Karolina Fund: Nýtt ilmandi ferskt skáldverk - beint úr ofninum!

c6427cb7881a06c235535a6d76765b49-1.jpg
Auglýsing

Upp­skrifta­bók - skáld­verk er sam­starfs­verk­efni tíu rit­höf­unda og sjö rit­stjóra sem áætlað er að komi út í vor. Við höfðum sam­band við Grétu Sig­ríði Ein­ars­dótt­ur, einn af rit­stjórum bók­ar­innar og tókum hana tali.

Hvers vegna fékk bókin nafnið ‘Upp­skrifta­bók’?

„Þetta nafn átti upp­haf­lega bara að vera vinnu­tit­ill, en eftir því sem leið á ferlið fest­ist það æ betur við bók­ina svo að lokum var ákveðið að hún yrði gefin út undir þessu nafni. Þannig er mál með vexti að þegar hóp­ur­inn kom fyrst saman var það eina sem við vissum að áætl­unin væri að gefa út bók, en við vissum ekki hvernig bók né um hvað hún ætti að vera. Fljót­lega var þó ákveðið að bókin yrði safn verka og að unnið yrði út frá ákveðnu þema til að gefa bók­inni heild­ar­svip. Fjöld­inn allur af skemmti­legum hug­myndum kom fram en að lokum varð ofan á að öll verkin ættu að byggja á hug­mynd­inni um upp­skrift­ir.

Auglýsing

Þetta er afar opið og áhuga­vert þema, því þó að það fyrsta sem komi upp í hug­ann séu mat­ar­upp­skrift­ir, þá er upp­skrift í grunn­inn ekk­ert annað en leið­bein­ingar til að kom­ast að ákveð­inni nið­ur­stöðu, sama hvort það sé ákveð­inn réttur eða eitt­hvað allt ann­að. Af því leiðir að í bók­inni má finna afar ólíkar upp­skrift­ir, að jógúrt­kök­um, nágranna­erj­um, gam­alli konu og mörgu fleira.

Til þess að koma í veg fyrir að ein­hverjir verði svekktir yfir því að finna ekki alvöru upp­skriftir í bók­inni bjóðum við fólki upp á að kaupa hefti með hefð­bundn­ari upp­skriftum í söfn­un­inni fyrir bók­inni á www.karolina­fund.­is.“

Fjöl­breyttur hópur á bak­við útgáf­unaHver er sagan á bak­við hóp­inn sem stendur að verk­inu?

„Þeir sem standa að bók­inni eru allt nem­endur í fram­halds­námi við Háskóla Íslands, ann­ars vegar í rit­list og hins­vegar hag­nýtri rit­stjórn og útgáfu. Það þykir til­valið að láta þessa hópa æfa sig hvora á öðrum, enda er gríð­ar­lega mikla reynslu að fá út úr því að skrifa og gefa út bók upp á eigin spýt­ur. Í hópnum eru tíu rit­höf­undar og sjö rit­stjórar auk þess sem Sig­þrúður Gunn­ars­dótt­ir, rit­stjóri á For­lag­inu, hefur umsjón með verk­efn­inu. Hóp­ur­inn er afar fjöl­breytt­ur, inni­heldur fólk á öllum aldri, með alls konar reynslu að baki sem kemur sér afar vel við svo fjöl­breytt og marg­þætt verk­efni. Sem dæmi má nefna að innan hóps­ins má meðal ann­ars finna við­skipta­fræð­ing, fyrrum lög­reglu­þjón og graf­ískan hönn­uð.“

https://vi­meo.com/122385099

Hvernig gekk að finna jafn­vægi á milli þess­ara ólíku hrá­efna, ljóð, saga og mynda?

„Í safni verka eins og þessu er alltaf hætta á að bókin verði sund­ur­laus. Þegar vel tekst til, eins og við von­umst auð­vitað til að eigi um okkar verk, býður slíkt verk þó upp á marga mögu­leika. Það er hægt lesa hana alla í gegn, enda höfum við raðað köflum bók­ar­innar þannig upp að flæðið milli þeirra sé gott, en það er líka hægt að grípa niður í hana og lesa eitt ljóð eða stutta sögu í einu ef sá gáll­inn er á. Þannig hentar Upp­skrifta­bókin eins vel til að hafa á sér og grípa niður í henni í bið­stofum eða strætó og til að hafa á nátt­borð­inu. Þar fyrir utan gefur hið sam­eig­in­lega þema bók­inni ákveð­inn sam­hljóm. Reyndar má geta þess að þó nokkrir text­anna áttu meira sam­eig­in­legt en upp­skrifta­vink­il­inn, því þegar farið var í að setja text­ana saman í bók kom í ljós að fleiri en einn og fleiri en tveir þeirra gerð­ust á suð­rænum slóð­um, sér­stak­lega í kringum Mið­jarð­ar­haf­ið. Það má þó vænt­an­lega rekja til þess að bókin er að mestu leyti skrifuð í jan­úar og febr­úar eins storma­samasta vet­urs síð­ustu ára.“

Bókin er ríkulega myndskreytt. Bókin er ríku­lega mynd­skreytt.

Hægt er að skoða verk­efnið nánar og leggja því lið hér

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None