Karolina Fund: Nýtt ilmandi ferskt skáldverk - beint úr ofninum!

c6427cb7881a06c235535a6d76765b49-1.jpg
Auglýsing

Uppskriftabók - skáldverk er samstarfsverkefni tíu rithöfunda og sjö ritstjóra sem áætlað er að komi út í vor. Við höfðum samband við Grétu Sigríði Einarsdóttur, einn af ritstjórum bókarinnar og tókum hana tali.

Hvers vegna fékk bókin nafnið ‘Uppskriftabók’?

„Þetta nafn átti upphaflega bara að vera vinnutitill, en eftir því sem leið á ferlið festist það æ betur við bókina svo að lokum var ákveðið að hún yrði gefin út undir þessu nafni. Þannig er mál með vexti að þegar hópurinn kom fyrst saman var það eina sem við vissum að áætlunin væri að gefa út bók, en við vissum ekki hvernig bók né um hvað hún ætti að vera. Fljótlega var þó ákveðið að bókin yrði safn verka og að unnið yrði út frá ákveðnu þema til að gefa bókinni heildarsvip. Fjöldinn allur af skemmtilegum hugmyndum kom fram en að lokum varð ofan á að öll verkin ættu að byggja á hugmyndinni um uppskriftir.

Auglýsing

Þetta er afar opið og áhugavert þema, því þó að það fyrsta sem komi upp í hugann séu mataruppskriftir, þá er uppskrift í grunninn ekkert annað en leiðbeiningar til að komast að ákveðinni niðurstöðu, sama hvort það sé ákveðinn réttur eða eitthvað allt annað. Af því leiðir að í bókinni má finna afar ólíkar uppskriftir, að jógúrtkökum, nágrannaerjum, gamalli konu og mörgu fleira.

Til þess að koma í veg fyrir að einhverjir verði svekktir yfir því að finna ekki alvöru uppskriftir í bókinni bjóðum við fólki upp á að kaupa hefti með hefðbundnari uppskriftum í söfnuninni fyrir bókinni á www.karolinafund.is.“

Fjölbreyttur hópur á bakvið útgáfuna


Hver er sagan á bakvið hópinn sem stendur að verkinu?

„Þeir sem standa að bókinni eru allt nemendur í framhaldsnámi við Háskóla Íslands, annars vegar í ritlist og hinsvegar hagnýtri ritstjórn og útgáfu. Það þykir tilvalið að láta þessa hópa æfa sig hvora á öðrum, enda er gríðarlega mikla reynslu að fá út úr því að skrifa og gefa út bók upp á eigin spýtur. Í hópnum eru tíu rithöfundar og sjö ritstjórar auk þess sem Sigþrúður Gunnarsdóttir, ritstjóri á Forlaginu, hefur umsjón með verkefninu. Hópurinn er afar fjölbreyttur, inniheldur fólk á öllum aldri, með alls konar reynslu að baki sem kemur sér afar vel við svo fjölbreytt og margþætt verkefni. Sem dæmi má nefna að innan hópsins má meðal annars finna viðskiptafræðing, fyrrum lögregluþjón og grafískan hönnuð.“

https://vimeo.com/122385099

Hvernig gekk að finna jafnvægi á milli þessara ólíku hráefna, ljóð, saga og mynda?

„Í safni verka eins og þessu er alltaf hætta á að bókin verði sundurlaus. Þegar vel tekst til, eins og við vonumst auðvitað til að eigi um okkar verk, býður slíkt verk þó upp á marga möguleika. Það er hægt lesa hana alla í gegn, enda höfum við raðað köflum bókarinnar þannig upp að flæðið milli þeirra sé gott, en það er líka hægt að grípa niður í hana og lesa eitt ljóð eða stutta sögu í einu ef sá gállinn er á. Þannig hentar Uppskriftabókin eins vel til að hafa á sér og grípa niður í henni í biðstofum eða strætó og til að hafa á náttborðinu. Þar fyrir utan gefur hið sameiginlega þema bókinni ákveðinn samhljóm. Reyndar má geta þess að þó nokkrir textanna áttu meira sameiginlegt en uppskriftavinkilinn, því þegar farið var í að setja textana saman í bók kom í ljós að fleiri en einn og fleiri en tveir þeirra gerðust á suðrænum slóðum, sérstaklega í kringum Miðjarðarhafið. Það má þó væntanlega rekja til þess að bókin er að mestu leyti skrifuð í janúar og febrúar eins stormasamasta veturs síðustu ára.“

Bókin er ríkulega myndskreytt. Bókin er ríkulega myndskreytt.

Hægt er að skoða verkefnið nánar og leggja því lið hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None