Karolina Fund: Nýtt ilmandi ferskt skáldverk - beint úr ofninum!

c6427cb7881a06c235535a6d76765b49-1.jpg
Auglýsing

Upp­skrifta­bók - skáld­verk er sam­starfs­verk­efni tíu rit­höf­unda og sjö rit­stjóra sem áætlað er að komi út í vor. Við höfðum sam­band við Grétu Sig­ríði Ein­ars­dótt­ur, einn af rit­stjórum bók­ar­innar og tókum hana tali.

Hvers vegna fékk bókin nafnið ‘Upp­skrifta­bók’?

„Þetta nafn átti upp­haf­lega bara að vera vinnu­tit­ill, en eftir því sem leið á ferlið fest­ist það æ betur við bók­ina svo að lokum var ákveðið að hún yrði gefin út undir þessu nafni. Þannig er mál með vexti að þegar hóp­ur­inn kom fyrst saman var það eina sem við vissum að áætl­unin væri að gefa út bók, en við vissum ekki hvernig bók né um hvað hún ætti að vera. Fljót­lega var þó ákveðið að bókin yrði safn verka og að unnið yrði út frá ákveðnu þema til að gefa bók­inni heild­ar­svip. Fjöld­inn allur af skemmti­legum hug­myndum kom fram en að lokum varð ofan á að öll verkin ættu að byggja á hug­mynd­inni um upp­skrift­ir.

Auglýsing

Þetta er afar opið og áhuga­vert þema, því þó að það fyrsta sem komi upp í hug­ann séu mat­ar­upp­skrift­ir, þá er upp­skrift í grunn­inn ekk­ert annað en leið­bein­ingar til að kom­ast að ákveð­inni nið­ur­stöðu, sama hvort það sé ákveð­inn réttur eða eitt­hvað allt ann­að. Af því leiðir að í bók­inni má finna afar ólíkar upp­skrift­ir, að jógúrt­kök­um, nágranna­erj­um, gam­alli konu og mörgu fleira.

Til þess að koma í veg fyrir að ein­hverjir verði svekktir yfir því að finna ekki alvöru upp­skriftir í bók­inni bjóðum við fólki upp á að kaupa hefti með hefð­bundn­ari upp­skriftum í söfn­un­inni fyrir bók­inni á www.karolina­fund.­is.“

Fjöl­breyttur hópur á bak­við útgáf­unaHver er sagan á bak­við hóp­inn sem stendur að verk­inu?

„Þeir sem standa að bók­inni eru allt nem­endur í fram­halds­námi við Háskóla Íslands, ann­ars vegar í rit­list og hins­vegar hag­nýtri rit­stjórn og útgáfu. Það þykir til­valið að láta þessa hópa æfa sig hvora á öðrum, enda er gríð­ar­lega mikla reynslu að fá út úr því að skrifa og gefa út bók upp á eigin spýt­ur. Í hópnum eru tíu rit­höf­undar og sjö rit­stjórar auk þess sem Sig­þrúður Gunn­ars­dótt­ir, rit­stjóri á For­lag­inu, hefur umsjón með verk­efn­inu. Hóp­ur­inn er afar fjöl­breytt­ur, inni­heldur fólk á öllum aldri, með alls konar reynslu að baki sem kemur sér afar vel við svo fjöl­breytt og marg­þætt verk­efni. Sem dæmi má nefna að innan hóps­ins má meðal ann­ars finna við­skipta­fræð­ing, fyrrum lög­reglu­þjón og graf­ískan hönn­uð.“

https://vi­meo.com/122385099

Hvernig gekk að finna jafn­vægi á milli þess­ara ólíku hrá­efna, ljóð, saga og mynda?

„Í safni verka eins og þessu er alltaf hætta á að bókin verði sund­ur­laus. Þegar vel tekst til, eins og við von­umst auð­vitað til að eigi um okkar verk, býður slíkt verk þó upp á marga mögu­leika. Það er hægt lesa hana alla í gegn, enda höfum við raðað köflum bók­ar­innar þannig upp að flæðið milli þeirra sé gott, en það er líka hægt að grípa niður í hana og lesa eitt ljóð eða stutta sögu í einu ef sá gáll­inn er á. Þannig hentar Upp­skrifta­bókin eins vel til að hafa á sér og grípa niður í henni í bið­stofum eða strætó og til að hafa á nátt­borð­inu. Þar fyrir utan gefur hið sam­eig­in­lega þema bók­inni ákveð­inn sam­hljóm. Reyndar má geta þess að þó nokkrir text­anna áttu meira sam­eig­in­legt en upp­skrifta­vink­il­inn, því þegar farið var í að setja text­ana saman í bók kom í ljós að fleiri en einn og fleiri en tveir þeirra gerð­ust á suð­rænum slóð­um, sér­stak­lega í kringum Mið­jarð­ar­haf­ið. Það má þó vænt­an­lega rekja til þess að bókin er að mestu leyti skrifuð í jan­úar og febr­úar eins storma­samasta vet­urs síð­ustu ára.“

Bókin er ríkulega myndskreytt. Bókin er ríku­lega mynd­skreytt.

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None