Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var endurkjörinn sem formaður Framsóknarflokksins á flokksþingi Framsóknarmanna sem nú stendur yfir í Gullhömrum í Grafarholti í Reykjavík.
Óskar Guðmundsson, úr Framsóknarfélagi Mosfellsbæjar, gaf kost á sér til embættis formanns flokksins á móti Sigmundi Davíð, en annars voru allir þingfundarfulltrúar í kjöri.
Endurkjörinn formaður Framsóknarflokksins hlaut 98,2 prósent gildra atkvæða og varð þar með réttkjörinn flokksins til næstu tveggja ára.
Auglýsing