Sigmundur Davíð: Ásmundur Einar drekkur minnst þingmanna

14405659215_b99fa1d7f3_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­sæt­is­ráð­herra, blöskrar umræðan um nýlega flug­ferð utan­rík­is­mála­nefndar Alþingis til Was­hington. Í kjöl­far ferð­ar­innar birt­ust frétt í fjöl­miðlum þar sem kom fram að Ásmundur Einar Daða­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra, hefði kastað upp yfir aðra flug­far­þega.

Þá hefur verið full­yrt að Ásmundur Einar hafi verið ofurölvi í flug­vél­inni, og upp­köst hans megi rekja til þess. Ásmundur hefur sjálfur borið við veik­indum í flug­inu, og hefur vara­maður hans tekið sæti hans á Alþingi þar til hann jafnar sig á veik­ind­un­um.

Séð hann torga einum bjór með hvatn­inguÍ við­tali sem birt­ist á Eyj­unni í dag, segir Sig­mundur Davíð það alvar­legt mál hvernig veist hafi verið að æru þing­manns­ins.

„Því að í fyrsta lagi er Ásmundur Einar lík­lega sá þing­maður sem drekkur minnst áfengi af öllum sem á annað borð eitt­hvað drekka á þingi. Ég held að ég hafi séð hann kom­ast í gegnum einn bjór á heilu þorra­blóti og það með hvatn­ingu við­staddra, þá náði hann að torga ein­um. Svo veikt­ist hann þarna og virð­ist hafa verið fár­veikur mað­ur­inn. En búinn að þola alls konar sögu­sagnir og það sem var verst að þing­menn sem voru með í för, og sér­stak­lega einn þing­maður sem reyndar var ekki með í þess­ari til­teknu flug­ferð, skyldu fara að dylgja um hann og jafn­vel að tala um hvort og hversu oft hann hafi sést fara á sal­ern­ið. Þá finnst mér menn komnir yfir nýja línu og út  fyrir ein­hver mörk sem menn ættu ekki að að fara út yfir.“

Auglýsing

Fleiri hafa komið Ásmundi til varnarÖg­mundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna og fyrrum flokks­bróðir Ásmundar Ein­ar, tók upp hansk­ann fyrir þing­mann­inn í pistli sem hann birti á vef­síðu sinni í gær. Þar vildi hann bregð­ast við stað­hæf­ingum um að Ásmundur Einar hafi kastað upp vegna ölv­unar í umræddri flug­ferð, sem Ögmundur var reyndar ekki í.

„Nokkrir fjöl­miðlar hafa útmálað þetta á drama­feng­inn hátt. Það mun vissu­lega vera rétt að Ásmundur hafi orðið illa veik­ur. Það mun líka vera rétt að hann hafi fengið sér vín.

En veikur var hann alla ferð­ina og kastaði upp á leið­inni út og á leið­inni heim og kom áfengi þar hvergi nærri.  Heim­kom­inn leit­aði hann læknis sem setti hann á lyfjakúr og ráð­lagði honum að vera frá vinnu um sinn. Engu að síður brást hann við kalli um að mæta á nefnd­ar­fund og í atkvæða­greiðslu þótt veikur væri. Sagt er að hann hafi brosað í þingsal, veikur mað­ur­inn!“

Að lokum skrifar Ögmundur á vef­síðu sína: „Vitn­is­burður vel­vilj­aðra ferða­fé­laga kemur heim og saman við kynni mín af Ásmundi Ein­ari. Ég hef kynnst honum vel á und­an­förnum árum, fyrst sem félaga mínum í VG síðan sem sam­starfs­manni á Alþing­i. Margoft hef ég tekið þátt í gleð­skap með Ásmundi Ein­ari og í ljósi þeirrar reynslu full­yrði ég þetta: Hann er hóf­semd­ar­maður og stendur hann mörgum okkar framar að  því leyt­i.“

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None