Aðalritstjóri 365 til varnar Fréttablaðinu: „Dagblað segir fréttir“

365
Auglýsing

Kristín Þor­steins­dótt­ir, útgef­andi og aðal­rit­stjóri 365 miðla, skrifar leið­ara í Frétta­blaðið í dag undir fyr­ir­sögn­inni „Dag­blað segir frétt­ir.“ ­Með skrifum sínum vill Kristín bregð­ast við við­brögðum sem tvær nýlegar fréttir Frétta­blaðs­ins hafa feng­ið.

Sú fyrri lýtur að full­yrð­ingum Guð­jóns St. Mart­eins­sonar hér­aðs­dóm­ara um að Ólafur Þór Hauks­son sér­stakur sak­sókn­ari hafi vitað af ætt­ar­tengslum með­dóm­ara Guð­jóns í mál­inu við Ólaf Ólafs­son, sem hlaut þungan fang­els­is­dóm í Al-T­hani mál­inu, við aðal­með­ferð Aur­um-­máls­ins. Full­yrð­ingar Guð­jóns stang­ast á við ummæli sér­staks sak­sókn­ara sem seg­ist ekki hafa verið kunn­ugt um ætt­ar­tengslin og hefur farið fram á sýknu­dómur yfir sak­born­ingum í Aur­um-­mál­inu verði ómerktur sökum þeirra. Krafa sér­staks sak­sókn­ara verður tekin fyrir í Hæsta­rétti í vik­unni.

Eftir að Hæsti­réttur stað­festi nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­víkur um að meina verj­endum í Aur­um-­mál­inu að kalla dóm­ara máls­ins í hér­aði til skýrslu­töku til að verj­ast ómerk­ing­ar­kröfu sér­staks sak­sókn­ara, skrif­aði aðal­rit­stjóri 365 leið­ara í Frétta­blaðið sem vakti mikla athygli. Þar skrifar Krist­ín: „Það er nauð­syn­legt að upp­lýsa hvort sér­stakur sak­sókn­ari laug þegar hann sagð­ist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafs­sona. Nið­ur­staða Hæsta­réttar er óboð­leg og má ekki vera enda­hnútur þessa máls. Nú taka fjöl­miðlar við.“ Nið­ur­lag leið­ar­ans vakti óneit­an­lega athygli, enda Jón Ásgeir Jóhann­es­son, eig­in­maður Ingi­bjargar Pálma­dóttur aðal­eig­anda 365, á meðal sak­born­inga í Aur­um-­mál­inu.

Auglýsing

Vísar gagn­rýni á bugÞá bregst Kristín sömu­leiðis við gagn­rýni sem fram hefur komið á for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í vik­unni í leið­ar­anum sem birt­ist í dag, þar sem Ingi­björg Krist­jáns­dóttir eig­in­kona Ólafs Ólafs­sonar full­yrti að dómur Hæsta­réttar yfir eig­in­manni hennar væri byggður á mis­skiln­ingi.

„Frétta­blaðið tók enga afstöðu í þessu máli, frekar en öðrum, heldur vann frétt upp úr grein Ingi­bjarg­ar, og reyndi eftir fremsta megni að afla gagna um hvort ávirð­ingar hennar væru á rökum reist­ar. Svo reynd­ist vera. Er það ekki frétt?“ spyr Kristín í leið­ar­an­um.

Þá vísar Krist­ín í nýlegt bak­her­bergi Kjarn­ans í skrifum sín­um, þar sem þeirri spurn­ingu var velt upp hvort það væri rétt­ar­morð þegar banka­menn væru dæmdir í fang­elsi og sömu­leiðis merk­ingu ummæla hennar um að „nú taki fjöl­miðlar við“ í ljósi stöðu hennar og eign­ar­halds fjöl­miðla­sam­steypunnar sem hún stýr­ir.

„Ef farið er að leik­reglum og vandað til verka þá er það auð­vitað ekki rétt­ar­morð,“ skrifar aðal­rit­stjóri 365. „Fjöl­miðlum ber skylda til að segja frá því þegar máls­með­ferð eða fram­göngu vald­hafa í opin­berum málum er ábóta­vant. Þess vegna er það frétt þegar hér­aðs­dóm­ari sakar sak­sókn­ara um lygar, og þegar í ljós kemur að Hæsti­réttur hefur farið manna­vilt. Í slíkum frá­sögnum fel­ast engar ásak­anir um rétt­ar­morð. Frétta­blaðið tekur enga afstöðu til þess, heldur gegnir því hlut­verki sem fjöl­miðlar eiga að gegna. Að segja fréttir og veita vald­höfum opin­bers valds aðhald. Aðrir geta svo dregið sínar álykt­an­ir.“

Þá skrifar Krist­ín: „Sumum er tamt að reyna að lesa sér­staka fyr­ir­ætlan eða til­gang úr frétta­flutn­ingi. Þá er gjarnan rýnt í for­tíð fólks. Hvar hefur það unn­ið, hverjir eru vinir þess, hvaða flokk kýs það? Morg­un­blaðið fellur í þessa gryfju. Margur heldur mig sig. Frétta­blaðið getur full­vissað les­endur um að það er ekki á neinni slíkri veg­ferð. Það segir frétt­ir, allar fréttir ekki bara sum­ar, og reynir að hafa þær sann­ar, hlut­lausar og upp­lýsand­i.“

Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum
Samkvæmt ASÍ virðist það vera forgangsatriði hjá ríkisstjórninni að hlífa fjármagnseigendum við að greiða sitt til samfélagsins eins og launafólki ber að gera. Á meðan bóli ekkert á skattalækkunum fyrir lágtekjufólk.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Fleiri gifta sig utan þjóðkirkjunnar
Helmingur þeirra para sem gekk í hjónaband í síðasta mánuði gifti sig innan þjóðkirkjunnar. Hlutfall kirkjunnar í hjónavígslum hefur farið minnkandi á síðustu árum en um aldarmótin var hlutur þjóðkirkjunnar rúmlega 71 prósent.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Barlómur verslunareigenda og veitingamanna fer nú með himinskautum.
Leslistinn 21. ágúst 2019
Vilhjálmur Birgisson
Vill að Landsvirkjun niðurgreiði störf í áliðnaðinum
Formaður Verkalýðsfélags Akraness óttast um starfsöryggi félagsmanna sinna vegna samninga Landsvirkjunar við Elkem Ísland á Grundartanga og Norðurál.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Réttindi Íslendinga sem flytja til Bretlands eftir Brexit skerðast
Sendiráð Íslands í London segir að réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi fyrir Brexit muni ekki skerðast í kjölfar útgöngu. Sendiráðið segir það hins vegar áhyggjuefni hversu fáir Íslendingar hafi sótt um svokallaðan Settled Status.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None