Karolina Fund: Nýtt ilmandi ferskt skáldverk - beint úr ofninum!

c6427cb7881a06c235535a6d76765b49-1.jpg
Auglýsing

Upp­skrifta­bók - skáld­verk er sam­starfs­verk­efni tíu rit­höf­unda og sjö rit­stjóra sem áætlað er að komi út í vor. Við höfðum sam­band við Grétu Sig­ríði Ein­ars­dótt­ur, einn af rit­stjórum bók­ar­innar og tókum hana tali.

Hvers vegna fékk bókin nafnið ‘Upp­skrifta­bók’?

„Þetta nafn átti upp­haf­lega bara að vera vinnu­tit­ill, en eftir því sem leið á ferlið fest­ist það æ betur við bók­ina svo að lokum var ákveðið að hún yrði gefin út undir þessu nafni. Þannig er mál með vexti að þegar hóp­ur­inn kom fyrst saman var það eina sem við vissum að áætl­unin væri að gefa út bók, en við vissum ekki hvernig bók né um hvað hún ætti að vera. Fljót­lega var þó ákveðið að bókin yrði safn verka og að unnið yrði út frá ákveðnu þema til að gefa bók­inni heild­ar­svip. Fjöld­inn allur af skemmti­legum hug­myndum kom fram en að lokum varð ofan á að öll verkin ættu að byggja á hug­mynd­inni um upp­skrift­ir.

Auglýsing

Þetta er afar opið og áhuga­vert þema, því þó að það fyrsta sem komi upp í hug­ann séu mat­ar­upp­skrift­ir, þá er upp­skrift í grunn­inn ekk­ert annað en leið­bein­ingar til að kom­ast að ákveð­inni nið­ur­stöðu, sama hvort það sé ákveð­inn réttur eða eitt­hvað allt ann­að. Af því leiðir að í bók­inni má finna afar ólíkar upp­skrift­ir, að jógúrt­kök­um, nágranna­erj­um, gam­alli konu og mörgu fleira.

Til þess að koma í veg fyrir að ein­hverjir verði svekktir yfir því að finna ekki alvöru upp­skriftir í bók­inni bjóðum við fólki upp á að kaupa hefti með hefð­bundn­ari upp­skriftum í söfn­un­inni fyrir bók­inni á www.karolina­fund.­is.“

Fjöl­breyttur hópur á bak­við útgáf­unaHver er sagan á bak­við hóp­inn sem stendur að verk­inu?

„Þeir sem standa að bók­inni eru allt nem­endur í fram­halds­námi við Háskóla Íslands, ann­ars vegar í rit­list og hins­vegar hag­nýtri rit­stjórn og útgáfu. Það þykir til­valið að láta þessa hópa æfa sig hvora á öðrum, enda er gríð­ar­lega mikla reynslu að fá út úr því að skrifa og gefa út bók upp á eigin spýt­ur. Í hópnum eru tíu rit­höf­undar og sjö rit­stjórar auk þess sem Sig­þrúður Gunn­ars­dótt­ir, rit­stjóri á For­lag­inu, hefur umsjón með verk­efn­inu. Hóp­ur­inn er afar fjöl­breytt­ur, inni­heldur fólk á öllum aldri, með alls konar reynslu að baki sem kemur sér afar vel við svo fjöl­breytt og marg­þætt verk­efni. Sem dæmi má nefna að innan hóps­ins má meðal ann­ars finna við­skipta­fræð­ing, fyrrum lög­reglu­þjón og graf­ískan hönn­uð.“

https://vi­meo.com/122385099

Hvernig gekk að finna jafn­vægi á milli þess­ara ólíku hrá­efna, ljóð, saga og mynda?

„Í safni verka eins og þessu er alltaf hætta á að bókin verði sund­ur­laus. Þegar vel tekst til, eins og við von­umst auð­vitað til að eigi um okkar verk, býður slíkt verk þó upp á marga mögu­leika. Það er hægt lesa hana alla í gegn, enda höfum við raðað köflum bók­ar­innar þannig upp að flæðið milli þeirra sé gott, en það er líka hægt að grípa niður í hana og lesa eitt ljóð eða stutta sögu í einu ef sá gáll­inn er á. Þannig hentar Upp­skrifta­bókin eins vel til að hafa á sér og grípa niður í henni í bið­stofum eða strætó og til að hafa á nátt­borð­inu. Þar fyrir utan gefur hið sam­eig­in­lega þema bók­inni ákveð­inn sam­hljóm. Reyndar má geta þess að þó nokkrir text­anna áttu meira sam­eig­in­legt en upp­skrifta­vink­il­inn, því þegar farið var í að setja text­ana saman í bók kom í ljós að fleiri en einn og fleiri en tveir þeirra gerð­ust á suð­rænum slóð­um, sér­stak­lega í kringum Mið­jarð­ar­haf­ið. Það má þó vænt­an­lega rekja til þess að bókin er að mestu leyti skrifuð í jan­úar og febr­úar eins storma­samasta vet­urs síð­ustu ára.“

Bókin er ríkulega myndskreytt. Bókin er ríku­lega mynd­skreytt.

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None