Sigmundur Davíð boðar tíðindi í haftamálum og stóraukin útgjöld

9951399013-d1d9280f9b-o.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra boðar stór­aukin fram­lög til ýmissa mála­flokka í byrjun næstu viku. Þetta fjár­magn sé til­komið vegna svig­rúms sem skap­ist við upp­gjör slita­búa gömlu bank­anna sem þegar sé byrjað að mynd­ast með skatt­lagn­ingu sem nemi tugum millj­arða króna á ári. Sig­mundur segir einnig telja megi lík­legt að „það dragi enn frekar til tíð­inda í hafta­málum áður en langt um líð­ur“. Þetta kom fram í ræðu Sig­mundar sem hann flutti á haust­fundi mið­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins sem hald­inn er á Höfn í Horn­ar­firði í dag.

Svig­rúmið að mynd­astÍ ræð­unni vék Sig­mundur meðal ann­ars að upp­gjöri slita­búa bank­anna. Þar sagði hann að „svig­rúmið marg­um­rædda vegna upp­gjörs slita­búa bank­anna, sem eru í eigu kröfu­haf­anna marg­um­ræddu, er þegar byrjað að mynd­ast með skatt­lagn­ingu sem nemur tugum millj­arða á ári og telja má lík­legt að það dragi enn frekar til tíð­inda í hafta­málum áður en langt um líð­ur.“

Hann ræddi einnig breyt­ingar á fjár­lögum og fyr­ir­hug­aða aukn­ingu á fram­lögum til ýmissa mála­flokka. Orð­rétt sagði Sig­mund­ur:„Nú í byrjun nýrrar viku munum við sjá að traust­ari stoðum verður rennt undir fjöl­mörg mik­il­væg verk­efni og stofn­anir rík­is­ins. Þannig munu heil­brigð­is- og mennta­stofn­anir fá aukin fram­lög en einnig aðrar grunn­stoðir eins og Land­helg­is­gæslan og mik­il­væg verk­efni á borð við lýð­heilsu­á­tak og byggða­mál.”

Segir fram­lög til Lands­spít­ala verða þau hæstu frá 2008Um breyt­ingar á skatt­kerf­inu til­kynnti Sig­mundur að nauð­syn­leg lyf muni lækka í verði: “Þegar allt er talið á mat­væla­verð ekki að hækka vegna breyt­ing­anna um nema í mesta lagi um 1,4% og helst ekki neitt. Flestar vörur munu lækka í verði og nauð­syn­leg lyf alveg sér­stak­lega. Heild­ar­á­hrif breyt­ing­anna þýða að neyslu­skattar lækka veru­lega og, það sem er mik­il­vægast, áhrifin verða mest hjá þeim tekju­lægst­u.”

Að end­ingu vék hann að stöðu heil­brigð­is­kerf­is­ins og að sagði að nú sér gert ráð fyrir að á næsta ári verði fram­lög til Lands­spít­al­ans verði þau mestu sem þau hafa verið frá hru­nár­inu 2008, bæði í krónu­tölu og að raun­virði.

Auglýsing

Allt að 35 pró­sent útgöngu­skatturKjarn­inn greindi nýverið frá því að vænt­ingar eru til þess að áætlun um afnám fjár­magns­hafta verði kynnt á allra næstu vik­um. For­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar hafa gefið það sterkt í skyn að und­an­förnu og á meðal kröfu­hafa fall­ina íslenskra banka er búist við því að skil­yrði fyrir sam­þykkt á nauða­samn­ingum þeirra verði kynnt mjög fljót­lega, mögu­lega í síð­ustu viku nóv­em­ber­mán­að­ar.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að búist sé við að um verði að ræða svo­kall­aðan flatan útgöngu­skatt á eignir þrota­bú­anna. Ef kröfu­hafar vilji út þurfi þeir að greiða flatan skatt af öllu fjár­magni sem þeir fái að fara með út úr íslensku efna­hags­kerfi. Sam­hliða verði kynntar hug­myndir um hvernig leyst verði úr eign­ar­haldi Íslands­banka og Arion banka, sem í dag eru báðir í eigu erlendra kröfu­hafa.

Morg­un­blaðið greindi skömmu síðar frá því að hug­myndir væru uppi um að láta skatt­inn vera 35 pró­sent. Það myndi þýða að rík­is­sjóður gæti átt von á 300 til 500 millj­örðum króna ef áætl­unin gengur upp. Ljóst er þó að kröfu­hafar slita­bú­anna muni reyna að berj­ast gegn slíkum útgöngu­skatti og að und­ir­bún­ingur fyrir þann slag er þegar haf­in.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skýringarmynd af brú á Bárðardalsvegi eystri yfir frárennslisskurð við Kálfborgará miðað við virkjunartilhögun B.
Ekki hafi verið sýnt fram á brýna nauðsyn röskunar eldhrauns við Skjálfandafljót
Ljóst er að með tilkomu fyrirhugaðrar Einbúavirkjunar verður um að ræða inngrip í vatnafar Skjálfandafljóts sem hefur í för með sér neikvæð áhrif á fljótið á tilteknum kafla. Þetta kemur fram áliti Skipulagsstofnunar á matsskýrslu um virkjunina.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None