Eyj­unni í dag, segir Sig­mundur Davíð það alvar­legt mál hvernig veist hafi verið að æru þing­manns­ins.

„Því að í fyrsta lagi er Ásmundur Einar lík­lega sá þing­maður sem drekkur minnst áfengi af öllum sem á annað borð eitt­hvað drekka á þingi. Ég held að ég hafi séð hann kom­ast í gegnum einn bjór á heilu þorra­blóti og það með hvatn­ingu við­staddra, þá náði hann að torga ein­um. Svo veikt­ist hann þarna og virð­ist hafa verið fár­veikur mað­ur­inn. En búinn að þola alls konar sögu­sagnir og það sem var verst að þing­menn sem voru með í för, og sér­stak­lega einn þing­maður sem reyndar var ekki með í þess­ari til­teknu flug­ferð, skyldu fara að dylgja um hann og jafn­vel að tala um hvort og hversu oft hann hafi sést fara á sal­ern­ið. Þá finnst mér menn komnir yfir nýja línu og út  fyrir ein­hver mörk sem menn ættu ekki að að fara út yfir.“

Auglýsing

Fleiri hafa komið Ásmundi til varnarÖg­mundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna og fyrrum flokks­bróðir Ásmundar Ein­ar, tók upp hansk­ann fyrir þing­mann­inn í pistli sem hann birti á vef­síðu sinni í gær. Þar vildi hann bregð­ast við stað­hæf­ingum um að Ásmundur Einar hafi kastað upp vegna ölv­unar í umræddri flug­ferð, sem Ögmundur var reyndar ekki í.

„Nokkrir fjöl­miðlar hafa útmálað þetta á drama­feng­inn hátt. Það mun vissu­lega vera rétt að Ásmundur hafi orðið illa veik­ur. Það mun líka vera rétt að hann hafi fengið sér vín.

En veikur var hann alla ferð­ina og kastaði upp á leið­inni út og á leið­inni heim og kom áfengi þar hvergi nærri.  Heim­kom­inn leit­aði hann læknis sem setti hann á lyfjakúr og ráð­lagði honum að vera frá vinnu um sinn. Engu að síður brást hann við kalli um að mæta á nefnd­ar­fund og í atkvæða­greiðslu þótt veikur væri. Sagt er að hann hafi brosað í þingsal, veikur mað­ur­inn!“

Að lokum skrifar Ögmundur á vef­síðu sína: „Vitn­is­burður vel­vilj­aðra ferða­fé­laga kemur heim og saman við kynni mín af Ásmundi Ein­ari. Ég hef kynnst honum vel á und­an­förnum árum, fyrst sem félaga mínum í VG síðan sem sam­starfs­manni á Alþing­i. Margoft hef ég tekið þátt í gleð­skap með Ásmundi Ein­ari og í ljósi þeirrar reynslu full­yrði ég þetta: Hann er hóf­semd­ar­maður og stendur hann mörgum okkar framar að  því leyt­i.“

 

 

Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None