Sigmundur Davíð: Ásmundur Einar drekkur minnst þingmanna

14405659215_b99fa1d7f3_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­sæt­is­ráð­herra, blöskrar umræðan um nýlega flug­ferð utan­rík­is­mála­nefndar Alþingis til Was­hington. Í kjöl­far ferð­ar­innar birt­ust frétt í fjöl­miðlum þar sem kom fram að Ásmundur Einar Daða­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og aðstoð­ar­maður for­sæt­is­ráð­herra, hefði kastað upp yfir aðra flug­far­þega.

Þá hefur verið full­yrt að Ásmundur Einar hafi verið ofurölvi í flug­vél­inni, og upp­köst hans megi rekja til þess. Ásmundur hefur sjálfur borið við veik­indum í flug­inu, og hefur vara­maður hans tekið sæti hans á Alþingi þar til hann jafnar sig á veik­ind­un­um.

Séð hann torga einum bjór með hvatn­inguÍ við­tali sem birt­ist á Eyj­unni í dag, segir Sig­mundur Davíð það alvar­legt mál hvernig veist hafi verið að æru þing­manns­ins.

„Því að í fyrsta lagi er Ásmundur Einar lík­lega sá þing­maður sem drekkur minnst áfengi af öllum sem á annað borð eitt­hvað drekka á þingi. Ég held að ég hafi séð hann kom­ast í gegnum einn bjór á heilu þorra­blóti og það með hvatn­ingu við­staddra, þá náði hann að torga ein­um. Svo veikt­ist hann þarna og virð­ist hafa verið fár­veikur mað­ur­inn. En búinn að þola alls konar sögu­sagnir og það sem var verst að þing­menn sem voru með í för, og sér­stak­lega einn þing­maður sem reyndar var ekki með í þess­ari til­teknu flug­ferð, skyldu fara að dylgja um hann og jafn­vel að tala um hvort og hversu oft hann hafi sést fara á sal­ern­ið. Þá finnst mér menn komnir yfir nýja línu og út  fyrir ein­hver mörk sem menn ættu ekki að að fara út yfir.“

Auglýsing

Fleiri hafa komið Ásmundi til varnarÖg­mundur Jón­as­son, þing­maður Vinstri grænna og fyrrum flokks­bróðir Ásmundar Ein­ar, tók upp hansk­ann fyrir þing­mann­inn í pistli sem hann birti á vef­síðu sinni í gær. Þar vildi hann bregð­ast við stað­hæf­ingum um að Ásmundur Einar hafi kastað upp vegna ölv­unar í umræddri flug­ferð, sem Ögmundur var reyndar ekki í.

„Nokkrir fjöl­miðlar hafa útmálað þetta á drama­feng­inn hátt. Það mun vissu­lega vera rétt að Ásmundur hafi orðið illa veik­ur. Það mun líka vera rétt að hann hafi fengið sér vín.

En veikur var hann alla ferð­ina og kastaði upp á leið­inni út og á leið­inni heim og kom áfengi þar hvergi nærri.  Heim­kom­inn leit­aði hann læknis sem setti hann á lyfjakúr og ráð­lagði honum að vera frá vinnu um sinn. Engu að síður brást hann við kalli um að mæta á nefnd­ar­fund og í atkvæða­greiðslu þótt veikur væri. Sagt er að hann hafi brosað í þingsal, veikur mað­ur­inn!“

Að lokum skrifar Ögmundur á vef­síðu sína: „Vitn­is­burður vel­vilj­aðra ferða­fé­laga kemur heim og saman við kynni mín af Ásmundi Ein­ari. Ég hef kynnst honum vel á und­an­förnum árum, fyrst sem félaga mínum í VG síðan sem sam­starfs­manni á Alþing­i. Margoft hef ég tekið þátt í gleð­skap með Ásmundi Ein­ari og í ljósi þeirrar reynslu full­yrði ég þetta: Hann er hóf­semd­ar­maður og stendur hann mörgum okkar framar að  því leyt­i.“

 

 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None