Aðalritstjóri 365 til varnar Fréttablaðinu: „Dagblað segir fréttir“

365
Auglýsing

Kristín Þor­steins­dótt­ir, útgef­andi og aðal­rit­stjóri 365 miðla, skrifar leið­ara í Frétta­blaðið í dag undir fyr­ir­sögn­inni „Dag­blað segir frétt­ir.“ ­Með skrifum sínum vill Kristín bregð­ast við við­brögðum sem tvær nýlegar fréttir Frétta­blaðs­ins hafa feng­ið.

Sú fyrri lýtur að full­yrð­ingum Guð­jóns St. Mart­eins­sonar hér­aðs­dóm­ara um að Ólafur Þór Hauks­son sér­stakur sak­sókn­ari hafi vitað af ætt­ar­tengslum með­dóm­ara Guð­jóns í mál­inu við Ólaf Ólafs­son, sem hlaut þungan fang­els­is­dóm í Al-T­hani mál­inu, við aðal­með­ferð Aur­um-­máls­ins. Full­yrð­ingar Guð­jóns stang­ast á við ummæli sér­staks sak­sókn­ara sem seg­ist ekki hafa verið kunn­ugt um ætt­ar­tengslin og hefur farið fram á sýknu­dómur yfir sak­born­ingum í Aur­um-­mál­inu verði ómerktur sökum þeirra. Krafa sér­staks sak­sókn­ara verður tekin fyrir í Hæsta­rétti í vik­unni.

Eftir að Hæsti­réttur stað­festi nið­ur­stöðu Hér­aðs­dóms Reykja­víkur um að meina verj­endum í Aur­um-­mál­inu að kalla dóm­ara máls­ins í hér­aði til skýrslu­töku til að verj­ast ómerk­ing­ar­kröfu sér­staks sak­sókn­ara, skrif­aði aðal­rit­stjóri 365 leið­ara í Frétta­blaðið sem vakti mikla athygli. Þar skrifar Krist­ín: „Það er nauð­syn­legt að upp­lýsa hvort sér­stakur sak­sókn­ari laug þegar hann sagð­ist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafs­sona. Nið­ur­staða Hæsta­réttar er óboð­leg og má ekki vera enda­hnútur þessa máls. Nú taka fjöl­miðlar við.“ Nið­ur­lag leið­ar­ans vakti óneit­an­lega athygli, enda Jón Ásgeir Jóhann­es­son, eig­in­maður Ingi­bjargar Pálma­dóttur aðal­eig­anda 365, á meðal sak­born­inga í Aur­um-­mál­inu.

Auglýsing

Vísar gagn­rýni á bugÞá bregst Kristín sömu­leiðis við gagn­rýni sem fram hefur komið á for­síðu­frétt Frétta­blaðs­ins í vik­unni í leið­ar­anum sem birt­ist í dag, þar sem Ingi­björg Krist­jáns­dóttir eig­in­kona Ólafs Ólafs­sonar full­yrti að dómur Hæsta­réttar yfir eig­in­manni hennar væri byggður á mis­skiln­ingi.

„Frétta­blaðið tók enga afstöðu í þessu máli, frekar en öðrum, heldur vann frétt upp úr grein Ingi­bjarg­ar, og reyndi eftir fremsta megni að afla gagna um hvort ávirð­ingar hennar væru á rökum reist­ar. Svo reynd­ist vera. Er það ekki frétt?“ spyr Kristín í leið­ar­an­um.

Þá vísar Krist­ín í nýlegt bak­her­bergi Kjarn­ans í skrifum sín­um, þar sem þeirri spurn­ingu var velt upp hvort það væri rétt­ar­morð þegar banka­menn væru dæmdir í fang­elsi og sömu­leiðis merk­ingu ummæla hennar um að „nú taki fjöl­miðlar við“ í ljósi stöðu hennar og eign­ar­halds fjöl­miðla­sam­steypunnar sem hún stýr­ir.

„Ef farið er að leik­reglum og vandað til verka þá er það auð­vitað ekki rétt­ar­morð,“ skrifar aðal­rit­stjóri 365. „Fjöl­miðlum ber skylda til að segja frá því þegar máls­með­ferð eða fram­göngu vald­hafa í opin­berum málum er ábóta­vant. Þess vegna er það frétt þegar hér­aðs­dóm­ari sakar sak­sókn­ara um lygar, og þegar í ljós kemur að Hæsti­réttur hefur farið manna­vilt. Í slíkum frá­sögnum fel­ast engar ásak­anir um rétt­ar­morð. Frétta­blaðið tekur enga afstöðu til þess, heldur gegnir því hlut­verki sem fjöl­miðlar eiga að gegna. Að segja fréttir og veita vald­höfum opin­bers valds aðhald. Aðrir geta svo dregið sínar álykt­an­ir.“

Þá skrifar Krist­ín: „Sumum er tamt að reyna að lesa sér­staka fyr­ir­ætlan eða til­gang úr frétta­flutn­ingi. Þá er gjarnan rýnt í for­tíð fólks. Hvar hefur það unn­ið, hverjir eru vinir þess, hvaða flokk kýs það? Morg­un­blaðið fellur í þessa gryfju. Margur heldur mig sig. Frétta­blaðið getur full­vissað les­endur um að það er ekki á neinni slíkri veg­ferð. Það segir frétt­ir, allar fréttir ekki bara sum­ar, og reynir að hafa þær sann­ar, hlut­lausar og upp­lýsand­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None