Sigmundur Davíð boðar tíðindi í haftamálum og stóraukin útgjöld

9951399013-d1d9280f9b-o.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra boðar stór­aukin fram­lög til ýmissa mála­flokka í byrjun næstu viku. Þetta fjár­magn sé til­komið vegna svig­rúms sem skap­ist við upp­gjör slita­búa gömlu bank­anna sem þegar sé byrjað að mynd­ast með skatt­lagn­ingu sem nemi tugum millj­arða króna á ári. Sig­mundur segir einnig telja megi lík­legt að „það dragi enn frekar til tíð­inda í hafta­málum áður en langt um líð­ur“. Þetta kom fram í ræðu Sig­mundar sem hann flutti á haust­fundi mið­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins sem hald­inn er á Höfn í Horn­ar­firði í dag.

Svig­rúmið að mynd­astÍ ræð­unni vék Sig­mundur meðal ann­ars að upp­gjöri slita­búa bank­anna. Þar sagði hann að „svig­rúmið marg­um­rædda vegna upp­gjörs slita­búa bank­anna, sem eru í eigu kröfu­haf­anna marg­um­ræddu, er þegar byrjað að mynd­ast með skatt­lagn­ingu sem nemur tugum millj­arða á ári og telja má lík­legt að það dragi enn frekar til tíð­inda í hafta­málum áður en langt um líð­ur.“

Hann ræddi einnig breyt­ingar á fjár­lögum og fyr­ir­hug­aða aukn­ingu á fram­lögum til ýmissa mála­flokka. Orð­rétt sagði Sig­mund­ur:„Nú í byrjun nýrrar viku munum við sjá að traust­ari stoðum verður rennt undir fjöl­mörg mik­il­væg verk­efni og stofn­anir rík­is­ins. Þannig munu heil­brigð­is- og mennta­stofn­anir fá aukin fram­lög en einnig aðrar grunn­stoðir eins og Land­helg­is­gæslan og mik­il­væg verk­efni á borð við lýð­heilsu­á­tak og byggða­mál.”

Segir fram­lög til Lands­spít­ala verða þau hæstu frá 2008Um breyt­ingar á skatt­kerf­inu til­kynnti Sig­mundur að nauð­syn­leg lyf muni lækka í verði: “Þegar allt er talið á mat­væla­verð ekki að hækka vegna breyt­ing­anna um nema í mesta lagi um 1,4% og helst ekki neitt. Flestar vörur munu lækka í verði og nauð­syn­leg lyf alveg sér­stak­lega. Heild­ar­á­hrif breyt­ing­anna þýða að neyslu­skattar lækka veru­lega og, það sem er mik­il­vægast, áhrifin verða mest hjá þeim tekju­lægst­u.”

Að end­ingu vék hann að stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins og að sagði að nú sér gert ráð fyrir að á næsta ári verði fram­lög til Lands­spít­al­ans verði þau mestu sem þau hafa verið frá hru­nár­inu 2008, bæði í krónu­tölu og að raun­virði.

Auglýsing

Allt að 35 pró­sent útgöngu­skatturKjarn­inn greindi nýverið frá því að vænt­ingar eru til þess að áætlun um afnám fjár­magns­hafta verði kynnt á allra næstu vik­um. For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar hafa gefið það sterkt í skyn að und­an­förnu og á meðal kröfu­hafa fall­ina íslenskra banka er búist við því að skil­yrði fyrir sam­þykkt á nauða­samn­ingum þeirra verði kynnt mjög fljót­lega, mögu­lega í síð­ustu viku nóv­em­ber­mán­að­ar.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að búist sé við að um verði að ræða svo­kall­aðan flatan útgöngu­skatt á eignir þrota­bú­anna. Ef kröfu­hafar vilji út þurfi þeir að greiða flatan skatt af öllu fjár­magni sem þeir fái að fara með út úr íslensku efna­hags­kerfi. Sam­hliða verði kynntar hug­myndir um hvernig leyst verði úr eign­ar­haldi Íslands­banka og Arion banka, sem í dag eru báðir í eigu erlendra kröfu­hafa.

Morg­un­blaðið greindi skömmu síðar frá því að hug­myndir væru uppi um að láta skatt­inn vera 35 pró­sent. Það myndi þýða að rík­is­sjóður gæti átt von á 300 til 500 millj­örðum króna ef áætl­unin gengur upp. Ljóst er þó að kröfu­hafar slita­bú­anna muni reyna að berj­ast gegn slíkum útgöngu­skatti og að und­ir­bún­ingur fyrir þann slag er þegar haf­in.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti
Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.
Kjarninn 18. október 2019
Kristbjörn Árnason
Koxgráa spillingar þjóðfélagið Ísland!
Leslistinn 18. október 2019
Punktur Punktur
Punktur Punktur
Punktur Punktur – Nr. 5 Guðmundur Atli Pétursson - ljósahönnuður hjá RÚV.
Kjarninn 18. október 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Stóraukin áhersla á náttúruvernd
Kjarninn 18. október 2019
Molar
Molar
Molar – Lækkanir, Austin Texas og Guðmundur Jaki
Kjarninn 18. október 2019
Seðlabankinn dæmdur til að veita blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar
Seðlabanki Íslands var í morgun dæmdur til að afhenda blaðamanni Fréttablaðsins upplýsingar um samning sem Már Guðmundsson, þáverandi seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans.
Kjarninn 18. október 2019
Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
Kjarninn 18. október 2019
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None